Ég dundaði við stélið í dag. Ég felldi 1,5mm krossvið ofan í afturbrún allra stélflata þar sem stögin eiga að koma. Þessi stög verða virk og halda stélinu á.
20250130_095404.jpg (143.4 KiB) Skoðað 12619 sinnum
Ég fékk rúllu af hvítu Oratex hjá Tomma og ákvað að klæða vinstra hæðarstýrið. En ég byrjaði á því að saga trimmið af, setti lamir á það og bjó til horn úr prentplötuefni. Þetta kemur ekki til með að virka, en allt í lagi að það líti út fyrir að virka.
20250130_120625.jpg (149.44 KiB) Skoðað 12619 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég bætti afturljósinu við hliðarstýrið. Ég boraði gat á rétta (?) staðinn og límdi bút af kolfíber röri í það. Svo sullaði ég P38 í kring, tálgaði það til og pússaði. Ég set svo seinna einhverja peru í þetta til að herma ljósið.
20250131_110825.jpg (144.46 KiB) Skoðað 12585 sinnum
Svo klæddi ég hliðarstýrið með Oratex.
20250131_120224.jpg (146.03 KiB) Skoðað 12585 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég fékk sendingu frá Lindinger í Austurríki: M3 kúlutengi úr áli sem ég ætla að nota á vængstífurnar. Nú vantar mig bara heppilegan við í stífurnar.
20250206_091839.jpg (138.73 KiB) Skoðað 11474 sinnum
Ég fékk líka nýjan NGH 35cc með hlðarpústi sem ég ætla að festa framan á nefið á módelinu.
20250206_092612.jpg (145.03 KiB) Skoðað 11474 sinnum
Hér eru mótorbúkkarnir komnir á mótorkassann og mótorinn boltaður á. Ég boraði í eldvegginn til að boltarnir aftan á mótornum gætu gengið inn í þau og þannig situr mótorinn eins aftarlega og mögulegt er. Athugið að ég þarf að saga úr mótorkassanum til að hljóðkúturinn komist á.
20250206_122043.jpg (139.55 KiB) Skoðað 11474 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Hliðar módelsins undir klæðningunni eru formaðar með 1,5mm stálvír sem er límdur upp á krossviðar stóla til að halda honum í réttri hæð.
20250208_110903.jpg (134.57 KiB) Skoðað 11212 sinnum
Ég ætla að setja 2mm balsa upp á rönd undir vírinn þar sem hann spannar á milli uppistaða til að hann sé nú örugglega beinn og gefi ekki eftir þegar klæðningin kemur á.
20250208_110934.jpg (135.56 KiB) Skoðað 11212 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég kláraði að setja langböndin á vinstri hliðina. Vegna þess að þau eru bara 1,5mm stálvír, þá skar ég til 10mm breiða planka úr 2mm balsa og límdi undir þau svo þau myndu ekki gefa of mikið eftir þegar dúkurinn kemur á. Ég setti líka bönd í kringum gluggann. Gluggaplastið og dúkurinn koma til með að sitja á þessu.
20250210_113721.jpg (136.74 KiB) Skoðað 11196 sinnum
Ég setti fyllingu undir stélið það sem stýrivírarnir eiga að koma og merkti þar sem þeir koma út úr skrokknum.
20250210_113731.jpg (139.37 KiB) Skoðað 11196 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Stuttur dagur í dag. Upp hafa komið áhyggjur um að stálvírarnir aftur eftir skrokknum séu of þungir og kalli á aukna þyngd í nefinu. Ég vigtaði einn 1000mm x 1,5mm stálvír og vogin sýndi 14 grömm.
Miðað við að mótorinn er um 1.400 grömm fyrir utan rafhlöður, þá ætla ég ekki að hafa mjög miklar áhyggjur af að módelið verði stélþungt.
Strax.
20250211_091152.jpg (135.12 KiB) Skoðað 10653 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég ætlaði að vera mjög duglegur í dag, en rifbrotið kom í veg fyrir það. Það eina sem mér tókst að gera var að setja plaströr í skrokkinn fyrir stýringar í stélið: tog-tog víra fyrir hliðarstýrið, og sitt hvorn teininn fyrir hæðarstýrin.
20250217_115212.jpg (145.21 KiB) Skoðað 924 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.