Smíðað á Grísará

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3290
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Hér er skemmtileg mynd:

Mynd

Frá vinstri sést í bakið á Árna Hrólfi að setja saman skrokk á Das Ugly Stick, Rúnar frá Patreksfirði að byrja að líma saman stél á Das Ugly Stick og lengst til hægri er Mummi að leggja lokahönd á hægri vænginn á Das Ugly Stick.

Hvaða Das Ugly Stick æði er þetta þarna fyrir norðan heyri ég að allir spyrja.

Málið er að hvorki Mummi eða Rúnar hafa smíðað flugmódel fyrr og þá langaði til að setja saman eitthvað sem er auðvelt og fræðandi. Ég átti þessa teikningu og nóg af balsa, svo það var ákveðið að renna í sjóinn með augun opin og smíða nokkra. Árna, aftur á móti, vildi smíða einn eftir að hann sá hve minn flaug skemmtilega.

Sjá myndir frá Mumma hér: http://flickr.com/photos/jonstefansson/ ... 257098399/
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
jons
Póstar: 185
Skráður: 1. Sep. 2008 18:08:41

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir jons »

Bak við mig (Mumma) sést svo glitta í hinn stórglæsilega Tiger Moth sem Gaui er að smíða. Þótt Stikkurinn sé óneitanlega glæsileg vél og virðuleg þá geri ég ráð fyrir að Tiger Moth-inn verði aðeins fallegri, svona fullsmíðuð :)
Jón Stefánsson
Passamynd
maggikri
Póstar: 4831
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir maggikri »

Flottir. Fer að styttast í raðsmíði á Aircore fyrir norðan. Ég er búinn að setja saman 8 stk Big Stik í 40 og 60 stærð og GVS nokkra.
Hérna eru tveir 40 Stik á færibandinu.
Mynd
kv
MK
Passamynd
Gaui
Póstar: 3290
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Þú athugar Maggi að þetta eru orginal Das Ugly Stick eftir teikningu Phil Kraft, ekki seinni tíma siðbót.

Að vísu gerum við smávægilegar breytinga á henni, en ekkert til skaða. Við, hins vegar, höldum upprunalega nafninu !

Og samkvæmt teikningunni, þá má fara í hana allt frá .40 til .60 mótor.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3290
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Hérna er hægt að kaupa teikninguna:

http://www.rcmmagazine.com/e/env/store/ ... ans:PL-939
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11008
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Sverrir »

Sá einmitt þennan Árna Hrólf karakter í Tómó í dag þar sem hann var að leita að efni í hjólastellinn ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
kip
Póstar: 563
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir kip »

[quote=maggikri]Flottir. Fer að styttast í raðsmíði á Aircore fyrir norðan. Ég er búinn að setja saman 8 stk Big Stik í 40 og 60 stærð og GVS nokkra.
Hérna eru tveir 40 Stik á færibandinu.
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 139506.jpg
kv
MK[/quote]
Er eitthvað verið að bregða út af vananum með þessi stél? Að láta þau snúa rétt? Það er ekki tískan norðan heiða amk. :D ;) :P
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíða: www.kip.is | Sími: 650 5252
.. Er ekki á Facebook
Passamynd
jons
Póstar: 185
Skráður: 1. Sep. 2008 18:08:41

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir jons »

Hérna hefst svo smíðasaga Das Ugly Stik sagan frá sjónarhóli byrjandans:

Smíðin er hér að hefjast. Skrokkrifin komin á sinn stað (#):
Mynd

Búið að líma hliðarnar á skrokkinn. Árni þoldi ekki athyglina sem flugvélin fékk og laumaði sér lymskulega inn í bakgrunninn á myndinni (#):
Mynd

Búið að loka skrokknum (að mestu) að ofan, sníða til stélkambinn og setja saman afturvænginn. Á eftir að festa þetta allt saman, þarna var þessu bara stillt upp (#):
Mynd

Límdi stélkambinn og stélvænginn fastan á skrokkinn og gerði nokkur smáatriði við skrokkinn (#):
Mynd

Smíðaði hæðarstýrið, ásamt ýmsu smálegu svo sem að rúnna kantana á skrokknum og klára lokið á fremsta hluta vélarinnar (#):
Mynd

Hér byrjaði ég á vængnum; sagaði öll rifin út og byrjaði á samsetningu hægri hliðar vængsins (#):
Mynd

Hægri vængurinn langt kominn; bætti við þverbitum, skáann á endann og framrifin milli stóru rifjanna. Smá púss og servóafestingar eftir (#):
Mynd

Kominn langleiðina með vinstri vænginn; einungis millirifin og pússun eftir (#):
Mynd

Mun svo pósta fleiri smíðapóstum eftir föngum.

Kveðjur, Mummi.
Jón Stefánsson
Passamynd
maggikri
Póstar: 4831
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir maggikri »

[quote=Gaui]Þú athugar Maggi að þetta eru orginal Das Ugly Stick eftir teikningu Phil Kraft, ekki seinni tíma siðbót.

Að vísu gerum við smávægilegar breytinga á henni, en ekkert til skaða. Við, hins vegar, höldum upprunalega nafninu !

Og samkvæmt teikningunni, þá má fara í hana allt frá .40 til .60 mótor.[/quote]
Þetta eru voðalega svipaðar vélar. Ég breytti aðeins líka út af og bjó til hæðar og hallastýrin slétt, en samkvæmt teikningu voru þau svona riffluð eins og á Das U Stik, en hvað um það það er gaman af þessu og þetta eru bara flugvélar til að leika sér á, engir sýningargripir.
kv
MK
Passamynd
Gaui
Póstar: 3290
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Myndir af strákunum:

Rúnar er búinn að setja stélflötinn saman (undir stálhrúgunni fremst á myndinni) og er byrjaður að skera til skrokkrifin.

Mynd

Mummi að setja saman vinstri vænginn:

Mynd

Árni skrópaði þessa helgina og fór til Hafnarfjarðar.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara