Smíðað á Grísará

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
jons
Póstar: 185
Skráður: 1. Sep. 2008 18:08:41

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir jons »

Ég náði akkúrat mynd af Árnanum þegar Gauinn spurði hvernig gengi að klæða Mig (sig)?

Mynd
Jón Stefánsson
Passamynd
Árni H
Póstar: 1532
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Árni H »

:lol: Þú hefur fangað stemminguna af einstakri lagni! :lol:
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11008
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Sverrir »

Haha, góðir! :D
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3290
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Það eru tímamót að Grísará. Árið 1984 eða 5 byrjaði ég að setja sama Cessna Bird Dog módel á Ísafirði. Við það tækifæri var þessi mynd tekin:
Skanni_20200806.jpg
Skanni_20200806.jpg (136.52 KiB) Skoðað 1071 sinni
Módelið er í 1/5 skala og var fram leitt af Japanska fyrirtækinu Marutaka.

Síðan eru liðin nokkur ár og Mummi tók á endanum við smíðinni. Hann var svo lengi að dúlla við hana að hún fékk nafnið Borðdúkurinn, en nú er hann búinn.

Í gær lagði hann lokahönd á módelið og útskrifaði það úr skúrnum.
20200805_153738.jpg
20200805_153738.jpg (153.76 KiB) Skoðað 1071 sinni
Balgvanísering fór fram, stýri voru stillt og mótorinn prófaður.
20200805_155617.jpg
20200805_155617.jpg (155.06 KiB) Skoðað 1071 sinni
Það verður frumflug bráðlega.

8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11008
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Sverrir »

Til hamingju, góðir hlutir gerast hægt! :cool:
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
jons
Póstar: 185
Skráður: 1. Sep. 2008 18:08:41

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir jons »

Takk - sem betur fer er þetta langhlaup en ekki sprett :P
Jón Stefánsson
Passamynd
maggikri
Póstar: 4831
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir maggikri »

Sæll.
Ég fór með þessari oft í flugtog á Sandskeiði í gamla daga. Til hamingju með hana Mummi!.
Viðhengi
PICT0006.JPG
PICT0006.JPG (198.96 KiB) Skoðað 956 sinnum
Passamynd
jons
Póstar: 185
Skráður: 1. Sep. 2008 18:08:41

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir jons »

Takk Maggi :)
Jón Stefánsson
Passamynd
Gaui
Póstar: 3290
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Skýið lagað

Sá ógurlegi atburður gerðist síðastliðinn laugardag (22. ágúst 2020) að mótorinn í SKY 120 datt allt í einu niður í hægagang í miðju flugi og þegar ég reyndi að lenda honum missti hann allt flug í um fimm metra hæð og þetta voru afleiðingarnar.
20200822_104453.jpg
20200822_104453.jpg (156.04 KiB) Skoðað 847 sinnum
Mótorinn brotnaði framan af og helmingur af nýju Volvo hjólstelli rifnaði af.
20200822_104511.jpg
20200822_104511.jpg (142.14 KiB) Skoðað 847 sinnum
20200822_111011.jpg
20200822_111011.jpg (114.41 KiB) Skoðað 847 sinnum
Þá var bara spurningin: af hverju hafði mótor servóið hætt að virka. Við skoðun virtist ástæðan vera ljós:
20200822_110856.jpg
20200822_110856.jpg (140.35 KiB) Skoðað 847 sinnum
Skrúfufestingin á servó arminum hafði losnað og teinninn sem tengdur var í inngjöfina lék laus. Við það tók gormurinn á blöndungnum yfir og dró niður í mótornum. Ég hafði notað skrúfulím eins og lög gera ráð fyrir, en á þeim árum sem ég er búinn að fljúga þessu módeli, þá hafði festiskrúfan náð að víbra laus!

Hvað er hægt að læra af þessu? Jú, svona skrúfufestingar á ekki að nota með teinum. Bara nota þetta með ofnum vír sem skrúfan getur kramið þegar hert er á henni.

SKY 120 var færður heim í skúr og byrjað að gera við. Það fyrsta sem ég gerði var að skara allt laust lím í burtu og síðan setti ég þykkan krossvið það sem trekantlistarnir höfðu verið áður.
20200823_103043.jpg
20200823_103043.jpg (151.42 KiB) Skoðað 847 sinnum
Síðan var hægt að líma eldvegginn aftur í með góðu epoxý lími. Til að halda honum að krossviðarstoðunum notaði ég sjáfsnittandi skrúfur sem ég skrúfaði í gegnum göt á eldveggnum.
20200823_104835.jpg
20200823_104835.jpg (152.91 KiB) Skoðað 847 sinnum
Hérna er svo verið að líma balsakubb ofan á eldvegginn.
20200824_181645.jpg
20200824_181645.jpg (143.27 KiB) Skoðað 847 sinnum
Í staðinn fyrir skrúfufestinguna svikulu gerði ég 90° beygju á teininn og setti hann á servó arminn með það sem á ensku kallast sving keeper, mjög einfalt dæmi sem ég á von á að detti ekki af af sjálfu sér.
20200824_195640.jpg
20200824_195640.jpg (85.91 KiB) Skoðað 847 sinnum
Hér er búið að pússa niður balsann ofan á eldveggnum og hreinsa eldvegginn sjálfan. Hann var síðan málaður með svartri málningu. Vírarnir tveir eru fyrir ádreparann.
20200824_203059.jpg
20200824_203059.jpg (113.75 KiB) Skoðað 847 sinnum
Þá er komið að klæðningu. Sem betur fer átti ég afganga, bæði af bláu og hvítu filmunni og gat klætt nefið þannig að enginn sér að viðgerð hefur farið fram.
20200825_161322.jpg
20200825_161322.jpg (126.52 KiB) Skoðað 847 sinnum
Hér er klæðningin komin á og mótorhúsið skrúfað á sinn stað.
20200825_165709.jpg
20200825_165709.jpg (140.77 KiB) Skoðað 847 sinnum
SKY 120 stendur í fæturna aftur. Ég skrúfaði hjólastellið undir á meðan límingin harðnaði á franska rennilásnum sem á að halda tanknum. Það var 500ml tankur í SKY 120, en þar sem Tommi átti bara 175ml tank, þá setti ég hann í.
20200825_204740.jpg
20200825_204740.jpg (133.28 KiB) Skoðað 847 sinnum
Mótorinn komin í aftur. Þetta er að hafast.
20200826_152604.jpg
20200826_152604.jpg (147.26 KiB) Skoðað 847 sinnum
Og hér er viðgerðin búin og SKY 120 tilbúinn í loftið á ný. Hann flýgur aftur á morgun ef veður leyfir.
20200826_153212.jpg
20200826_153212.jpg (140.18 KiB) Skoðað 847 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
maggikri
Póstar: 4831
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir maggikri »

Ekki lengi að grægja þetta kallinn!
kv
MK
Svara