Brekkusíðu Luftwaffe

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Messarinn »

Sælir

Nú fer að styttast í að þessi Messari klárist hjá mér, bara smá föndur eftir.

hérna á ég bara eftir að klippa út og líma lukku fuglinn hans Helmuth Wick á skrokkinn og þá get ég farið að sprauta epoxiglæru yfir flugvélina.
Mynd

Fuglinn er teikning af Kingfisher sem á að vera þekktur fyrir mikla flugfimi og veiðitækni
Mynd

Epoxi glæran er þynnt með vatni og er hvít þegar henni er sprautað.
Mynd

Þá er glæran komin á vélina og Messarinn lítur bara vel út nema hvað hann glansar alltof mikið og þarf að matta hana niður þegar lakkið er orðið full harnað. Þarna sést líka mótorinn sem er
O.S. MAX-25FX
Mynd

Hérna er svo nærmynd af Kingfisher fuglinum á Messaranum
Ég einfaldlega prentaði myndina, klippti fuglinn út, límdi hann á skrokkinn og sprautaði glæru yfir
Mynd

Nú fer að styttast í testflugið
auf Wiedersehen mine waffenbrüderMynd
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Árni H »

Þessi vél er alveg rosalega flott hjá þér!

Mynd

Kv,
Árni H
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Messarinn »

[quote=Árni H]Þessi vél er alveg rosalega flott hjá þér!

https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 156332.jpg

Kv,
Árni H[/quote]
Takk Árni svo er bara næst að mynda hana á flugi
Mynd
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Gunni Binni »

Þetta er snilldarflott hjá þér.
Segðu mér hvaða epoxy glært lakk er það sem þú getur þynnt með vatni? Hvaða tegund af lituðu lakki notarðu? Sprautarðu með þrýstilofti? Fyrir okkur eilífðarbyrjendurna :cool:
Kveðja
Gunni Binni
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Messarinn »

[quote=Gunni Binni]Þetta er snilldarflott hjá þér.
Segðu mér hvaða epoxy glært lakk er það sem þú getur þynnt með vatni? Hvaða tegund af lituðu lakki notarðu? Sprautarðu með þrýstilofti? Fyrir okkur eilífðarbyrjendurna :cool:
Kveðja
Gunni Binni[/quote]
Sæll Gunni Binni og Takk fyrir.
Ég notaði Epoxy 1 tveggjaþátta glært vatnsþynnanlegt lakk sem er tilraun hjá mér
Gallinn við lakkið er að það er há-glansandi og passar ekki vel við Warbirds og þarf ég að finna aðferð til að matta það. Þetta lakk fæst í ByKo
Mynd

Camoflash litina mína keypti ég hjá Litalandi hér á Akureyri og heita þeir Vitratex og eru vatns þynnanleg plast málning. Hægt er að kaupa 0.5 lítra litaprufur á innan við þúsund kall þannig að ódýrt er að kaupa marga liti og t.d. er ég búinn að setja inn í tölvuna hjá þeim í Litlandi hér fyrir norðan alla Þýsku RLM lita númerin. Ath að þessi málning þolir ekki Glow fuel og verður því að setja glæru yfir.
Mynd

JG Grísaá Gruppe notar líka Vitratex og spreyja svo Pólýúritan glæru úr spreybrúsum yfir
Mynd

Bróðir minn gaf mér þessa líka fínu spray könnu í afmælisgjöf
Mynd

auf Wiedersehen mine waffenbrüder
Mynd
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Gunni Binni »

Þakka greinargóða lýsingu. Er sjálfur ekki búinn að vera svo mikið í grunnsmíði en langar til að finna mér tíma í það. Er meira að segja búinn að sanka að mér litlum málningarsprautum frá vinum mínum kínverjunum, sbr. http://www.hobbycity.com/hobbycity/stor ... _brush_set og http://www.hobbycity.com/hobbycity/stor ... 9_220-240v.
Ætli þessir litir gangi ekki líka í svona litlar sprautur? Væntanlega er mun skárra að þrífa græjurnar ef litirnir eru vatnsleysanlegir.
Auf Wiedersehen
Gunni Binni
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Gaui K »

Sælir.
Ég fór í húsó hér á Selfossi og þar var mér sagt að ekki væri hægt að blanda nema eftir einhverju litanúmerakerfi hjá þeim.Eru við að tala um að hjá Byko blandi þeir í lit sem þú óskar sérstaklega eftir?
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gunni Binni]...
Ætli þessir litir gangi ekki líka í svona litlar sprautur? Væntanlega er mun skárra að þrífa græjurnar ef litirnir eru vatnsleysanlegir.
Auf Wiedersehen
Gunni Binni[/quote]
Þrennt sem ég hef skilið að er mikilvægast:
a) Þynna hæfilega, sumir lýsa því eins og þunn júgurð.
b) Sía með fínni þar til gerðri síu fyrir sprautumálningu sem fást í mörgum verslunum, td Poulsen, N1 búðinni og mig minnir líka í Verkfæralagernum.

c) prófa, æfa sig og æfa sig svo meira.

Annars eru það flugvirkjarnir hjá Jagdgeschwadern Melenflug, Hangseite und Schweinefluss sem hafa mesta reynslu í þessu, er það ekki? :)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Gaui »

[quote=Björn G Leifsson]Annars eru það flugvirkjarnir hjá Jagdgeschwadern Melenflug, Hangseite und Schweinefluss sem hafa mesta reynslu í þessu, er það ekki? :)[/quote]
Aktsjúllí, þá er það Ferkelbach

Sprautan sem ég nota er svona:

Mynd

Blönduhlutfallið sem Doktorinn nefnir er rétt: þunn jógurð.

Filterinn lítur svona út:

Mynd

Hana má skola úr vatni með penslum og sprautu og nota aftur.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Messarinn »

[quote=Gunni Binni]...
Ætli þessir litir gangi ekki líka í svona litlar sprautur? Væntanlega er mun skárra að þrífa græjurnar ef litirnir eru vatnsleysanlegir.
Auf Wiedersehen
Gunni Binni[/quote]
Sælir allir Jú Gunni Binni þessi sprauta þarna hjá HobbKing og loftpressa eru alger snilld. Ég á mjög svipaða sprautu
ég nota líka Vitratex plastmálninguna í Airbrush sprautuna mína og þynni hana með vatni og sía svo hana með eins filter og á myndinni fyrir ofan
Mynd

Hérna er svo mynd frá 2007 af málningardollunum mínum sem ég á ennþá og er búinn að bæta við hellig af litum síðan enn þessi málning fæst hjá Slippfélaginu Reykjavík - http://www.slippfelagid.is/
Mynd

Ég á einnig svona sprautu og dugir hún vel fyrir byrjendur,Hún fæst í Tómó
Mynd

auf Wiedersehen mine waffenbrüder Mynd
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Svara