Carbon Fiber Airframe Zlowest Indoor Flyer

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Carbon Fiber Airframe Zlowest Indoor Flyer

Póstur eftir Gunni Binni »

Veit ekki hvort þetta sé rétt nafn eða ein af mörgum prentvillum kínverjanna.
Þurfti að flýta mér heim af félagsfundi Þyts þegar frúin hringdi og spurði hvort ég kannaðist eitthvað við pakka frá Kína sem einhver póstmaður vildi troða upp á hana. Að sjálfsögðu kannaðist ég við pakkann sem frá vinum mínum í r2hobbies.com.

Frekar var hann þó lufsulegur við fyrstu sýn!
Mynd
Ég meina pakkinn en ekki Tumi!!!!

Mynd

Þarna mátti nú finna ýmislegt góðgæti. En dálítið brá mér þegar ég fór að leita að litla gula Slowflyernum. Í kassanum var bara gulur dúkur og plastpoki með nokkrum carbonstöngum, engar leiðbeiningar en mótor, straumstýring og batterí.

Mynd

Það var lítið hægt að gera en að byrja að setja saman. Carbonstangirnar eru festar saman með herpihólkum og tvinna og cyanoacrylatlími......
Manuallinn fannst á netinu.
Mynd
Mynd
Mynd

Yngsta barninu fannst pabbi þurfa hjálp
Mynd
Mynd

Hvergi var minnst á það að maður ætti að hita herpihólkana, en þeð er nú lógískt að gera það, eða hvað? Þegar ég var að hita einn hólkinngaf sig vírinn undir sem var reyndar í dálítilli spennu(boga)!!!!!
Mynd

Ég fann málmhólk til að setja upp á vírinn og límdi fastann og setti svo herpihólk yfir (og hitaði varlega).
Mynd
Mynd

Eftir þessa meistaralegu reddingu fannst mér ég eiga skilið smáverðlaun....
Mynd
Snyrtilrgt? eða....
Mynd
Mynd
Kominn háttatími.
kveðja GBG
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Carbon Fiber Airframe Zlowest Indoor Flyer

Póstur eftir Gunni Binni »

Þar sem menn halda vart vatni yfir þessum "avanceruðu" smíðum mínum og öskra á framhald af sögunni, hef ég fyrir fjölda áskorana ákveðið að svíkjast ekki undan merkjum og halda sögunni áfram. (kanski ég ætti að fara í pólitík?)

Mynd
Þarna er búið að líma klæðninguna á og byrjaður að setja mttakarann í.
Mynd
Mynd
Hvaða spotti er þetta? Ætli það megi slíta hann burtu? Kanski ekki ef þetta skyldi vera loftnetið.
Mynd
Eftir að ég festi servovírana testaði ég servóin áður en ég límdi þayu vel og vandlega með CA-lími niður á servo-plötuna, allt samkvæmt forskrift kínverjanna.
Mynd
Reisuleg ekki satt?
Mynd
Límingin á servóunum tókst óvenjuvel, enda var hún varla þornuð fyrr en ég testaði aftur servóin að annað trylltist smástund en dó drottni sínum að því loknu. Ég reyndi allt ma CA UnCure (sem leysti nánast upp servóhylkið) til að reyna að losa bilaða servóið frá en allt kom fyrir ekki og lokum gerði ég eins og maður gerir venjulega í vinnuni...... Náði í hamar og meitil og stórar tengur og braut servóplötuna af módelinu og meitlaði servóin sundur. Síðan sneið ég krossviðarplötu undir tvö ný servó og límdi aftur niður.
Mynd
Þessi elska var síðan tekin með út á völl um daginn sbr. http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=2450 en treysti henni ekki í loftið enda rok og rigning og hún bíður enn.
kveðja.
Gunni Binni
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Carbon Fiber Airframe Zlowest Indoor Flyer

Póstur eftir Ingþór »

Flott þessi Gunni,

ég held samt að kínverjarnir meini það þegar þeir skýra hana Zlowest Indoor Flyer, og Indoor er örugglega vettvangurinn fyrir svona létta vél.
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Carbon Fiber Airframe Zlowest Indoor Flyer

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Jaaa... Gunni Binni.
Mér skilst að það gerist á um það bil 5 ára fresti að það komi algert logn á Arnarvelli lengur en í tíu mínútur í einni lotu. Skeður stundum á Hamranesi, sérstaklega á fögrum sumarmorgnum og kvöldum. Þó er alltaf einhver hreyfing á loftinu kringum mann.
Betra að stelast inn í eitthvert íþróttahúsið með þetta, allavega ef þú villt stjórna því eitthvað sjálfur.
Manni dettur helst í hug að þetta sé hannað fyrir kulvís gamalmenni sem ekki lengur treysta sér að standa úti og geta heldur ekki lengur fylgst almennilega með flygildinu nema það fljúgi Zúper hægt.
:D :D :D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Carbon Fiber Airframe Zlowest Indoor Flyer

Póstur eftir Gunni Binni »

[quote=Ingþór]Flott þessi Gunni,

ég held samt að kínverjarnir meini það þegar þeir skýra hana Zlowest Indoor Flyer, og Indoor er örugglega vettvangurinn fyrir svona létta vél.[/quote]
Sæll Ingþór.
Þetta hljómar mjög rökrétt ályktun, en maður skyldi aldrei vanmeta kínverja(hljómaði þetta ekki vel?). Þetta litla video varð til þess að ég taldi að möguleiki væri á því, að hægt væri í góðu veðri, að nota hana utandyra. Vandinn var bara að það var ekki gott veður. Alla vega þorði ég ekki að reyna að fljúga henni í stofunni minni(konan mín getur orðið mjög illskeytt þó oftast sé hún nokkuð þolimóð.

Alla vega er ég þér þakklátur fyrir "commentið" þar sem þessi ærandi þögn um þetta smíðaþrekvirki mitt var að gera mér lífið leitt.... :)
Kveðja
Gunni Binni
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Carbon Fiber Airframe Zlowest Indoor Flyer

Póstur eftir Gunni Binni »

[quote=Björn G Leifsson]Jaaa... Gunni Binni.
Mér skilst að það gerist á um það bil 5 ára fresti að það komi algert logn á Arnarvelli lengur en í tíu mínútur í einni lotu. Skeður stundum á Hamranesi, sérstaklega á fögrum sumarmorgnum og kvöldum. Þó er alltaf einhver hreyfing á loftinu kringum mann.
Betra að stelast inn í eitthvert íþróttahúsið með þetta, allavega ef þú villt stjórna því eitthvað sjálfur.
Manni dettur helst í hug að þetta sé hannað fyrir kulvís gamalmenni sem ekki lengur treysta sér að standa úti og geta heldur ekki lengur fylgst almennilega með flygildinu nema það fljúgi Zúper hægt.
:D :D :D[/quote]
Sæll BGL
Ærandi þögnin er orðin að ærandi hávaða :)
Nei annars var það nú svo að linkurinn hér að ofan var á ferð út á Hamranesið en ekki Arnarvöll. Reyndar hefur veðrið í síðustu viku á köflum verið þannig að það hefði getað hentað fyrir þetta fiðrildi.
Ég geri ráð fyrir að þetta með gamalmennin sé nú af því að enn sértu sár vegna Apple ummæla minna. :D Þú ættir samt að vera orðinn vanur þeim eftir öll þessi ár, eða áratugi sem við höfum kítt um þær.... :) Þess utan er ég nú barnungur miðað við þig gamli minn.... Viltu kaupa Zlowest Flyer..... :O

Best PC kveðjur
GBG
Passamynd
Örn Ingólfsson
Póstar: 271
Skráður: 24. Apr. 2012 15:12:29

Re: Carbon Fiber Airframe Zlowest Indoor Flyer

Póstur eftir Örn Ingólfsson »

Ég býð mig framm og skal kaupa þennan Zlowest Flyer, ef hún er enn á lífi... ;)
Svara