Big Excel Hotliner

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Big Excel Hotliner

Póstur eftir Þórir T »

isss það er ekki neitt mar....!

en "kílókall" er gott nýyrði á þúsarann, skilja það síður kellingarnar okkar.... :-)
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Big Excel Hotliner

Póstur eftir Agust »

Mér datt í hug að uppfæra þennan þráð, þrátt fyrir að mér hafi ekki miðað mikið áfram.

Ég hef áttað mig á því undanfarið að tíminn hefur verið af skornum skammti. Ég á aldrei til nóg af honum. Væri ekki kjörið fyrir módelframleiðendur að láta eitthvað af velinnpökkuðum tíma fylgja með í kassanum?

Ég er búinn að setja servóin fjögur í vængina og lengja servósnúrurnar. Á eftir að ganga frá tengjum í vængrótinni. Einnig á ég eftir að ganga frá tengjum í skrokknum sem tengjast vængjunum. Engar lausar snúrur hér. Mótor/gír er kominn á sinn stað, búið að líma saman innvolsið en eftir að líma það í skrokkinn, því áður er betra að ganga frá vængtengjunum. Stél komið á sinn stað, en auðvelt er að smella því af við flutning. Sem sagt, ekki mikið eftir. Vélin átti að fljúga í sumar, en nú er farið að hausta...
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Big Excel Hotliner

Póstur eftir Agust »

Vonandi fer BigExcel bráðum í jómfrúrflugið...

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Big Excel Hotliner

Póstur eftir Agust »

Eg mætti snemma á vinnukvöldið á Hamranesi í gær, eða fyrir klukkan 17. Flaug þá vélinni í fyrsta sinn. Jón Pétursson var kastari.

Skemmst er frá því að segja að hún flaug eins og engill. Nánast lóðrétt klifur. Ég var ekki með 10 NiMh sellur eins og sést á myndinni hér fyrir ofan, heldur 4 sellur 3700mAh LiPo.

Flapsar og lofthemlar (butterfly) virkuðu vel. Í ljós kom að ég hafði gleymt að virkja bremsurnar í hraðastýringunni fyrir stóra spaðann (18,5" x 12"), þannig að hann snérist í loftstraumnum þegar hann átti að liggja meðfram skrokknum.

Ég ætlaði að vera búinn að fljúga hennni fyrir langalöngu, en svona fer þegar maður er með mörg járn í eldinum, eða ósmíðuð módel á borðinu.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Big Excel Hotliner

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Glæsilegt.... mig langar í svona :)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Big Excel Hotliner

Póstur eftir Agust »

Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Big Excel Hotliner

Póstur eftir Agust »

Ég mældi strauminn áðan með mæli sem sýnir spennu straum og wött. Sama rafhlaða og ég notaði í gær og hafði flogið eitt frekar stutt flug á hleðslunni:


60 amper, 875 wött.

1 hestafl = 746 wött.

875 wött = 1,17 hestöfl
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Big Excel Hotliner

Póstur eftir Sverrir »

Til lukku. :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Big Excel Hotliner

Póstur eftir Agust »

Flaug aftur í dag. Var búinn að stilla rafsegulbremsuna á mótornum þannig að nú lagðist spaðinn pent aftur með skrokknum.

Eiginlega þurfti ég ekki að trimma vélina neitt. Þetta er greinilega mjög lipur vél, mun liprari og fjölhæfari en gamla FunTime rafmagnssvifflugan.




Mynd


Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 903
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Big Excel Hotliner

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Hún er svakalega flott. Til hamingju nafni :)
Kv.
Gústi
Svara