Síða 30 af 31

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 1. Jún. 2014 23:07:30
eftir Böðvar
Ég skoða oft þennan smíðaþráð af áhuga, þó ég sé ekki alltaf að kommenta á það sem þið eruð að smíða, en þið eruð bara flottir.

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 16. Jún. 2014 10:43:36
eftir jons
Mér finnst við hæfi að árétta það að ávallt skuli nota viðeigandi öryggisbúnað þegar unnið er með stórvirkar vinnuvélar. Þessi meginregla er ávallt í hávegum höfð á Smíðará, en þegar Árni fer af stað tökum við hins vegar viljann fyrir verkið.

Mynd

Árni fullyrti að þetta hefði verið staðalbúnaður í Kíselverksmiðjunni í Mývatnssveit í gamla daga, en mér finnst þetta þó líkara redneck útgáfu af plágugrímu.

Mynd

Mummi

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 3. Júl. 2014 11:50:26
eftir Patróni
[quote=Árni H]Kínamótor #3 rann saman í gærkvöldi - nú er bara eftir að skrúfa utaná hann blöndung, púst og kveikju. Ég get bara mælt með svona "kit mótorum", það er býsna gaman að föndra við þetta :)
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 8457_0.jpg[/quote]
Hef verið að skoða álíka mótora þá frá þeim gárungum í Hobbyking svona til framtíðar smíðaverkaefna,Er nokkuð að þessum maskínum eru þetta ekki bara fínustu mótorar?

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 3. Jan. 2016 17:10:15
eftir Árni H
Jæja, þá er best að fara í gang aftur eftir nokkra pásu frá smíðum. Ég heilsaði upp á gamlan Fokkerkunningja og límdi hallastýrin á sína staði. Þá ætti að vera hægt að fara að huga að tækjaísetningu - júhú!

Mynd

Varðandi kínamótora - þá held ég að þetta séu yfirleitt ágætis mótorar, kannski ekki þeir kraftmestu og endingarbestu en ágætir til síns brúks skv. informöntum í heitu löndunum :)

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 3. Jan. 2016 18:29:51
eftir Sverrir
Til lukku! :)

Með þessu áframhaldi verður frumflogið á 10 ára afmælinu! ;)

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 3. Jan. 2016 22:15:31
eftir Flugvelapabbi
Sælir felagar,
hægt gengur þad, eg held ad þad þurfi sagnfræding til ad fjalla um þessa smidi þvi elstu menn muna varla
hvenær þetta verkefni hofst.
en gangi ykkur vel og megi arid nyja vera ykkur gott og anægjulegt til flugs.
Kv
Einar Pall

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 4. Jan. 2016 09:03:26
eftir Árni H
Time flies when you're having fun :D

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 26. Feb. 2017 21:16:36
eftir Árni H
Fokkerinn var dreginn fram í dag og viðstöddum til mikillar furðu var þykkt ryklag á honum. Í dag er staðan sú að verið er að nudda í tækjaísetningu og tengingum. Þetta mjakast... :)

Mynd

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 11. Apr. 2017 12:06:49
eftir Árni H
Hátæknifjöðrunarbúnaði komið fyrir með aðstoð lipurra læknatóla. Þeir voru ekkert að flækja hlutina í fyrra stríði :)

Mynd

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 5. Júl. 2017 01:04:26
eftir Árni H
Minn mótor datt í gang - það er gaman að gangsetja mótor sem maður setti saman sjálfur :)