Smíðaborð og Wayfarer

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Smíðaborð og Wayfarer

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Jæja þá er fyrsta verkefni vetrarins klárt: nýtt smíðaborð. Vantaði betra smíða og vinnuborð í skúrinn, nógu hátt til að standa við og frístandandi þannig að maður gæti komist að frá báðum langhliðum. Gat ekki ákveðið hvar ég kæmi því fyrir og vildi geta frítt gólfpláss svo það endaði á hjólum.
Mynd

100 mm hjól með læsingum á öllum fjórum. Þola 60 kíló hvert.

Pabbi átti slatta af gömlu Dexion hilluefni sem er eins og ofvaxið Mekano. Fullkomið efni til að útbúa grind úr. stærðin réðst nokkuð af lengdunum sem til voru.
Hér er svo útkoman. Þótt það líti ekki út fyrir það þá er borðið mjög stöðugt, sérstaklega þegar hjólunum er læst.
Mynd
Platan er 30 mm spónaplata með 5 umferðum af vatnsþynnanlegu gólflakki.
Borðinu er hægt að renna inn í hornið við hitt vinnuborðið og þá er hægt að koma bíl í skúrinn (ef öllu öðru er komið af gólfinu :))

Svo er að koma Wayfarer smíðinni áfram. Þessi byrjaði sem spýtur í kassa, keyptar í Tómó einhvern tíma þegar ég var að byrja í menntó. Byrjaði fyrst á henni í hitteðfyrravetur og svona lítur hún út núna.
Mynd

Á gólfinu vi. megin sést kleinupotturinn góði sem LiPo batterí eru hlaðin í. Sprautukannan sem hangir á borðinu er með rauðspritti í, alveg ómissandi til að hreinsa feiti og olíu af hverju sem er.
Skúffukassarnir eru gamlar IKEA mubblur. Fínar hirslur.

Nýr Thunder Tiger .46 mótor á að draga Wayfarer-inn. Gert er ráð fyrir að tálga vélarhlífar úr tveimur balsakubbum en ég ætla að snúa honum á hvolf og er að spekúlera í að búa til glertrefjakápu utan um hann. Það verður athyglisvert að prófa. Þarf bara að passa að hann fái nóga kælingu.
Mynd
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
maggikri
Póstar: 5625
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Smíðaborð og Wayfarer

Póstur eftir maggikri »

Sæll Björn

Þarna ertu með ansi skemmtilega vél. Ég á eina slíka. Ég held að 46 Tunder Tiger mótorinn sé algert lámark fyrir þessa vél. Ég er búinn að prófa ýmsa mótora og mótor stærðir í vélinni. OS 60FP mótor hefur komið vel út í henni. 46 mótorinn er líka frekar léttur fyrir þessa vél. Ég er að velta fyrir mér að setja OS-65 LA í mína eða jafnvel OS 70 FS.

Kveðja

Magnús Kristinsson
Flugmódelfélagi Suðurnesja
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smíðaborð og Wayfarer

Póstur eftir Sverrir »

Hérna er mynd af rellunni :)

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Smíðaborð og Wayfarer

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Sæll Maggi, jú ég hlakka heilmikið til að klára þessa.
Ég er nú yfirleitt þeirrar skoðunar að því meiri kraftur, því betra. En það er kannski ekki svo vitlaust að hafa hana meira "raunverulega".

Gömlu tvíþekjurnar voru nú ekki svo kraftmiklar.

Með "léttur" meinarðu væntanlega að hún þurfi blý í nefið með .46 mótornum?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
maggikri
Póstar: 5625
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Smíðaborð og Wayfarer

Póstur eftir maggikri »

Sæll Björn
Ég held nú að Thunder Tigerinn skili henni alveg í loftið. Ég var með GMS-47 í henni á tímabili, þá fannst mér hún ekki hafa næga proppastærð til að fá fulla nýtingu út úr henni, það var nú ekkert mikið auka blý enda var ekki um þann léttleika sem átti við. Hún einhvern veginn samsvarar sér betur með stærri mótor, þar sem þetta er tvíþekja. Vélin sem ég er með er nú orðin gömul, lúin og uppgerð og var eitthvað skemmd þegar ég fékk hana. Ég tildæmis setti nýtt stél á hana sem var af Super Sportser 40 frá Great Planes.

Þetta er náttúrulega heljar mikil og skemmtileg tvíþekja sem flýgur alveg frábærlega vel. Ég prófaði einnig Saito 45 special í hana en hann var alltof lítill en flaug henni samt. Ég endaði síðan á OS-60 FP sem skilaði henni ótrúlega vel og hann samsvaraði sér mjög vel í henni. Ég var að velta því fyrir mér að endurlífga mína og setja í hana OS-65 LA eða 70 four stroke. Hver veit nema að við höldum Wayfarer-flugkomu seinna meir.

Ég hugsa nú að þín vél geti orðið nokkuð skemmtileg enda splunku ný og sjálfsagt verður töluvert léttari.

Kv

Magnús K
Svara