Ercoupe TF-EHA

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Gaui »

Smíðin á Ercoupe er komin í gang aftur og Sverrir spurði mig hvort ég ætlaði ekki að halda áfram að pósta á smíðaþráðinn. Það er erfitt að neita Sverri um nokkurn hlut, sérstaklega þegar hann setur upp dádýrsaugun og biður fallega:

Ég límdi plankana ofan á skrokkinn eins og leiðbeiningarnar segja til um.

Mynd

Nú þarf ég að klára alls konar hluti áður en ég get haldið áfram með skrokkinn, eins og að ná mér í servó og setja stýrisstangir aftur eftir skrokknum.

Ég ákvað að líma saman kubbinn fyrir endann á skrokknum fyrst ég var að vinna við hann. Ég sagaði út þrjá 15mm kubba og límdi þá saman. Mest af þessu verður heflað í burtu seinna:

Mynd

Nú vildi ég byrja á vængnum, en fyrst þurfti ég að ná mér í vængrörin sem þarf til að halda vængendunum á. Ég ákvað að nota heimagerð rör eins og ég hef búið til áður í staðinn fyrir að kaupa þau frá heitu löndunum.

Fyrsta skrefið var að finna heppilegt rör úr þunnu áli eða einhverju svipuðu. Rörið sem ég fann og er nálægt því að vera 7/8" (22mm) eins og sýnt er á teikningunni, var hluti af rúlluskafti sem ég fékk fyrir lítinn pening í Múrbúðinni.

Ég penslaði Vaselíni á rörið og rúllaði einu lagi af bökunarpappír á það. Þetta bæði kemur í veg fyrir að epoxýið festist við rörið og gerir ytra rörið nægilega rúmt fyrir það innra:

Mynd

Næst klippti ég u.þ.b. metra af maskínupappír. Það er best að rúlla þessum pappír upp eins þétt og hægt er áður en maður byrjar, því þá leggst hann betur á rörið. Nú rúllar maður maskínupappírinn upp á rörið og þegar komin er ein umferð og pappírinn liggur vel og þétt að rörinu, þá getur traustur vinur byrjað að pensla epoxý kvoðuna á:

Mynd

Ég notaði Zpoxy Finishing Resin og blandaði 30ml af kvoðu, 30ml af herði og 30ml af rauðspritti. Þetta ætti nokkurn vegin að þekja tæpan metra af maskínupappír. Maður penslar blönduna á pappírinn og lætur hana sogast í hann. Svo rúllar maður rörinu yfir og penslar meira. Þegar epoxýið er búið, þá er afgangurinn bara skorinn af:

Mynd

Til að halda maskínupappírnum á sinum stað, þá er rörið vafið með ódýrustu gerð af málningarlímbandi:

Mynd

Hér er rörið tilbúið undir herslu. Ég flýtti fyrir henni með því að leggja það á einn ofninn í skúrnum.

Mynd

Þegar rörið var búið að sitja á ofninum í sólarhring var mest af límbandinu fjarlægt og ég pússaði yfir það með grófum sandpappír. Til að ná innra rörinu úr þurfti ég að skera u.þ.b. 2 sm af öðrum endanum til að ná tökum á því og svo þurfti bara að toga fast þar til rörið kom út. Til að losna við bökunarpappírinn þá er nóg að ýta honum til öðrum megin og síðan nota innra rörið til að ýta honum út um hinn endann:

Mynd

Hér er mynd af rörunum tveim. Veggþykktin á innra rörinu er um 2mm og þvermál þess er 25mm:

Mynd

Nú gat ég búið til götin í rifin fyrir rörið. Ég byrjaði með því að teikna götin á og síðan bora mörg göt með mjóum bor. Þá gat ég sett pússitromluna á Demelnum mínum í gegn og pússað út í rétt þvermál á gatinu:

Mynd

Svo þræddi ég rifin upp á ytra rörið:

Mynd

Nú get ég byrjað að líma vænginn saman.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Gaui »

Nú er ég búinn með vænginn. Það er ekki mikið sem vest fyrir manni í smíði hans og engin vandamál komu upp. Hér er verið að setja vænginn saman. Ég smíðaði vængendana og miðjuhlutann á sama tíma:

Mynd

Ég er ekki búinn að ná mér í hjólastellin ennþá, en ákvað að gera ráð fyrir þeim í vængmiðjunni. Ég kaupi þau þegar betur árar.

Mynd

Hér er vinstri vængurinn tilbúinn. Takið eftir að búið er að slá öll beinu rifin úr og bara skárifin eftir:

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Gaui »

Ég náði mér í CRRC 26cc mótor fyrir Ercoupe (kannski í stærri kantinum, en ...) og festi hann við eldvegginn:

Mynd

Ég notaði teikningarnar til að finna út hversu þykkur kubbur þyrfti að vera undir mótornum og síðan pússaði ég hann þannig að ég fæ út bæði réttan niðurhalla og hliðartog, eins og sýnt er á teikningunni.:

Mynd

Ég sagaði miðjuna úr kubbnum og opnaði svo eldvegginn til að ná kertahettunni og bensínslöngunum í gegn:

Mynd

Þá gat ég plankað nefið:

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Gaui »

Bráðlega þarf að setja stélið aftan á skrokkinn, en fyrst þarf að líma stél kambana á endana á stél fletinum. Mér fanst að ég yrði að auka límflötinn á milli kamba og flatar og við Mummi duttum niður á lausn þar sem ég útbjó 3mm krossviðartungur sem pössuðu inn í stélflötinn á milli bitanna og gengu inn í kambana að krossviðnum í miðjunni á þeim. Þessar tungur sjá líka til þess að stélkambarnir séu uppréttir:

Mynd

Og hér er annar kamburinn kominn á stélflötinn. Hægt er að sjá hvernig krossviðar tungan situr á milli bitanna og heldur kambinum á sínum stað.

Mynd

Það kemur meira -- bíðið bara.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Gaui »

Og þá að tengingunum. Ég bjó til stýrisstangirnar fyrir hliðarstýrin og tengdi þau saman. Þau virka eins og píanó og hreyfast mikið út en lítið inn, eins og á að vera:

Mynd

(Bæ ðö vei, hér fyrir norðan er píanóið notað bæði fyrir það sem virkar vel -- þetta virkar eins og píanó -- og það sem virkar illa -- þetta virkar ekki frekar en píanó)

Nú pinnaði ég stélið til bráðabirgða á skrokkinn, setti servóin í og bjó til stýrisstangir fyrir bæði hliðar- og hæðarstýri:

Mynd

Þegar límið hafði harðnað þá límdi ég síðasta balsabútinn á stélflötinn:

Mynd

Næst: fleiri plankar á skrokkinn.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Pétur Hjálmars
Póstar: 219
Skráður: 5. Mar. 2005 02:23:49

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Pétur Hjálmars »

Góður Guðjón.. gaman að sjá þessa síðu þína.

Ég vona að þú hafir annað eintak af "gítarnum" góða á Melana 2011 (það væri þá kanski hann virkaði sem píanó,,,,, ekki verra).
Við tökum þá lagið ?
Pétur Hjálmars
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Gaui »

Jæja, ég er búinn að planka skrokkinn (nokkuð sem mér finnst ekki eins skemmtilegt og margt annað en ...) og svo fór ég að pússa hann (og það finnst mér alls ekki gaman). Ég bjó til væng-feringuna og ákvað að setja slummu af microballoons og epoxýi á hana til að pússa niður í slétt, en svoleiðis hef ég gert margoft og aldrei verið vandræði. Í þetta sinn notaði ég microballoons sem Árni og Mummi sníktu út úr bátasmiðju hér í bæ. Sullið var undarlegt að sjá þegar ég var búinn að blanda saman epoxýinu og duftinu, svona hor-grænt að sjá, en ekki hvítt eins og venjulega. Ég ákvað samt að nota þetta -- STÓR MISTÖK !!

Eftir að epoxýið harðnaði kom í ljós að þetta var grjót-hart. Sko, hart eins og grjót !!! Þetta var svo hart að meira að segja pússitromlan á Dremlinum var í vandræðum með það. Það tók mig heillangan tíma, en mér tókst að grafa megnið af því í burtu, enda var enginn séns að ég gæti pússað þetta með venjulegum sandpappír

Og þá ákvað ég að nota fylliefni sem ég gæti pússað: Gifsplötusparsl. Það er hræódýrt, auðvelt að dreyfa því, þornar fljótt og draumur að pússa það.

Mynd

Á meðan sparslið þornaði setti ég glerfíber dúk neðan á stélið.

Mynd

Meira síðar.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Gaui »

Smíðin á Ercoupe gengur hægt, enda er einhver Fjóishausgur að þvælast fyrir. Mér tókst þó að setja aftari hluta flugstjórnarklefans á:

Mynd

Ég er byrjaður að búa til innvolsið í klefann og segi frá því síðar.
:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Árni H »

Gaui er byrjaður að innrétta Ercoupe enda kominn upp úr fjóshaugnum:

Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstur eftir Gaui »

Það er komið aðeins meira síðan Árni gerði þetta vídeó. Ég er búinn að þekja innviði flugmannsklefans með plasti og búinn að skera afturgluggana úr. Síðan er ég byrjaður að búa til mælaborðið. Sem betur fer var lítið um mæla í fyrstu útgáfum þessarar flugvélar:

Mynd

Svo fer að líða að því að ég setji glefíber á miðjuhluta vængsins, en fyrst þurfti ég að láta botnpönnuna undir hann:

Mynd

Þetta gengur afskaplega hægt :cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara