Nýja vélin mín

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
HjorturG
Póstar: 188
Skráður: 15. Apr. 2005 17:01:03

Re: Nýja vélin mín

Póstur eftir HjorturG »

Hey, ég var að fá nýja vél um daginn, splúnkunýjan Yak-54 frá YT International!!!! Hef aldrei séð annað eins, gæðin í þessu eru ÓTRÚLEG!!!!!!!!!!! Allur skrokkurinn ekki nema 3,729 kg!!!!! Hún þarf 50cc bensínmótor sem er reyndar á leiðinni (DA-50-R) og svo reynir maður að skrapa saman pening fyrir restinni, lithium-ion batteríum og svona... Klæðningin er ótrúleg, allt eins og það á að vera... Góð útslög á stýrifletunum líka :D :D :D
Vænghafið er 85" eða 2.16,5 m, carbon væng- og stéltúba, two-piece vængir og hæðarstýri.... Veit ekki hvað ég get sagt meira, læt bara myndirnar sjá um restina.... Reyndar vill YT ekki sýna myndir af henni strax, en þetta er núna mín vél og ég geri bara það sem ég vill!!! Hana nú!!!!!! :D :D :D

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Nýja vélin mín

Póstur eftir Ingþór »

heeheeheee! geeeeegjað!
Til hamingju :D

þú ferð varlega er það ekki? ;)
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Nýja vélin mín

Póstur eftir Sverrir »

Já hún er flott, til hamingju með þetta gamli minn, ég gæti nú alltaf ritskoðað myndirnar ;)

Mest hissa að þú hafir fengið að setja hana ofan á flygilinn :P
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Nýja vélin mín

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Sverrir]Mest hissa að þú hafir fengið að setja hana ofan á flygilinn :P[/quote]
Hver segir hann hafi fengið það??? Hjörtur: Eins gott að mamma þín sjái ekki þessa mynd :mad: :rolleyes:
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Nýja vélin mín

Póstur eftir Agust »

Vá!

Það er gott að eiga góða og skilningsríka konu... Eða mömmu ?!?

Allavega þyrði ég ekki að setja svonalagað oná flygililinn heima. Ég nota bílskúrinn fyrir svona vélabrögð.

Var mamma þín ekki heima þegar myndin var tekin? Hvar var pabbinn? Hefur hann skiling á svona fíkn? Samsæri?

Í alvöru talað, hvar fæst svona gripur og hvað kostar hann?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Nýja vélin mín

Póstur eftir Sverrir »

modelexpress.is, nánar tiltekið, annars veistu að verðin eru aldrei gefin upp á opinberum vettvangi af tillitssemi við aðstandendur :rolleyes:
Nógu slæmt að þeir fái áfall yfir flyglinum ;)

Fljótlegast að hringja beint í Þröst.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
HjorturG
Póstar: 188
Skráður: 15. Apr. 2005 17:01:03

Re: Nýja vélin mín

Póstur eftir HjorturG »

Haha, já hringja bara beint í Þröst, en hann Biggi yrði nú smá fúll ef Ágúst mundi kaupa hina, hann er að reyna að spara fyrir hinni :D
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Nýja vélin mín

Póstur eftir Agust »

Þegar ég var ungur og að byrja í módelflugi var Jón Pé í Tómó svo hugulsamur að vera ætíð með verðmiðabyssuna á lofti. Hann hikaði ekki við að skjóta nýjum verðmiða á kassann sem við, hugulsamir eigimennirnir, fórum með heim. Hér á borðinu mínu er einn safngripur frá Hirtenberger Patronenfabrik (skotfæraverksmiðjan í Hirtenberg) , sem á ættir sínar að rekja til Jóns Pé. (Jón er fjarskyldur Lindu Pé). Þetta er fyrsti flugmódel-fjórgengismótorinn sem fluttur var til landsins, HP-21 "Made in Austria". Hann hefði aldrei verið fluttur inn án hjálpar verðmiðalímbyssunnar.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Nýja vélin mín

Póstur eftir Sverrir »

Sé fyrir mér nýjan lið hérna á vefnum... „Játningar flugmódelmanna“
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Nýja vélin mín

Póstur eftir Þórir T »

Á til í fórum mínum líklega 2-3 verðlímmiðabyssur (úff ekkert smá orð) getur verið mjööög hentugt
þegar verið er að endurbæta flóruna, og maður vill halda friðinn.
skoða öll tilboð ef einhver vill einfaldlega redda svona hlutum sjálfur.

mbk
Tóti

ps já ég veit Sverrir að þetta ætti að vera frekar í smáauglýsingunum, en mér þótti þetta meira viðeigandi hér..
Svara