Smíðaverkefni

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
ErlingJ
Póstar: 216
Skráður: 20. Des. 2005 09:12:32

Re: Smíðaverkefni

Póstur eftir ErlingJ »

sælir
Er ekki tilvalið að vera með dálk undir smíðaverkefni????????
herna er allavegana mitt verkefni (láááánnngggttttííímmmaaa verkefni)
búnn að dunda í 2 ár
þetta á að vera F4U corser í 1:5 skali vænghaff 2,38 m
eina vandamálið er að hjólabúnaðurinn og mótorinn eru svo dýrir
að ég verð að vera leingi að smíða meðan ég safna peningum :)


Mynd
Mynd
Mynd
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11429
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smíðaverkefni

Póstur eftir Sverrir »

Ég er með eitt lítið verkefni í gangi núna en það er FW-190A með rúmlega 110 cm vænghafi og 25 mótor. Mynd 1.

Svo er líka ein Stuka frá Great Planes sem bíður eftir því að ég gangi frá rafeindabúnaðinum í hana (líka hægt að sjá hana efst til hægri á þessari síðu ;) ). Mynd 2.

Annars eru miklar pælingar í gangi þessa dagana um smíðaverkefni til að vinna í vetur og fer vonandi að sjá fyrir endann á þeim. Smellið á myndirnar til að fá stærri útgáfu af þeim.

Mynd 1
Mynd

Mynd 2
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
ErlingJ
Póstar: 216
Skráður: 20. Des. 2005 09:12:32

Re: Smíðaverkefni

Póstur eftir ErlingJ »

hvað er þetta??? er eingin að smíða neitt eða eiga menn ekki myndavélar.
Má vera það sem menn eru að laga þarf ekki að vera nýsmíði.
KOMA SVO !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
reinum að sína hvað við erum að brasa í skúrnum eða hobby herberginu.
Þetta á að vera til gamans
Kveðja
Erling J
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11429
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smíðaverkefni

Póstur eftir Sverrir »

Jæja er ekki kominn tími til að pósta einhverju hérna ;)

Ég startaði nýju smíðaverkefni eftir að rafmagnsbakterían beit mig í rassinn um daginn,
sjá nánar á http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?pid=197
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
ErlingJ
Póstar: 216
Skráður: 20. Des. 2005 09:12:32

Re: Smíðaverkefni

Póstur eftir ErlingJ »

þetta líst mér vel á og mætu fleiri vakna til lífsins :)
og sverrir pósta myndum hér inn af gangi mála
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11429
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smíðaverkefni

Póstur eftir Sverrir »

Staðinn í dag er nokkurn veginn svona fyrir utan að þarna á eftir að taka saman stélenda og framenda, stefnan er sett á að gera meira í kvöld, seinni myndin er af innihaldi kassans.

Mynd Mynd
Hægt að smella á myndir til að sjá stærri útgáfu

Svo er líka smá update af Stukunni en ég tók mig til um daginn og réðst á greyið þannig að núna á bara eftir að festa servóin fyrir hallastýrin og smíða lok yfir þau og þá er vélin nánast tilbúinn og búið er að programma allar mixeringar í fjarstýringunni.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
ErlingJ
Póstar: 216
Skráður: 20. Des. 2005 09:12:32

Re: Smíðaverkefni

Póstur eftir ErlingJ »

hvað kostar þessi gripur með öllu bateri, motor, serfo og motagara
hvað er vænghafið
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11429
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smíðaverkefni

Póstur eftir Sverrir »

Crossfire kostar £58.75 sem gerir £50 til útflutnings en ég borgaði með sendingarkostnaði £65, ekkert borgað af þar sem þetta var gjöf annars fer þetta upp í £89 + 350kr í tollskýrslukostnað til póstsins(umreikna ekki út af breytilegu gengi). Rafhlöður kosta frá ca. 3500, mótor frá 1300, servó frá 2500, hraðstillir frá 4000, móttakari... tja fer bara eftir því hvað þú notar. Þessar tölur flakka svo fram og til baka eftir því hvað/hvar þú verslar.

Vænghaf 138,4 cm

Hjá mér er þetta e-ð á þessa leið
Kit 7.800
Rafhlaða 3.600
Mótor 1.400
Servó 5.000 (gæti farið í 7.500)
Hraðastillir 4.000
Móttakari 2.400

Samtals 24.200

En þar sem ég átti talsvert til af dótinu þá liggur við að einu útgjöldin séu í rafhlöðum, mótor og vélinni. Svo má ekki gleyma því að til að hlaða rafhlöðurnar þá þarf hleðslutæki (7+ cellur) en þau má fá frá 3.500 hjá modex ef minnið svíkur mig ekki þeimur meira.

Vona að þetta svari spurningunum. :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
ErlingJ
Póstar: 216
Skráður: 20. Des. 2005 09:12:32

Re: Smíðaverkefni

Póstur eftir ErlingJ »

Sælir
hérna er það nýjasta E-HAWK 2000

Mynd

Mynd

ætli ég sé komin með RAFMAGNSBAKTERÍJUNA :D
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11429
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smíðaverkefni

Póstur eftir Sverrir »

Glæsileg vél :)

Smá framþróun í smíðinni á Xfire, http://frettavefur.net/smidadagbok/Xfire/

Lítur út fyrir að það verði tvær Xfire á svæðinu í sumar,
Guðjón Halldórsson er líka að smíða eitt stykki.
Icelandic Volcano Yeti
Svara