4 hreyfla þyrla - Quadcopter

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter

Póstur eftir Sverrir »

[quote=hrafnkell]Ég veit ekki einusinni hvar þessir vellir eru :)[/quote]
Vesgú > http://frettavefur.net/kort :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter

Póstur eftir hrafnkell »

Smá myndband, klippt í flýti og smá brotlending í endann. Flughæfileikar í lágmarki en þetta er allt að koma :)


(Myndbandið er processing en ætti að detta inn eftir nokkrar mín)
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter

Póstur eftir Sverrir »

Ekki slæmt! :cool:
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter

Póstur eftir hrafnkell »

Já gaman að þessu :) Mæli með að velja hærri gæði á videoinu - þá verða gæðin aðeins þolanlegri.
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter

Póstur eftir hrafnkell »

Jæja 2 árum seinna og ég er byrjaður að fikta í þessu aftur. Var alltaf planið að vinna í þessu seinasta sumar, en ekkert varð úr því... Og í sumar, en ekkert varð úr því heldur. Ekki seinna vænna en að fikta í þessu núna :)

Er með kk2.0 borð í þyrlinum núna, uþb 47cm á milli mótora:
Mynd
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter

Póstur eftir hrafnkell »

Smellti mér í að gera nýjan ramma, "gamli" var óþarflega laus í sér...

Teiknaði miðplötuna í sketchup, prentaði út í 1:1 og límdi á álplötu til þess að aðstoða við staðsetningu á götum o.fl.
Mynd

Flassaði líka ESC með nýju firmware, sem á að henta mun betur fyrir fjölþyrla

Lóðaði þetta á servoin til þess að geta flassað þau
Mynd

Kroppaði svo límmiðana af og setti á kæliplöturnar, pakkaði svo inn í glæra herpihólka
Mynd

Lítur nokkuð vel út finnst mér bara! Verður athyglisvert að sjá hvort/hvernig þetta virkar.
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter

Póstur eftir Jónas J »

Já þetta lítur bara mjög vel út hjá þér ;) verður gaman að fylgjast með framhaldinu.
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter

Póstur eftir hrafnkell »

Fokk. Setti óvart útgáfu af firmware síðan í janúar. Opnaði allar hraðastýringarnar (aftur!), flashaði aftur og skipti um power snúrur í leiðinni - vantaði að hafa þær nokkrum cm lengri. Vonandi engar kaldar lóðningar þar sem eiga eftir að stríða mér :)

Mynd
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter

Póstur eftir einarak »

Snjallt, hvernig breytast esc-arnir við nýja firmware-ið?
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter

Póstur eftir hrafnkell »

[quote=einarak]Snjallt, hvernig breytast esc-arnir við nýja firmware-ið?[/quote]

Minni filtering á signali frá tölvunni sem stýrir quadinum. Þannig skila skipanir sér fljótar og stýringin getur brugðist betur við. Einnig hærra refresh rate skilst mér, en ég hugsa að filteringin sé aðal málið. Fólk talar um að geta hækkað gain umtalsvert með nýju firmware án þess að fá sveiflur (oscillations) í þyrilinn. Sem þýðir að hann bregst fljótar og betur við inputti frá stjórnanda.

Ég stefni á því að púsla þessu saman um helgina og jafnvel ná að prufufljúga...
Svara