Smíðar á syðrafelli

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
knutur
Póstar: 49
Skráður: 15. Feb. 2006 23:52:57

Re: Smíðar á syðrafelli

Póstur eftir knutur »

Það var góð stemming á syðrafelli í skúrnum hjá Þresti þegar tveir sunnan menn Sverrir og Moez mættu í páska fríinu sínu.
Það var flogið þyrlum, flugvélum og í lok dags opnaður einn cerveza og félagarnir byrjuðu að setja samann Ultrafly Sukhoi SU-27 EP Jet, http://modelexpress.is/ :cool:
Og gátu félagarnir ekki slitið sig frá verkefninu fyrr en búið var,sem stóð eitthvað frammeftir nóttu :)

Eins og þið sjáið er myndin í sama fókus og við þegar leið á kvöldið :)

Mynd
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Smíðar á syðrafelli

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=knuturgh]... og í lok dags opnaður einn cerveza ...[/quote]
Einn!!! og þú ætlast til að við trúum þessu? :D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smíðar á syðrafelli

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Björn G Leifsson][quote=knuturgh]... og í lok dags opnaður einn cerveza ...[/quote]
Einn!!! og þú ætlast til að við trúum þessu? :D[/quote]
Það vantaði ekki viljann en þar sem við vorum svo uppteknir í samsetningu þá höfðu óprúttnir „sveitamenn“ komist í mjöðinn og klárað hann. :(


Hins vegar var þessi loksins kláruð í dag eftir smá hlé frá smíðum.
Mynd

Og svo var flogið áðan.
Mynd

Frábærlega skemmtileg flugvél :D Hraðskreið, rennileg og flýgur eins og á teini.
Henni var flogið á low rate, ca. 15% hreyfingar og var hún mjög vökul á þeirri stillingu.
Ekki var hægt að kvarta yfir verðinu, 13.900 með brushless mótor beint af kúnni.
Í henni er 2100mAh 11.1V LiPo rafhlaða sem dugir... ;)

Helstu tölur:
* Wingspan: 26.4 in (670mm)
* Wing Area: 152 sq in (9.8dm2)
* Weight: 22 oz (620g)
* Length: 35.8 in (910mm)
* Includes: motor, 3:1 ratio gearbox, APC prop
* Requires: 4-channel radio w/3 micro servos, ESC (20A min.), 10-cell NiMH or 3S 11.1V 1200mAh Lithium-Polymer battery, charger

Reyndar er þetta það fullkomin vél að ástæða þótti til að setja nýjan radar í vélina til að nýta hana sem best :D
Mynd

Kastarinn mikli frá Kashmír.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smíðar á syðrafelli

Póstur eftir Sverrir »

Reyndar gleymdi Knútur að nefna það sem mér þótti nú með flottari þyrlum sem ég hef séð en það er Swift rafmagnsþyrla frá Century.
Hægt er að láta hraðastillinn ræsir hana upp í svokölluðu „soft-start“ og nær full skala túrbínuþyrlum er varla hægt að komast án þess að fá sér túrbínu í módelið.
Sjá smá vídeó hér http://frettavefur.net/video/swift_spoolup.wmv , þið sjáið kannski að stélið kastast aðeins til en það var nú víst bara stillingaratriði.

Ef maður væri þyrlukall þá hefði sjálfsagt verið splæst í eina svona ;)

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smíðar á syðrafelli

Póstur eftir Sverrir »

Tvær flugmyndir í viðbót :)

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Smíðar á syðrafelli

Póstur eftir Ingþór »

wow.... þessi síðasta er TÖFF!
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Svara