Síða 1 af 2

Re: Edge 540T

Póstað: 17. Maí. 2006 13:00:11
eftir Árni H
Bara til að halda spjallinu gangandi - að vísu þori ég varla að sýna þetta hérna innan um smíðafrásagnir Gumma!

Þetta er vél sem ég er búinn að vera að dunda mér við öðru hvoru síðustu mánuðina og er að verða klár
að frátöldum smávægilegum truflunum í blöndung. Þetta er Edge 540T sem ég keypti á útsölu hjá Þresti fyrir
löngu síðan. Trúlega vildi hana enginn vegna útlitsins en því ætla ég ekki að breyta fyrr en ég sé að hún
fljúgi sæmilega.

Mótorinn er Irvine 150 með onboard glow frá vinum mínum hjá http://www.justengines.unseen.org/ og innvolsið annars frá JR.

Það mætti segja mér að bensínsalar kættust þegar ég fer að nota þetta dýrindi :) A.m.k. fer álíka mikið í startið
á þessari vél og á heilum degi með .25 vélinni sem ég notaði til upprifjunar í vor!

Eru ekki einhverjar fleiri nýjar vélar að bætast í flotann hjá mönnum?

Hérna er vélin án cowlingar á teststandinum góða á Melgerðismelum.

Mynd

Re: Edge 540T

Póstað: 17. Maí. 2006 13:08:50
eftir Messarinn
Góður Árni
nú er bara að klára þetta dæmi svo þú verðir ekki bara með trainer í sumar ;)

Re: Edge 540T

Póstað: 17. Maí. 2006 13:19:51
eftir Sverrir
Lofar góðu, verst að ég finn ekki myndina af þér með „rafsuðuhjálminn“, hún hefði sómt sér vel hérna ;)

Re: Edge 540T

Póstað: 17. Maí. 2006 13:46:34
eftir Messarinn
Árni ertu búinn að fá nýjan blöndung?
það væri næs að fá myndir af mótornum

GH Flugverk

Re: Edge 540T

Póstað: 17. Maí. 2006 14:12:40
eftir Árni H
[quote=Messarinn]Árni ertu búinn að fá nýjan blöndung?
það væri næs að fá myndir af mótornum

GH Flugverk[/quote]
Nei, ég ætla að skoða betur eitt lítið, kringlótt smáatriði áður en ég fæ mér blöndunginn.

Ekki gera grín að trainernum mínum - hann er mesta gæðablóð sem hefur marga fjöruna sopið
í baráttunni við fósturjörðina, járnstaura og malbik. Nú fer hann í "Hall of fame" þaðan sem hann
mun glaður hlýða kallinu ef hans verður þarfnast :)

Re: Edge 540T

Póstað: 18. Maí. 2006 00:04:32
eftir Þórir T
Sælir

Varðandi kommentið á útlitið á vélina, þá hefur mér amk persónulega þótt þetta nokkuð flott schema..
Spurnig hvort að það vanti ekki bara að lita canopyið dökkt eða hreinlega svart. Breytir alveg ótrúlega miklu að mínu mati..

Ertu ekki með 4gengis mótor? þú talar um svo mikla bensíneyðslu...


mbk

Tóti

Re: Edge 540T

Póstað: 18. Maí. 2006 14:11:32
eftir Messarinn
Hvernig væri að fá fleiri myndir af Edge-inum ha?;)

Re: Edge 540T

Póstað: 18. Maí. 2006 14:18:31
eftir Árni H
Sæll Þórir!

Varst þú ekki með svona vél hérna um árið á Melunum? Hvað varð um hana? Varðandi útlitið, þá er það bara
pólitík í mér - búinn að fá yfir mig nóg af hernaðarbrölti, sjálfskipaðri löggæslu, yfirgangi og patriotisma hjá ákveðnum valdamönnum westan hafs. Það er bara mitt álit og verður ekki rætt frekar á hobbývef sem þessum.

Ég hef verið að velta fyrir mér að lita canopíuna - hún er svo skrambi stór og glær eins og hún er. Ég leitaði
að svona reyklituðu spreyi sem live2cruize gæjarnir nota til að lita ljósin hjá sér en hef ekki fundið það
hér í bæ. Í heitu löndunum lita menn canopíur með því að setja fatalit í heitt vatn og dýfa svo canopíunni ofan í. Það
getur verið að ég reyni það ef fyrrnefnt spray finnst ekki í bænum.

Mótorinn er ekki fjórgengismótor, heldur hefðbundinn tvígengisrokkur af bestu breskri gerð svo að ég reikna með
nokkurri bensíneyðslu. Þar að auki er hann nokkuð stærri en módelið er gefið upp fyrir svo að þetta gæti orðið
dálítið athyglisvert :)

Messari - þú verður settur á myndavélina þegar Edgeinn fer að fljúga... þú þarna prakkari...

ÁHH

Re: Edge 540T

Póstað: 18. Maí. 2006 14:37:14
eftir Björn G Leifsson
Svona talandi um eldsneytiseyðslu,,, er einhver hér á landi sem blandar "drykkina sína" sjálfur?
Það er sennilega frekar vonlítið að ná í tréspíra í þessu lögregluríki...

Re: Edge 540T

Póstað: 18. Maí. 2006 15:01:47
eftir Árni H
[quote=Björn G Leifsson]Svona talandi um eldsneytiseyðslu,,, er einhver hér á landi sem blandar "drykkina sína" sjálfur?
Það er sennilega frekar vonlítið að ná í tréspíra í þessu lögregluríki...[/quote]
Ég kannaði þetta fyrir ekki löngu síðan og gafst upp á glímunni við kerfið - því er vægast sagt afar
illa við að menn séu að sulla með svona kokkteila heima hjá sér ;)

Ef maður bara kemst yfir réttu efnin er þetta ekkert mál og það eru margir í heitu löndunum
sem gera þetta víst með góðum árangri.