Skywalker 5.1

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir raRaRa »

[quote=Þórir T]Hvaða lím notaður til að líma plötuna í frauðið, þeas sem mótorinn festist svo á?
Ég er í þvílíku basli með smotterís sendingu frá HK, í henni eru ma adaptorinn og þessháttar... arg...[/quote]

Ég var einmitt í basli með það, ég endaði með því að nota límið sem fylgdi Skywalker. Það virðist duga, en ég er samt alltaf smá hræddur að festingin eigi eftir að losna einn daginn. Ég setti líka trefja límband utanum festinguna til öryggis.

En ég tók mitt fyrsta flug í dag, ég var ótrúlega hræddur að kasta henni á loft þar sem hún var svakalega þung, ábyggilega nálægt 2kg. Vinur minn endaði með því að kasta henni á loft, varla kasta, bara rétt svo sveigja henni áfram og hún fór beinustu leið upp! Sem betur fer fór hún ekki eins og grjót niður, sem ég var mjög hræddur um :)

FPV búnaðurinn var tengdur allan tíman og kom frábærlega út. CE OSD virkaði fínt, sýndi mér Home staðsetninguna o.fl.

Mæli hiklaust með þessari vél ef þið viljið fljúga um rólega og taka flottar myndir :) Reyni að koma með fleiri myndir og myndbönd síðar.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir Sverrir »

Til hamingju!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hehe, Það kemur stundum fyrir að við þykjumstvitalltbeturkallarnir höfum rétt fyrir okkur. Til hamingju með þetta.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 519
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir Eysteinn »

Til hamingju :) ég hlakka til að sjá myndirnar ;)

Kær kveðja,
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir raRaRa »

Nýjar breytingar:

Vee antenna, á enn eftir að ganga frá.
Mynd

Mynd

Tvö XT60 rafmagns inntök sem gera straum í batterí og FPV búnað.
Mynd

GPS reset takkinn.
Mynd

Víra flækjan:
Mynd

Styrkti elevator með carbon ribbon.
Mynd

FPV cameran með GPS ofaná sér.
Mynd
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir Spitfire »

Kassinn utan um myndavélina að sjálfsögðu vel merktur "China Export" :lol: , til hamingju með gripinn, nú viljum við fá myndbönd á Túbuna og ekkert annað :cool:
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
SteinarHugi
Póstar: 35
Skráður: 9. Jún. 2008 11:44:22

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir SteinarHugi »

Sæll, hvaðan pantaðirðu FPV búnaðinn? Þe. sendinn og móttakarann?
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir raRaRa »

@SteinarHugi

Ég keypti þetta sett: http://www.sunsky-online.com/view/13087.htm
Svo seinna keypti ég Lawmate receiver sem er meira vandaður og ætti að virka eitthvað betur (samt örugglega lítill munur).

Btw, mér sýnist boxið vera CE merkt, sem er enn betra ;-)
Mynd
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir Gaui »

Því miður, rarara karlinn minn, það skiptir víst ekki máli hvað er prentað á umbúðirnar, CE merkingin verður að vera á græjunni sjálfri.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir raRaRa »

[quote=Gaui]Því miður, rarara karlinn minn, það skiptir víst ekki máli hvað er prentað á umbúðirnar, CE merkingin verður að vera á græjunni sjálfri.

:cool:[/quote]
Tja, þá hef ég verið heppinn með tollinn :-)

En skv. http://ec.europa.eu/enterprise/policies ... dex_is.htm

Hvar á CE-merkið að vera staðsett?
Merkið á annaðhvort að vera fest á vöruna eða á dagsetningarspjald vörunnar. Þegar það er ekki hægt vegna eðlis vörunnar skal setja CE-merkið á umbúðirnar og/eða fylgiskjöl


Spurning hvort þetta gildir þá? ;P
Svara