Annað CNC skurðarborð, heimagert

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Slindal
Póstar: 58
Skráður: 6. Nóv. 2008 13:12:46

Re: Annað CNC skurðarborð, heimagert

Póstur eftir Slindal »

Til hamingju með grægjuna. Lýst vel á ykkur CNC menn. Er sjálfur búinn að vera að spá í smíði á einni svona.
Þú varst að spá í Depron. Ég á nokkrar plötur af 6mm Depron. ef þú villt er ég til í að láta þig hafa eitthvað af þeim í staðin fyrir fræsingu. Ég var nefnilega að teikna flugvél svona eigin hönnun. Fékk mann til að fræsa fyrir mig hliðarnar en vantar allt annað í hana. Hún er teiknuð í Turbo Cad en ég get vistað hana á ýmsa vegu. Tekur hugbúnaðurinn ekki inn nokkrar gerðir formata? Ef þú hefur áhuga á þessu læturðu mig bara vita.
Passamynd
Pitts boy
Póstar: 140
Skráður: 22. Feb. 2006 13:49:32

Re: Annað CNC skurðarborð, heimagert

Póstur eftir Pitts boy »

Ég hef verið að kaupa Plexiglerið í Akron (Lagerinn þeirra er Gjótuhrauni 3 Hafnarfirði ) (Háborg er því miður ekki lengur til að því ég best veit)

"CNC/CAD/CAM" við verðum bara að vera duglegir að tjá okkur um þessi mál hér þá skutlar vefstjórinn inn sér þræði handa CNC áhuga mönnum :D
Kveðja.
Einar Rúnar Einarsson
Fluggarpur.
Selfossi
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Annað CNC skurðarborð, heimagert

Póstur eftir Sverrir »

Hissa á að engin skuli hafa boðist til að skera eitthvað út gegn svoleiðis greiða... :P ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Annað CNC skurðarborð, heimagert

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ef einhver er að spá í plastplötur þá er ekki vitlaust að fara niður í "Fást" og spyrja eftiir Hauki og segja að ég hafi sent ykkur ;)
Þau eru með mikið úrval og góða þjónustu. Haukur er gamall vinur minn og pabbi hans , Haukur Hlíðberg, var mikill yndæliskarl, flugmaður hjá flugfélaginu og módelflugmaður á sínum efri árum eftir að hann þurfti að hætta að fljúga. Haukur yngri hjálpar ykkur örugglega vel.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Slindal
Póstar: 58
Skráður: 6. Nóv. 2008 13:12:46

Re: Annað CNC skurðarborð, heimagert

Póstur eftir Slindal »

Já ég ætlaði líka að mæla með Hauk í Fást, mikill önvegis maður. Hef verið í sambandi við hann undanfarið útaf líkani af færibandi sem ég er að hanna að smíða þessa dagana. Er búinn að gera frumgerð úr tré en endanleg gerð á að vera úr áli. Það er næsti höfuðverkur að láta skera það út fyrir lítið eða ekki neitt. Þá væri gott að þekkja einhvern góðan CNC mann.
Passamynd
Tryggvistef
Póstar: 20
Skráður: 18. Nóv. 2011 22:10:33

Re: Annað CNC skurðarborð, heimagert

Póstur eftir Tryggvistef »

Það verður smá bið í að ég get farið að fræsa aftur þar sem að mér tókst að grilla brekout borðið í síðustu viku :. Ég er ekki mjög sáttur með gæðin á þessum rafrásum sem að ég hef keypt hjá Probotix þar sem að ég breytti engu frá gömu uppsetningunni, var að gera tilraun til að ganga betur frá rafmagninu. Allavegana gafst ég upp á að nota stýringarnar frá þeim og er búinn að festa kaup á þessu hérna http://www.geckodrive.com/g540-digital- ... -p-39.html . Vonandi að þessi græja sé áreiðanlegri heldur en gömlu græjurnar mínar.
En mig vantar helst ennþá þykkara Depron heldur en 6mm, vantar helst svona 40mm þykkt hafið þið hugmynd um það hvort að það sé til?
Ég hringdi einmitt í Fást um daginn til að spurjast fyrir um verð á plasti, POM er svakalega dýrt en PE-300 var töluvert ódýrar. Mér var sagt að þetta sé sama plastið og í IKEA skurðarbrettum. Hafa menn eitthvað notað þetta plast, hvernig ætli það sé að fræsa það?
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Annað CNC skurðarborð, heimagert

Póstur eftir einarak »

það er örugglega ekkert mál að fræsa það, ég hef fræst í þykka nylon kubba (ekki ósvipað density og svona skurðarbretti) og það skarst einsog smjör
Passamynd
Palmi
Póstar: 63
Skráður: 19. Nóv. 2010 17:24:24

Re: Annað CNC skurðarborð, heimagert

Póstur eftir Palmi »

Hrikalega flott!!! Til hamingju með þetta.
Passamynd
Tryggvistef
Póstar: 20
Skráður: 18. Nóv. 2011 22:10:33

Re: Annað CNC skurðarborð, heimagert

Póstur eftir Tryggvistef »

Takk fyrir það. Jæja það er orðið langt síðan ég setti inn eitthvað varðandi borðið mitt. Er búin að eyða síðu mánuðum í að stilla græjuna rétt, taka út dremelinn fyrir betri fræs og setja upp nýja Gecko driverinn og ég verð að segja að ég er mjög ánægður með hann. Mjög einfalt var að setja hann upp og hefur hann virkað mjög vel.
Það tók mig frekar langann tíma að fá rétta færslu á x-ásinn sem er reimadrifinn. Ástæðan fyrir því er að maður þarf að hafa rétta herslu á reiminni til þess að færslan verði rétt, í fyrsta lagi tók það mig smá tíma að átta mig á því og síðan þurfti maður bara að prófa sig áfram þangað til að maður var sáttur. Nákvæmnin á x-ás er núna um 0,1mm. einhvertímann ætla ég að hanna útfærsluna á því betur fá breiðari og stífari reim auk þess að setja gírun á mótorinn til að fá betri upplausn.
En allavegana læt fylgja hérna nokkrar myndir fyrir þá sem hafa áhuga.
Mynd
Nýji Gecko driverinn, á ennþá eftir að koma honum einhversstaðar fyrir varanlega en þetta er töluvert snyrtilegra en áður. Mæli klárlega með því að þeir sem eru að spá í að fara að smíða sér græju að fá sér þetta stykki, þarna ertu með breakout borðið og fjóra drivera fyrir stepper mótorana.
Mynd
Miklu betri fræs heldur en dremelinn og auk þess minni læti.
Mynd

Mynd

Mynd
Er líka búinn að setja limit og home switch á alla ása núna.
Mynd
Hér er síðan eitt stykki sem að ég fræsti eftir nýju uppsetninguna.

Núna er ég að vinna að öðru verkefni og pósta myndum af því bráðlega, búinn að vera fræsa hluti í það á fullu síðustu daga.

p.s. Ég er búinn að komast að því hvað það var sem að olli því að gamla breakout borðið mitt grillaðist. Ég setti rofa DC megin á power supplyið sem er stranglega bannað, þetta veldur einhversskonar höggi á rafrásirnar þegar kveikt er. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt og rafmagnið hefur kannski aldrei verið mín sterkasta hlið:)
Passamynd
Tryggvistef
Póstar: 20
Skráður: 18. Nóv. 2011 22:10:33

Re: Annað CNC skurðarborð, heimagert

Póstur eftir Tryggvistef »

Sælir

Lítið hefur gerst í fræsmálum síðustu mánuðina enda fór sumarið að mestu í smíði, prófanir og flug á quadrocopter sem að ég smíðaði mér með fræsnum. Ákvað að deila hérna nokkrum myndum frá smíðinni af þyrlynni. Þyrlan var öll gerð úr carbon fiber efni sem að ég keypti gegnum hobbyking.

Mynd
Hér að ofan má sjá aðalplötuna sem tengir allt saman, batterýið festist síðan á halann til að balancera fyrir gopro vélinni.
Mynd
Hér er síðan neðri aðalplatan.
Mynd
Hér eru síðan klemmurnar fyrir armana, fjögur stykki á hvorn arm og síðan fjögur stykki til að festa mótorinn við arminn. Þessar klemmur gerði ég úr 6mm PE plasti.
Mynd
Hér eru síðan fæturnir á quadinn. Þeir voru aðeins of veikbyggðir og brotnuðu allir í sumar þó að ég hafði fræst nokkra aukalega. Næstu verða þykkari og búinn að minnka aðeins götin. Fyrir aftan þá eru síðan neðri plöturnar sem að festa mótorana.
Mynd
Hér eru síðan efri plöturnar sem að mótorarnir skrúfast á. Hálfhringurinn á endanum er síðan til að verja vírana frá mótorunum.
Mynd
Hér er síðan þyrlan komin saman.
Mynd
og hér eru mótorarnir komnir á slatti af vírum þarna
Mynd
og alveg fullt meira af vírum.
Mynd
Hér er síðan þyrlan tilbúin fyrir fyrsta flugið. Hellingur af vírum og það reyndist ansi erfitt að koma raftækjunum fyrir og hún var ekkert sérstaklega clean þegar allt var komið á.

Ég gerði aukasett af öllu þar sem að ég bjóst við því að ég mundi brotlenda mikið sem varð líka raunin. Það kom mér samt á óvart að aldrei brotnaði neitt nema fæturnir. Margir fóru í fyrstu flugunum en síðan þegar ég var komin með ágætis stjórn þá urðu lendingarna nógu og góðar þannig að fleiri brotunuðu ekki. Það var ekki fyrr en seinnipart sumars sem að ég prófaði FPV og þá brotnaði restin. En með því að spelka þá saman þá virkuðu þeir ágætlega :)

Eru margir að græja sér svona fjölspaða þyrlur (multicopter)?

Hvað er annars að frétta af fræsmálum hjá öðrum? Menn búnir að bæta eitthvað fræsana sína?
Svara