CARF Ultra Flash

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Ultra Flash

Póstur eftir Sverrir »

Mynd

Mynd
Ultra Flash í Danmörku haustið 2011.


Svo sem ekkert nýtt hér á ferð en það er alltaf gaman að eiga smíðasöguna á góðum stað. Það er svo aftur á móti annað mál hvort það eigi að kalla þetta smíði þar sem þetta er nánast eingöngu ísetningavinna en það verður þó eitthvað um breytingar frá handbókinni.

Flash er búin að vera á listanum í nokkurn tíma og eftir langar og strangar samningaviðræður síðasta vor þá varð það úr að ég fékk Ultra Flash á alltof góðu verði í gegnum Evrópuútibú Fréttavefsins (takk Frikki). Kemur hún í staðin fyrir Eurosport sem staldraði alltof stutt við. Hjólastellið úr Eurosport var selt til Bretlands og dekkaði nánast alla íhlutina sem keyptir voru svo útgjöldin voru ekki það há. Keypti 10 servó úr 200 servóa pöntun með þotumönnum í Danaveldi og fengust þau þá á rétt rúmlega hálfvirði.

„Gamli“ góði P160SX verður settur í hana svo það kitlar dálítið að klára hana áður en Ali kemur í heimsókn því það er rosalegt að fylgjast með henni á útopnu og dálítið erfitt að gera það þegar maður heldur sjálfur um pinnana.

En nóg um það, snúum okkur fyrst að stélinu!

Þurfti að hækka servóin(DES 707) aðeins upp!
Mynd

Engin ástæða til að finna hjólið upp aftur. ;)
Mynd

Lítur vel út, það þurfti að taka aðeins af efra byrði vængskinnsins að innan svo servólokin sætu rétt.
Mynd

Gat í gegn og grommet ásamt læsanlegu tengi(Ashlok/Molex).
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Ultra Flash

Póstur eftir Sverrir »

Til að fá legginn aðeins beinni þarf að dýpka raufina sem pinninn situr í.
Mynd

Þetta ætti að duga.
Mynd

Setja þurfti lista undir hjólastellið til að lyfta því aðeins upp.
Mynd

Þá þurfti að snara úr bodýinu á retract-inu og fjárfesta í undirsinkuðum skrúfum svo lokið kæmist yfir.
Mynd

Svo var komið að stóru stundinni, fyrsta skiptið á eigin fótum!
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Fridrik
Póstar: 119
Skráður: 25. Okt. 2007 21:10:28

Re: CARF Ultra Flash

Póstur eftir Fridrik »

Nohhh bara alveins og míns
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Ultra Flash

Póstur eftir Sverrir »

Segðu! ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Ultra Flash

Póstur eftir Sverrir »

Lúgan fyrir vængservóin og hjólabúnaðinn er sama stykkið en það er fullmikið að þurfa að aftengja hallastýri og flapa til að geta fylgst með hjólabúnaðinum svo ég ákvað að skera lúguna í sundur.
Mynd

Voila
Mynd

Servótengi úr væng.
Mynd

Servósnúrurnar liggja í hitaþolnum börkum fram hjá mótornum og útblásturspípunni.
Mynd

Tilvonandi tækjaplata.
Mynd

Fóðringar í NACA op, ekki alveg jafn vísindalegt og hjá NASA. ;)
Mynd

Komið á sinn stað.
Mynd

Hnoð, old skúl stæl.
Mynd

Allt komið á sinn stað.
Mynd

Keramik motta til að draga úr hitanum í kringum stélið.
Mynd

En hvað er að gerast hér?
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: CARF Ultra Flash

Póstur eftir Messarinn »

Flottur Sverrir
hvað pumpaðir þú mörg pund áður en slangan spíttist af?

GH
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: CARF Ultra Flash

Póstur eftir einarak »

[quote=Sverrir]
En hvað er að gerast hér?
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 757669.jpg[/quote]

Infinite loop!
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 903
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: CARF Ultra Flash

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Þarna er þrýstiprófun í gangi.
Kv.
Gústi
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Ultra Flash

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Messarinn]hvað pumpaðir þú mörg pund áður en slangan spíttist af?[/quote]
Hún hélt 120 psi í 10 mínútur svo ég lét það duga. :D

[quote=einarak]Infinite loop![/quote]
Já veistu, ég er búinn að prófa og það virðist ekki virka af einhverjum ástæðum!? :/

[quote=Ágúst Borgþórsson]Þarna er þrýstiprófun í gangi.[/quote]
Gústi kannast greinilega við svona aðfarir. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Palmi
Póstar: 63
Skráður: 19. Nóv. 2010 17:24:24

Re: CARF Ultra Flash

Póstur eftir Palmi »

Djo...er þetta flott!
Svara