In memoriam: Cap 232

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: In memoriam: Cap 232

Póstur eftir Agust »

Mér þykir miður að tilkynna að mín kæra Kyosho Cap 232 hefur flogið sitt síðasta flug.


Flugvélin er búin að þjóna mér vel síðan 1997 og hefur verið flogið gríðarlega mikið. Fyrir skömmu laskaðist framendinn á henni þegar mótor stöðvaðist skyndilega í aðflugi og hún náði ekki inn á braut. Í ljós kom að balsinn umhverfis eldvegg og tank var orðinn gegnsósa af olíu, þannig að illa gekk að líma. Það má segja að hún hafi verið södd lífdaga þegar servó og önnur líffæri voru fjarlægð. Nú standa yfir líffæraflutningar í aðrar flugvélar.

Brjóstgóða flugkonan hefur tekið sæti í H9 Funtana 40 / Saito 82FS.
H9 Ultra Stick 40 / OS 72FS fær mótor, servó o.fl.


Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: In memoriam: Cap 232

Póstur eftir Árni H »

[quote=Agust]Mér þykir miður að tilkynna að mín kæra Kyosho Cap 232 hefur flogið sitt síðasta flug.


Flugvélin er búin að þjóna mér vel síðan 1997 og hefur verið flogið gríðarlega mikið. Fyrir skömmu laskaðist framendinn á henni þegar mótor stöðvaðist skyndilega í aðflugi og hún náði ekki inn á braut. Í ljós kom að balsinn umhverfis eldvegg og tank var orðinn gegnsósa af olíu, þannig að illa gekk að líma. Það má segja að hún hafi verið södd lífdaga þegar servó og önnur líffæri voru fjarlægð. Nú standa yfir líffæraflutningar í aðrar flugvélar.

Brjóstgóða flugkonan hefur tekið sæti í H9 Funtana 40 / Saito 82FS.
H9 Ultra Stick 40 / OS 72FS fær mótor, servó o.fl.


https://spjall.frettavefur.net/myndir/1157969584.jpg[/quote]
Ak ja, svona er módellífið - þetta er þó óvenjulega langt líf...
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: In memoriam: Cap 232

Póstur eftir Agust »

Þetta kennir mér hve nauðsynlegt er að lakka vel eldvegginn, bæði að framan og aftan, og einnig alla veggi að innanverðu umhverfis tankinn. Annað hvort með epoxy- eða Kjarnalakki. Kjarnalakk er uretan-lakk og þolir (held ég) vel nítróið í eldsneytinu.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: In memoriam: Cap 232

Póstur eftir Sverrir »

Tóti á mína gömlu góðu 232 ;) ;) ;)
Icelandic Volcano Yeti
Svara