Ultra Hots með G62

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Ultra Hots með G62

Póstur eftir Agust »

Sum (mjúk) módel fara stundum í eitthvað sem kallast extreme makeover. Sum flugmódel fara í eins konar endurnýjun lífdaga annað slagið.

Úm 1990 smíðaði ég eftir teikningu í Model Airpalne News módel sem kallast Ultra Hots. Hönnuður er Dan Santich. Hér er einmitt grein frá árinu 1990: http://www.fly-imaa.org/imaa/hfarticles ... -4-14.html
Efnið var að miklu leyti fengið í Húsasmiðjunni. Ég smíðaði vélarhlífina úr trefajgleri.

Það var líklega árið 1992 sem vélin krassaði illa á kvartskalamóti á Sandskeiði. Vélin fór í mask alveg að vængbita og Zenoa G38 eyðilagðist. Ég endursmíðaði vélina og setti G62 í nefið á henni. Ný og stærri vélarhlíf smíðuð.

Aftur laskaðist vélin sumarið 2000 og er ég nýbúinn að laga hana að mestu. Á lítið annað eftir en að setja servó í skrokkinn.

Mynd

Upphaflega var módelið alveg hvítt, en þessi mynd er frá byrjun árs 1992. Mótor Zenoah G38. Myndin tekin á Hamranesi.


Mynd

Hér er búið að endursmíða vélina. Myndin er tekin á gamlársdag 1997 á Hamranesi. Mótor G62.


Mynd

Þessi mynd var tekin í sumar. Hjólastell er nú úr koltrefjum. Maginn hefur stækkað eins og á miðaldra heiðursmönnum, en ég lækkaði gólfið til að hafa betra pláss fyrri stærri bensíngeymi. Skrokkur nýmálaður og ný filma á væng. Mótor Zenoah G62.


Fæst jafnvel sem kit !: http://www.abellrc.com/catalog/ultra_hots_3033631.htm
eða teikning: https://www.rcstore.com/rs/general/list ... &catego=PL

Google: http://www.google.com/search?hl=is&rls= ... ots%22&lr=



.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Ultra Hots með G62

Póstur eftir Árni H »

Flott! Það er greinilega lengi hægt að gera við eftir kröss. Það verður gaman að sjá þessa vél fljúga... :cool:
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Ultra Hots með G62

Póstur eftir Agust »

Flugtog fyrir allmörgum árum


Mynd


Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara