Pitts Special S1-S smíði

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Jæja, smá framför

Efri vængurinn er nú orðinn laus og ég þarf að taka fleiri myndir af honum seinna. Ég er stopp í honum vegna þess að mig vantar 7mm koparrörið sem er festing fyrir flugvírana. Ég pantaði svoleiðis frá Sussex Model Centre, en er ekki búinn að fá þau ennþá.

Ég dúllaði mér við að setja stélhjólið á. Það er sett í gegnum venjulegan tanknippil sem er skrúfaður á stálfjaðrirnar. Síðan er fittingsinn lóðaður á. Með því að setja fínan þurr/blautan sandpappír á milli er hægt að stjórna því að tinið fari ekki þangað sem það á ekki að fara. Meira að segja dekkið er lóðað á, svo ég geri ekki ráð fyrir að það komi til með að detta af á flugi, eins og hefur komið fyrir mig.

Mynd

Ég gekk líka frá vængfestingunm undir efri vænginn. Þær eru skrúfaðar fastar með 3 og 2,5 mm boltum og róm. Aftari festingin sést í gegnum gat á vængnum, þannig að ég mátti ekki setja epoxy á rærnar. Ég gat heldur ekki skipt og sett rær með nælon miðju vegna þess að þetta er 2,5mm og ég á ekki þannig rær. Hér sést fremri festingin til vinstri, sú aftari í miðju með fullt af skrúfulími og til hægri er sú aftari eftir að ég herti að henni.

Mynd

Næsta var að skrúfa neðri vænginn á og setja pinnana í að framan. Ég stillti skrokknum upp á smíðabrettið, tók stellið undan og mældi síðan vænginn á eins nákvæmlega og ég gat. Síðan boraði ég göt fyrir boltana og snitthulsurnar sem fylgja þeim (þetta er fittings eins og maður fær með húsgögnum frá Ikea eða Rúmfatalagernum). Þegar götin voru komin skrúfaði ég boltana í hulsurnar, setti Fix-All á þær og skrúfaði allt saman aftur. Hér sást boltarnir ofanfrá í flugmannsklefanum (þið afsakið gæðin, sem eru engin):

Mynd

Hér eru síðan hulsurnar þaktar með Fix-All. Ég setti Fix-All undir þær áður en ég herti að og makaði síðan því sem ýttist útundan yfir þær.

Mynd

Svo tók við eitthvað það erfiðasta sem ég hef gert í þessu módeli: að gera 10mm göt fyrir vængpinnana. Það var engin leið að koma borvél að, svo ég þurfti að gera það í höndum :/ Á meðan sat vængurinn á skrokknum með farg á sér svo hann hreyfðist ekki:

Mynd

Hér eru svo pinnarnir komnir í:

Mynd

Að lokum setti ég balsa lista með hliðunum á krossviðarsæti sem sitja undir vængnum.

Mynd

Þetta þarf að þorna vel, svo ég geri ekki meira í kvöld.

Sjáumst
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Höldum á, eins og sagt er á Vestfjörðum.

Jæja, þá er rörið komið sem ég skemmdi um daginn og ég gat lóðað rærnar innan í þau og komið þeim fyrir í efri vængnum. Það má alveg nefna það hér að ég pantaði þetta rör frá Sussex Model Centre í Englandi (http://www.sussex-model-centre.co.uk/). Þeir selja það í u.þ.b. meters lengdum, en þegar þeir sendu tvö slík til mín, þá fengu þeir þau í hausinn aftur með þeim ummælum að íslenska póstþjónustan tæki ekki við svo löngum pokkum. Og ég sem hafði nýverið séð auglýsingu frá þeim þar sem starfsmaður póstsins stóð glaður og reifur með innpakkað púströr og pústgrein sem greinilega átti að fara að afhenda heppnum eiganda :mad: . Þeir söguðu rörin í tvennt og sendu mér aftur. Eins gott að ég þurfti ekki alla lengdina.

Hér er mynd af mér sem Árni tók á meðan ég var að lóða. Það er hlýrra í kulda og snjó hér fyrir norðan að vera með smá feld á andlitinu ;)

Mynd

Hér er rörið komið í vænginn og ég get farið að klæða hann með balsa og klára hann. Það hefur nefnilega staðið á þessu til að halda áfram.

Mynd

Hér er klæðningin að skríða á efri vænginn:

Mynd

Ég þurfti líka að setja festingu fyrir hallastýriservó bæði í efri og neðri væng. Hér er allt sem til þarf í efri vænginn, gólf með sérstakri servófestingu á og efri hluti sem á að taka við lokinu.

Mynd

og hérna er þetta komið í. Nú þarf ég bara að klára klæðninguna og síðan búa til snyrtilegt lok.

Mynd

Ég setti líka gólf í hólfið í neðri vængnum þar sem servóið á að koma. Sem betur fer þarf ég ekki að búa til lok á þetta líka.

Mynd

Meira seinna.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Meira núna

Nú er ég er búinn að setja frambrún á vængina, pússa þá til og stilla efri vængnum á sinn stað á stífunum.

Frambrúnin er límd á vængina með trélími og límbandi. (Trélímið fer á milli vængsins og frambrúnalistans og límbandið er notað til að halda listanum á sínum stað á meðan límið þornar, ef einhver var í vafa :) )

Hér er frambrúnin komin á. Títuprjónarnir halda listanum ekki á; þeir eru þarna til að koma í veg fyrir að þeir renni til á meðan ég set límbandið á:

Mynd

Næsta skref er að hefla og pússa listana niður að skinninu á vængnum:

Mynd

Svo er pússað og heflað þangað til rétt lögun er komin. Það er gott að hafa langan pússikubb með grófum pappír til að gera þetta:

Mynd

Það er gott að útbúa mát til að athuga hvort maður er ekki að gera þetta nokkurn vegin rétt. Mátið er gert eftir teikningunni úr 3mm balsa.

Mynd

Ég er núna búinn að vera í tvo daga að stilla efri vænginn á. Stífurnar eru settar á sinn stað með augnboltum sem eru síðan hertir utanfrá. Á teikningunni eru gefin mál fyrir frambrún og afturbrún og ég fór eftir þeim. Ensku leiðbeiningarnar gefa ekki upp sömu mál, en þær þýsku segja manni að fara eftir teikningunni, svo ég gerði það. Eftir að hafa losað, lyft stífunum eða látið þær síga einn og einn millimeter, fest aftur, mælt framan og aftan og frá væng að stélsæti (um það bil fimmtíu sinnum) er festingin loks orðin rétt:

Mynd

Ég hringdi í Þröst og fékk hann til að koma með galdralím sem kallast Hysol og virkar svipað og epoxý, en rennur ekki til á meðan það harðnar og verður ekki alveg grjóthart. Við mixuðum smávegis af því og settum á stýfurnar þar sem þær eru festar á skrokkinn innanverðan:

Mynd

Hér sést hvar Þröstur er að maka þessu skemmtilega lími innan í skrokkinn:

Mynd

Meira seinna.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Jæja, það hefur ýmislegt gerst síðan síðast.

Pittsinn er farinn að taka á sig meiri Pitts mynd. Ég límdi formerana ofan á bakið á honum og batt þá saman með balsaplötu sem er límd ofaná þá. Þetta módel, sem áður virtist svo ferlega lítið, óx um heilan helling við þetta.

Mynd

Ég límdi líka utaná kinnarnar á honum. Balsinn sem kemur utaná er settur síðar, en formið er að koma í ljós:

Mynd

Næst kom stélsætið. Það er gert úr tveim fleygum sem lyfta stélfletinum um 2° að framan.

Mynd

Stífurnar fyrir vænginn eru klæddar með balsalistum sem búið er að gera spor í fyrir vírana. Það er þægilegt að líma þá á sinn stað með epoxi og klemmum, en mig langaði til að koma servósnúrunni fyrir efri vænginn innan í þá líka. Til þess varð ég að skafa úr þeim með útskurðarjárni þar til lítið var eftir nema um hálfur millimetri. Síðan límdi ég annan listann á vírinn með Zappi og lagði vírinn í hann. Þá var auðvelt að smyrja epoxý á báða listana og vírinn og líma þá saman. Á þessari mynd sést hvar ég er búinn að líma á aftari stífuna og er að líma þá fremri með + og - snúrurnar innaní. Signalsnúran fór svo inní skástífuna, þannig að þær mætast efst allar þrjár.

Mynd

Hérna sést betur hvernig snúrurnar koma saman efst á stífunni. Það verður einfalt mál að setja tengi á snúrurnar, tengja það við servóið og ýta því síðan upp í hólf í efri vængnum. Þá sést snúran næstum ekkert. Það sést líka á þessari mynd að ég er búinn að klæða stífurnar með glerfíber og epoxý-kvoðu. Þegar lengra líður set ég smá dellur af P38 efst á stífurnar til að forma þær til.

Mynd

Þá var komið að tanknum. Tankarnir sem Toni Clark selur eru bestu bensíntankar sem hægt er að fá og ég mæli með því að þeir sem eru í bensíninu noti þá. Hér er ég búinn að setja tankinn saman og stilla honum innaní hægri hliðina á skrokknum.

Mynd

En þetta er ekki allt sem ég gerði. Það liggur við að ég skammist mín að segja frá þessu, en ég held að einhver annar geti lært af þessu líka, svo ég læt bara flakka. Í leiðbeiningunum er lýst nákvæmlega hvernig maður á að setja tankinn í skrokkinn og festa hann með ofnum stálvír sem maður útbýr á sérstakan máta til að hann hangi á sínum stað, sama hvað gengur á. Mér datt í hug að reyna að fara eftir þessu og boraði fjögur göt fyrir vírinn á vinstri hliðina, tvö næstum efst og tvö nógu neðarlega til að vera undir tanknum. Gallinn við þetta var að ég var nýbúinn að líma + og - vírana fyrir servóið í efri vængnum upp undir topplistann á hliðinni svo þegar ég boraði efri götin, þá boraði ég beint í gegnum vírana – bæði götin. Ég hefði ekki hitt svona flott þó ég hefði miðað! Nú eru vírarnir bara stuttir og ég þarf fljótlega að lóða við þá framlengingu. Eftir að þetta gerðist tók ég eftir því að tankurinn átti að vera hægra megin og þá límdi ég franska rennilása innaná hliðina. Ég held að þeir fari líka mikið betur með tankinn en mjóir stálvírar.

Nú fékk ég heimsókn. Þröstur og Guðmundur litu við (akúrat þegar ég var búinn að bora í gegnum vírana :( ). Þröstur stóðst ekki mátið að stilla eins miklu af Pittsinum saman eins og hægt var og setja síðan efri vænginn ofaná. Hann verður bara flottur. Pittsinn, það er að segja.

Mynd

Þröstur lét mig hafa servóin sem eiga að vera fyrir hæðarstýrið og ég setti þau á sinn stað:

Mynd

Þetta eru Hitec servó af flottustu gerð og þau eru tvö, hvort í sinni hlið. Ég setti þau rétt nógu framarlega til að þau geti farið í án þess að snertast:

Mynd

Það síðasta sem ég gerði í kvöld var að líma stélflötinn á sinn stað. Til að hann fari rétt á byrjaði ég á því að setja neðri vænginn á. Síðan mældi ég fram og til baka með reglustiku eftir kúnstarinnar reglum þar til stélið sat á réttum stað og límdi síðan með 30mín. epoxi.

Mynd

Ég gerði tvær mælingar til viðbótar: þá fyrri með hallamæli til að sjá hvort stélið vísaði ekki örugglega 2° upp miðað við vænginn; og að síðustu kíkti ég aftanfrá til að sjá hvort flöturinn var ekki alveg láréttur miðað við vænginn. Ég held að hann sé nokkuð réttur:

Mynd

Sjáumst seinna þó síðar verði!
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Sverrir »

Það er ekki að spyrja að því, stórglæsilegt að venju :cool:
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Eins og sést á myndunum af servóunum, þá var ég búinn að taka úr festiplötunni fyrir JR servóum, en síðan lét Þröstur mig fá Hitec. Götin voru þá nokkrum millimetrum of löng. Síðan ég tók myndina er ég búinn að setja smá but af krossviði aftan við servóin þannig að þau hafa sæmilega festu, en hanga ekki bara á lýginni eins og myndin sýnir.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Agust »

Bara ein spurning að sinni...

Hvar fæst galdralímið Hysol ? Fæst það í Húsó eða Býkó?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Sverrir »

Loctite 9462 eða Hysol, er ekki Bílanaust með Loctite umboðið hér heima?
Gætir líka prófað að ræða málið við Þröst.

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Þröstur er/verður með þetta, bæði túpurnar, stútana og handföngin. Það er ekki hægt að ná líminu út úr túpunni nema hafa handfangið (byssuna), en maður getur valið um að hafa blöndustútinn á eða ekki. Hann er því miður einnota, en í staðinn fær maður blandað lím beint á staðinn og þarf ekki að hræra það sjálfur (eins og það getur nú stundum verið erfitt fyrir þreytta smiði :P ).
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Smá meira handa ykkur

Þröstur lét mig hafa heilmikið dót sem á að fara í Pittsinn, og þar á meðal þessi tvö batterý. Ég er búinn að útbúa krossviðarplötur sem halda batteríunum og skrúfa þau á, en síðan þarf ég að finna góðan stað fyrir plöturnar.

Mynd

Skrokkurinn er farinn að taka á sig betri mynd. Hér er ég búinn að setja balsaklæðningu á bakið og byrjaður á framhluta skrokksins. Ég get að vísu ekki lokið því fyrr en ég er búinn að setja þrottluservóið á sinn stað, en þetta er að formast.

Mynd

Hérna er búið að pússa bakið til gróflega og líma stélkambinn á.

Mynd

Hérna er hliðarstýrisservóið og bútarnir sem ég sagaði út til að búa til festingu fyrir það.

Mynd

Hliðarstýrisservóið verður beint undir kallinum, þannig að það verður auðvelt að komast að því með því að losa hann út. Hér er ég búinn að líma servófestinguna saman (afsakið slæman fókus)

Mynd

Það kemur kannski meira á morgun ef ég klára einhvern tíman að fara yfir þessi andsk*** próf ;)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara