Svenson Windy

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Svenson Windy

Póstur eftir Þórir T »

Skemmtileg lesning hjá þér Björn :)
Hitt er annað mál, að fyrsta módelið mitt var einmitt Windy. Smíðuð uppúr teikningum af öðru kitti. Var með OS.25 í henni og var hún mjög spræk þannig. Svo er ég með í mínum fórum cox .15 með "mótorbremsu" sem var í annarri Windy, virkaði ágætlega þar líka. Þetta er skemmtileg vél af þessari stærð að vera, flaug minni fleiri fleiri lítra af djús...
Fermingarpeningarnir mínir fóru í þetta á sínum tíma, þá kostaði minnir mig, allt efni, fjarstýring oþh ca 40þ og þetta var árið 1987. svo reikniði nú :D
Gaman að sjá þetta hér.
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 905
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Svenson Windy

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Þetta var skemmtilegur fróðleikur hjá þér Björn :D
Kv.
Gústi
Passamynd
Gaui
Póstar: 3649
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Svenson Windy

Póstur eftir Gaui »

Það er venjulega aðhalli á vængjum (e. dihedral) og það á sérstaklega við um módel sem ekki eru með hallastýri. Teikningin sýnir að annar vængendinn á að skaga 80 mm upp ef hinn liggur flatur á borðinu. Hins vegar er rótin á vængjunum ekki formuð fyrir þetta:

Mynd

Til að ná því setti ég 40 mm frauðplastkubb undir vængendana (já, ég er nokkuð naskur í reikningi -- það er stærðfræðin sem fer með mig!) og renndi trékubbi með álímdum sandpappír fram og aftur þar til umsaminn halli var kominn.

Mynd

Þessi vængur er alveg flatbotna og þá er hægt að líma hann saman eins og um væri að ræða tvo spýtukubba. Ég bara lagði hann á hvolf á borðið og setti límband á miðjuna. Glæra límbandið er undir rótina því það festist ekki við límið og það gula er til að vængirnir skríði ekki í sundur.

Mynd

Svo blandaði ég um hálfan helling að epoxý lími, opnaði vængrótina og sullaði eins miklu lími á hana og ég gat.

Mynd

Svo stillti ég vængnum á borðið með 40 mm undir hvorn enda og smá farg á miðjunni. Límið sem gubbaðist upp var svo þurrkað í burtu með smá eldhúspappír.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3649
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Svenson Windy

Póstur eftir Gaui »

Nú er límingin orðin hörð og þá er næst að setja glerfíber borða á samskeytin. Í kassanum var metri af glerfíber, sem kostaði 250 kall á sínum tíma.

Ég klippti rétt ríflega það sem þurfti á vænginn og hengdi það á með þungum klemmum sem héldu við borðann:

Mynd

Svo blandaði ég góða klessu af epoxý lími og sullaði henni á borðann.

Mynd

Venjulegt 30 mín. epoxý lím er svo seigt og klístrað að það er ekki möguleiki að koma því í gegnum hann svo vel sé. Þá eru tveir möguileikar til: að þynna epoxýið með rauðspritti eða nota hitabyssu til að hita það. Við það verður það fljótandi, kannski ekki alveg eins og vatn, frekar eins og þykkur appelsínusafi. Þá rennur límið í gegnum borðann, vætir hann í gegn og bindur sig við undirlagið. Ég festi líka smá svamp-bút á stöng til að ýta líminu til. Þegar þetta var komið leit þetta svona út:

Mynd

Nú er bara að bíða eftir að þetta verði grjót hart og þá pússa smá og setja fylliefni yfir svo þetta líti út fyrir að vera slétt.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Svenson Windy

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gaui]
...

Venjulegt 30 mín. epoxý lím er svo seigt og klístrað að það er ekki möguleiki að koma því í gegnum hann svo vel sé. Þá eru tveir möguileikar til: að þynna epoxýið með rauðspritti eða nota hitabyssu til að hita það. Við það verður það fljótandi, kannski ekki alveg eins og vatn, frekar eins og þykkur appelsínusafi. Þá rennur límið í gegnum borðann, vætir hann í gegn og bindur sig við undirlagið.

...

[/quote]

Passa að hita það ekki of mikið heldur.
Við að hita epoxýið þá herðir maður verulega á efnahvarfinu svo það harðnar miklu fyrr. Það verður líka stökkara og þar með brothættara, ekki satt?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3649
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Svenson Windy

Póstur eftir Gaui »

Rétt hjá þér, Bjössi. Bara hita þangað til rennur. Það heldur hitanum nokkuð vel og er auðvelt að smyrja á alla staði. Ef maður hitar það of mikið, þá byrjar það strax að harðna og verður svona eins og stífnað gel. Svo þegar það er hart, þá verður það stökkt.

Epoxý harðnar við hitagefandi (e. exothermic) efnahvarf, þ.e. þegar efnahvarfið á sér stað, þá myndast hiti. Ef maður gefur því hita, þá harðnar það fyrr. Hitinn getur stundum verið mikill og einu sinni sá ég þegar Mummi var að nota Fjalla-Lindar epoxý til að búa til vélarhlíf að hann var með dálítið góða slummu í frauðplast bolla. Epoxýið byrjaði að taka sig og hitinn í því varð svo mikill að frauðið bráðnaði! Svona bollar þola vel yfir 100 gráður -- heitt kaffi eða te fer nærri því.

http://en.wikipedia.org/wiki/Epoxy

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Svenson Windy

Póstur eftir Gunni Binni »

[quote=Gaui]Epoxý harðnar við hitagefandi (e. exothermic) efnahvarf, þ.e. þegar efnahvarfið á sér stað, þá myndast hiti. Ef maður gefur því hita, þá harðnar það fyrr. Hitinn getur stundum verið mikill og einu sinni sá ég þegar Mummi var að nota Fjalla-Lindar epoxý til að búa til vélarhlíf að hann var með dálítið góða slummu í frauðplast bolla. Epoxýið byrjaði að taka sig og hitinn í því varð svo mikill að frauðið bráðnaði!
:cool:[/quote]

Hvað er Fjalla Lindar Epoxý?
Til gamans má segja frá því að í gamla daga þegar í var á fullu í bátasmíðunum, klæddi ég skrokkinn með trefjagleri og lék mér einhvern tíman að því að setja margfalt magn af herði í blönduna, sem hitnaði mjög og fór síðan að sjóðbulla og loks kviknaði í blöndunni. Voila, sjálfíkveikja á timer, eins gott að hryðjuverkamenn lesi ekki þennan þráð :rolleyes:
kveðja
Gunni Binni
Passamynd
Gaui
Póstar: 3649
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Svenson Windy

Póstur eftir Gaui »

[quote=Gunni Binni]Hvað er Fjalla Lindar Epoxý?[/quote]

Þetta er epoxý sem Árni Hrólfur og Mummi hafa nálgast úr einhverri lind uppí Hlíðarfjalli. Þeir geta líklega gefið upp nánari staðsetningu, GPS punkta og hnattstöðu miðað við vaxandi tungl.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Svenson Windy

Póstur eftir Agust »

Í gömlu vinnunni minni hjá Rafagnatækni var oft verið að prófa aðferðir og smíða tæki. Sjá smá ágrip hér: https://notendur.hi.is//~bjornkr/RTehf- ... %A6kni.pdf. (Þetta er útgáfa frá 2002 sem ég tók saman í tilefni 40 ára afmælis fyrirtækisins).

Við notuðum þá töluvert epoxy og blönduðum í ýmsum hlutföllum til að ná fram mismunandi eiginleikum. Þannig var hægt að láta epoxy-ið verða hart og stökkt, mjúkt og sveigjanlegt, eða bara venjulegt. Stundum þurfti að kæla ílátið til þess að sjálfshitnunin yrði ekki of ör. eða hita til að það rynni betur.

Á frumdögum Búrfellsvirkjunar voru ísvandamál og krapahlaup í Þjórsá mikið vandamál. Sérstakir bátar með mælispjóti sem gekk niður úr þeim voru notaðir til að fylgjast með þessari ís- og krapamyndun. Þetta var m.a. smíðað úr trefjagleri ásamt polyester, epoxy eða uretanlakki. Gerð var tilraun til að nota glært uretanlakk sem var penslað í trefjarnar og það látið harðna með hjálp loftrakans. Svona lakk er níðsterkt og freyðir ekki eins og uretanlím, heldur verður einfaldlega eins og glært lakk. Með því að pensla uretanlakkinu nokkrum sinnum í trefjaglerið og láta það taka sig aðeins á milli var hægt að ná svipuðum eiginleikum og þegar notað var polyester eða epoxy.

Mig minnir að þetta úretanlakk hafi verið íslenskt, eða a.m.k. í dósum merktum íslenskri verksmiðju. Kanski einhver vilji prófa þessa aðferð.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gaui
Póstar: 3649
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Svenson Windy

Póstur eftir Gaui »

Þá er ég byrjaður á skrokknum. Það þarf dálítið að laga hann til, gera við brot o.s.frv. Ég byrjaði á hægri hliðinni. Skrokkhliðin náði ekki alveg að vængsætinu, svo ég opnaði bilið aðeins og límdi 2mm balsa í það:

Mynd

Á vinstri hliðinni skar ég brotið beint eftir reglustiku og fittaði og límdi 2mm balsa í staðinn fyrir það sem vantaði. Vængsætið er 6x8 mm balsi og ég bjó til nýtt í staðinn fyrir það sem var brotið:

Mynd

Næst var það botninn. Hann hafði verið rangt límdur á, þ.e. með trefjarnar fram og aftur í staðinn fyrir þvert. Svo var hann brotinn í burtu á einum stað og brákaður á öðrum:

Mynd

Ég hreinsaði allan botninn í burtu og pússaði hliðarnar þar til þær voru orðnar þokkalega lausar við gamla límið. Hjólastells festinguna tálgaði ég og pússaði þar til hún var jöfn hliðunum. Ég ætla að búa til hljólastell úr áli vegna þess að gamla stellið er týnt og því þarf ég að setja krossvið þar sem stellið kemur. Festingin sem er fyrir kemur þá að góðum notum þegar ég skrúfa það nýja á.

Mynd

Og hér er ég búinn að líma nýja botninn á. Trefjarnar liggja núna frá hlið í hlið og það gerir balsann mörgum sinnum sterkari en ef trejarnar eru á langs. Ég notaði líka 2 mm krossvið í staðinn fyrir 1,5 mm sem var á módelinu. Það er ekki til að fá aukinn styrk, heldur bara vegna þess að ég átti ekki 1,5 mm balsa.

Mynd

Næst set ég stýrikaplana í og huga að festingum fyrir stýrivélarnar.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara