Svenson Windy

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Svenson Windy

Póstur eftir Gaui »

Servóin þurfa að sitja rétt og því bjó ég til servóbakka úr furu og léttkrossviði sem passar á milli hliðanna í módelinu.

Mynd

Hér er svo bakkinn kominn á sinn stað (ég tók ekki eftir fyrr en límið var búið að taka sig að hann hallar smá) og rör fyrir stýrisbarkana komin á sinn stað líka.

Mynd

Þá er hægt að setja bakið á. Það er líka límt með trefjarnar þvert til að gefa meiri styrk.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Svenson Windy

Póstur eftir Gaui »

Í kvöld vann ég í nefinu á Windy.

Mynd

Ég skar ofan af balsahliðunum báðum þar sem brúnin var óslétt og hoggin og setti balsa í staðinn sem ég síðan pússaði niður. Lokið var of stutt svo ég bætti 10 mm kubbi aftan á það. Ég lokaði líka "mælaborðinu" af því það lítur betur út þannig. Kannski lími ég einhverja mæla á það til að láta það lúkka betur. Síðan lagaði ég til nefhringinn og límdi hann framaná. Þá var hægt að pússa allt nefið til og fá rétt form á það. Nú lítur þetta út eins og það á að gera.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Svenson Windy

Póstur eftir Gaui »

Þess má geta að ég er búinn að fá vilyrði fyrir notuðum OS Max .15RC, sem er nákvæmlega eins mótor og ég var með í mínum Windy árið 1979.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Svenson Windy

Póstur eftir Gaui »

Ég fékk skemmtilega sendingu fyrir helgina: mótor og servó fyrir Windy:

Mynd

Og þar sem mótorinn var kominn ákvað ég að snúa mér að stélinu. Sitt hvoru megin við stélkambinn eru balsakubbar, en vegna þess að það er erfitt að forma þá til með kambinn á milli, þá skar ég mér 5mm baslsa bút sem ég svo límdi lauslega á milli kubbanna:

Mynd

Hér eru svo strikin sem ég þarf að hefla og pússa að. Þess má geta að hvítu klessurnar eru málning sem einhvern tíman hefur slest á módelið.

Mynd

Hér er ég svo búinn að hefla og pússa kubbana langleiðina:

Mynd

Þá er hægt að líma kambinn og kubbana á sinn stað. Plast vinkill passar að allt sé hornrétt.

Mynd

Hérna má svo sjá kubbana og kambinn frá hlið:

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Svenson Windy

Póstur eftir Gaui »

Í dag festi ég mótorinn í. Ég sagaði rétta rauf í krossviðarplötuna sem mótorinn á að sitja á, með átak til hægri eins og lög gera ráð fyrir, heilar 3,5°. Síðan setti ég nokkra furulista undir plötuna til að taka við átökum frá mótornum.

Hér er svo mótorinn kominn á sinn stað í nefinu:

Mynd

Nú þarf að taka úr vélarhlífinni (húddinu ??) fyrir mótornum og þá er best að taka lítið í einu. Ég byrjaði að bora með þrepabor nokkurn vegin þar sem hausinn á mótornum er:

Mynd

Svo er bara að naga smátt og smátt, hér og þar, þangað til húddið dettur á sinn stað.

Mynd

Að lokum ætti að vera hægt að setja húddið nákvæmlega þar sem það á að stija og skrúfa hljóðkútinn á. Ef eitthvað snertir, þá er það bara tálgað eða pússað í burtu.

Mynd

Svo maskaði ég allt sem ekki á að vera svart og sprautaði með svörtum grunni á módelið þar sem ég vil að ekkert sjáist.

Mynd

Það er gott að nota bílagrunninn, því hann þornar tiltölulega hratt og verður mattur. Síðan þegar ég er búinn að klæða módelið með filmu, þá pensla ég epoxý á þessa staði og þá fæ ég fallega glansandi svart yfirborð sem hryndir frá sér eldsneyti og olíu.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Svenson Windy

Póstur eftir Gaui »

Nú lítur framendinn svona út:

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Svenson Windy

Póstur eftir Haraldur »

Það er eins og framendinn hafi lent í bruna. :)
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Svenson Windy

Póstur eftir Gauinn »

[quote=Gaui]Mynd[/quote]


Góður textinn á blaðinu :-)
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Svenson Windy

Póstur eftir Gaui »

Það hefur ekki mikið blásið um Windy undanfarna daga. Þó er hægt að segja frá því að servóin eru komin á sína staði:

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Svenson Windy

Póstur eftir Gaui »

Það vantaði aðal hjólastellið í kassann, svo ég varð að búa til nýtt. Spurning hvort það væri úr stálvírum eða áli. Þar sem ég átti gamalt uferðarskilti sem við fengum gefins hjá Vegagerðinni, þá ákvað ég að saga stellið úr því. Ég notaði stingsög til að saga:

Mynd

Þegar búið var að hreynsa stellið upp með þjölum og beygja það eftir kúnstarinnar reglum var þetta niðurstaðan:

Mynd

Nú var komið að nefhjólastellinu. Ég skrúfaði festinguna í og setti rör fyrir stýriteininn:

Mynd

Festing fyrir rörið er komin hinum megin.

Mynd

Nefhjólastellið er nú komið í.

Mynd

og þá er Windy kominn á fætur. Öxlarnir eru gerðir úr 4mm snittteinum.

Mynd

Og svona lítur hann út með vænginn á:

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara