A1-Skyraider frá Durafly

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: A1-Skyraider frá Durafly

Póstur eftir Þórir T »

Ég hef verið sérlegur aðdáandi að módelunum frá Durafly sem HK er að selja. Náði mér í eina litla extru með 60cm vænghaf sem ég er mjög hrifinn af. Í kjölfarið fór ég að skoða meira frá þeim og endaði á að panta A1 skyraider sem er með 110cm væng og bara öll mjög flott, miklir díteilar, allt úr frauði og bara nokkuð smart.

Specs:
Wingspan: 1100mm
Length: 865mm
Flying Weight: 1100g
Motor: 3536 750kv Brushless Outrunner Motor
ESC: 35A w/BEC
Wing Area: 19.8dm2
Wing Loading: 55.5g/dm2

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

Hér er svo eitt vídjó: http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... abe0ec0a48

Verð að segja að þetta er allt mjög flott hjá þeim, ég hlakka talsvert til að taka testflug, fær víðast hvar mjög flotta dóma líka.
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: A1-Skyraider frá Durafly

Póstur eftir Spitfire »

Hm, það er spurning um síðbúna jólagjöf handa mér, þessi Skyraider er bara þokkalega flottur.
Man eins og það hefði gerst í gær þegar ég sá fyrst fullskala eintak á flugi, kannski ekki fallegasta flugvél sem hefur verið smíðuð, en hafði það af að heilla mann upp úr skónum :)
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: A1-Skyraider frá Durafly

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Rosaleg maskína

"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: A1-Skyraider frá Durafly

Póstur eftir Þórir T »

Ég er amk mjög hrifinn af þessum módelum sem ég hef séð frá Durafly, á pottþétt eftir að ná mér í einhvað meira frá þeim.
Skal trúa því að það hafi verið tilkomumikið að sjá "orginalinn" :)
Ég gleymdi að nefna það, að hún kemur með pre-installed led ljósum, flapsar, retract og lúgurnar yfir hjólunum lokast þegar hjólin fara upp...
Svara