40% K8B frá Phoenix

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11590
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 40% K8B frá Phoenix

Póstur eftir Sverrir »

Steini hringdi í mig seinni partinn, ég átti erfitt með að greina orðaskil en náði þó orðunum „dráttur“ og „koma núna“, ég þorði auðvitað ekki öðru en að hlýða en til að gæta fyllsta öryggis var þó komið við út á bensínstöð... :/
Mynd

Sem betur fer þá hafði ég misskilið Steina örlítið en viðfangsefnið mun þó þurfa drátt á næstunni, þá verður öðruvísi öryggi haft í fyrirrúmi! ;)

Mynd

Sæmilegasta box!
Mynd



Vélin kemur upprunalega frá Hyperflight í Bretlandi en þeir treystu sér ekki til að senda vélina út úr húsi svo við skelltum okkur í smá samningaviðræður við Al's Hobbies og þar leystu menn málið með bros á vör. Ali og co náðu svo í gripinn og þá kom í ljós að þrátt fyrir risa módel, vel smíðað og vel klætt þá vantaði talsvert upp á fráganginn í kassann. Allir hlutar módelsins voru lausir í kassanum, ekkert hlífðarplast né aðskilnaðarspjöld. Þeir bættu vel úr því áður en kassinn lagði af stað í ferðalagið hingað heim, eins og sjá má á myndunum.

En hvað þýðir 40% K8B? Þar sem full skala vélin er með 15 metra vænghaf þá eru það hvorki meira né minna en 6 metrar sem módelið spannar, geri aðrir betur! Lengdin er svo 280 cm og vængprófíllinn er HQW3/15.

Til hamingju með vélina Steini, það verður gaman að sjá hana svífa um loftin blá á næstunni! Svo má einnig sjá fleiri myndir í myndasafninu.

Smá pappi til að hlífa greyinu á leiðinni heim.
Mynd

Mynd

Hver ætli hann sé þessi herra wood?
Mynd

Mynd

Þetta er ysti hluti vængjanna!
Mynd

Mynd

Einn vænghluti.
Mynd

Mynd

Þarna lengst á bak við má sjá glitta í Jón.
Mynd

Já sæll!
Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
arni
Póstar: 279
Skráður: 3. Okt. 2012 18:55:55

Re: 40% K8B frá Phoenix

Póstur eftir arni »

Til hamingju Steini með fallega flugvél.
Árni.
Passamynd
INE
Póstar: 294
Skráður: 11. Júl. 2009 21:35:56

Re: 40% K8B frá Phoenix

Póstur eftir INE »

Til Hamingju!!
Ingólfur Einarsson
YAK54/DLE111 ? ULTRA STICK/DA35 ? ELAN/P120SX ? ULTRA FLASH/P120SE
Passamynd
Gaui
Póstar: 3743
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 40% K8B frá Phoenix

Póstur eftir Gaui »

VÁ !!!

Það verða nokkrar stórar svifflugur á lofti í sumar. Maður hlakkar til.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 922
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: 40% K8B frá Phoenix

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Dj.... ertu magnaður Steini :D til hamingju með þessa glæsilegu vél.
Kv.
Gústi
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: 40% K8B frá Phoenix

Póstur eftir einarak »

swagaleg! til lukku
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: 40% K8B frá Phoenix

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ekki að spyrja að því. Næst númer fyrir ofan og þú hefðir setið í henni sjálfur og flogið. Til hamingju meistari!
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Örn Ingólfsson
Póstar: 274
Skráður: 24. Apr. 2012 15:12:29

Re: 40% K8B frá Phoenix

Póstur eftir Örn Ingólfsson »

Til hamingju vinur, þetta er geggjað..... Hvað eru men svo að nota til þess að draga hana á loft???
Passamynd
Guðni
Póstar: 380
Skráður: 17. Jan. 2006 18:09:00

Re: 40% K8B frá Phoenix

Póstur eftir Guðni »

Maður er alveg hættur að láta sér bregða, þessi er samt svakaleg Steini, til lukku með hana..:)
If it's working...don't fix it...
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11590
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 40% K8B frá Phoenix

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Örn Ingólfsson] Hvað eru men svo að nota til þess að draga hana á loft???[/quote]
T.d. Bleika Pardusinn! :cool:
Icelandic Volcano Yeti
Svara