
Sem betur fer þá hafði ég misskilið Steina örlítið en viðfangsefnið mun þó þurfa drátt á næstunni, þá verður öðruvísi öryggi haft í fyrirrúmi!

Sæmilegasta box!
Vélin kemur upprunalega frá Hyperflight í Bretlandi en þeir treystu sér ekki til að senda vélina út úr húsi svo við skelltum okkur í smá samningaviðræður við Al's Hobbies og þar leystu menn málið með bros á vör. Ali og co náðu svo í gripinn og þá kom í ljós að þrátt fyrir risa módel, vel smíðað og vel klætt þá vantaði talsvert upp á fráganginn í kassann. Allir hlutar módelsins voru lausir í kassanum, ekkert hlífðarplast né aðskilnaðarspjöld. Þeir bættu vel úr því áður en kassinn lagði af stað í ferðalagið hingað heim, eins og sjá má á myndunum.
En hvað þýðir 40% K8B? Þar sem full skala vélin er með 15 metra vænghaf þá eru það hvorki meira né minna en 6 metrar sem módelið spannar, geri aðrir betur! Lengdin er svo 280 cm og vængprófíllinn er HQW3/15.
Til hamingju með vélina Steini, það verður gaman að sjá hana svífa um loftin blá á næstunni! Svo má einnig sjá fleiri myndir í myndasafninu.
Smá pappi til að hlífa greyinu á leiðinni heim.
Hver ætli hann sé þessi herra wood?
Þetta er ysti hluti vængjanna!
Einn vænghluti.
Þarna lengst á bak við má sjá glitta í Jón.
Já sæll!