Ziroli P-47 Thunderbolt

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Jæja eins og sjálfsagt einhverjir vita þá hefur staðið til í smá tíma að fara að hefja smíðar á Thunderbolt í 1/5 skala eftir Ziroli teikningum.
Ég er búinn að vera að safna í vélina í tæp tvö ár svo nú fer að verða kominn tími til að gera eitthvað í málunum.

Model Images útveguðu teikningarnar, vélarhlífina og gróðurhúsið.
Árni Hrólfur er ekki við hendina svo ég verð sennilega að fá einhvern annan til að máta vélarhlífina. ;)

Keypt var svokallað „short kit“ frá Laser Lizard en í því eru rif, skrokkrif og aðrir hlutir sem þarf mínus klæðning og listar.
Jesse er með mjög fína þjónustu og var ég kominn með kassann innan við 2 vikum eftir að ég pantaði hann.

Ég stakk nokkrum Cyparis listum ofan í kassann hjá Guðjóni þegar við komum frá Bretlandi í sumar og munu þeir enda í vængnum.
Cyparis hefur sömu eiginleika og harðviður en er álíka léttur og balsi, ekki slæmur eiginleiki.

Hjólastell, bæði aðalhjól og stélhjól, var verslað frá Fighter Aces en þeir eru umboðsaðili fyrir Century Jet Retracts og eru þetta loft upp og loft niður stell.

ModelExpress útvegaði mótor, Zenoah 62, timbur og ýmsa hluti í fjarstýribúnaðinn.
S.M. Services og Bobs Hobby Center eiga einnig e-ð í rafeindabúnaði í vélinni.
Trefjadúkur og epoxy kemur frá Fibretech. Tengi og vírar frá Ashtek.

Vænghaf 232 cm, breidd ca. 53 cm við vængrót.
Mynd

Guðni sést hér skoða skrokkinn sem er rétt rúmlega 200 cm á lengd.
Mynd

Hérna sést hjólabúnaðurinn, ekki er ennþá búið að ganga frá skómálum.
Mynd

Ég hafði því miður ekki efni á að flytja Árna suður svo áhættuleikari var fengin í verkið.
Mynd

Nú þetta er bara Guðni.
Mynd

Hérna sést ofan í kassann frá Laser Lizard.
Mynd

Eini „gallinn“ ef svo má kalla er það hversu vel þetta er skorið, hlutirnir bókstaflega detta úr rammanum.
Mynd

Hér sést rif úr öðrum flapsanum sem virkar einnig sem hreyfihorn. Þarna sjást líka litlu höftin sem halda hlutunum á sínum stað.
Takið eftir stöfunum og bogalínunni, þetta er allt gert með laserskurði og bogalínan er rétt það djúp að það er hægt að greina hana með nöglunum.
Mynd

Hér sést svo hluti af rifjunum.
Mynd

Smá jólastemmning komin á svæðið.
Mynd

Nú er bara að sjá hversu duglegur maður verður í vetur :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Vááá... Maður...Svona á þettað vera!!!!

Ááááfram Sverrir..., Ááááfram Sverrir..., Ááááfram Sverrir... :cool:

Ég var að klára fjögurra tíma bráða-aðgerð og vinnudagurinn byrjar aftur klukkan 08.... Hvernig nennir maður þessu??
Er að reyna að ná niður spennunni með því að líta á Fréttavefinn góða. Sjá hvort maður nær kríublundi í einvherjum sófanum. Það er sko ekki til rúm hérna handa manni neeeeiii.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Gaui K »

Já mikið helv..... væri ég nú geðfúll og leiðinlegur ef minn vinnutími væri svona!
Það verður gaman að fylgjast með þessari smíði Sverrir koma ekki svofleiri myndir? Þetta minnir mig á að ég á altaf eftir að setja inn myndir að pipernum sem ég byrjaði á fyrir mig 2-3 árum! Góðir hlutir gerst hægt ::
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Og ég er nokkuð viss um það að þegar verður búið að eyða einhverjum milljörðum í hátæknisjúkrahús þá verður sko ekki heldur til rúm :(

Jú engar áhyggjur, þetta var svona fyrsta alvöru kvöldið með flestum pörtunum en næst mun einhver viður raðast saman ;)
Endilega farðu að skella inn nokkrum Piper myndum, sérstaklega þar sem nafni þinn er nú líka kominn með einn í vinnslu.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Sjálfur er ég að bíða eftir spýtunum....


Myndir í þittsafn:

Ein í Razorback útgáfu að fylgja Liberators yfir Evrópu:
Mynd

Kannski er þessi líkari þinni? "Bubble canopy" útgáfan. (Held örugglega þetta sé P47D?? er það ekki) Myndatextinn segir "Mustangs at Wendling" en það er bara aftari vélin sem er Mustang.

Mynd
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Árni H »

Þetta verkefni líst mér vel á! Hvað varðar áhættuleikarann - þá sleppur þetta til :lol:
Það verður gaman að fylgjast með þessu. Ég reikna með því að þú gerir smíðaþráð
fyrst þú ert kominn með almennilega myndavél, ekki satt?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Hefði kannski átt að láta það fylgja með en mér fannst það svo sjálfsagt að þetta yrði Razorback að ég hreinlega gleymdi að láta það fylgja.

Usss, heldurðu að maður tími nýja leikfanginu í rykið og drulluna í módelsmíðinni :P
Nei mín 50S mun halda áfram að þjóna þar sem áður fyrr ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Það er sem sagt hægt að velja um hvora útgáfuna maður klárar þetta í?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Nánast, þú þarft auðvitað annað gróðurhús en ef þú ætlar að ekki að vera með rakvélabakið þá skerðu ofan af skrokkrifjunum.
Svo er líka til N týpa sem er með lengri væng með flötum vængendum, 2ja manna útgáfa er líka til, þannig að nóg er af möguleikunum.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Smá dæmi um lesefnið þessa dagana :)

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Svara