DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir Þórir T »

Ágúst, þekkir þú það hvort hægt sé að láta gimbalann beina myndavélinni lóðrétt niður, í stað fram?
Eða yrði maður þá að sleppa gimbalanum alveg?
Hvernig gengur annars hjá þér með græjuna?
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir Agust »

Flestir (held ég) svona gimbalar eru með möguleika á að snúa myndavélinni upp/niður. Þannig er minn Tarot. Ég setti 5 kokm breytiviðnám framan á sendinn og með því að snúa honum er komin fimmta rásin sem nota má til að beina myndavélinni upp niður.

Ég er með videosendi á 5,8 GHz sem ég tengi með snúru við GoPro. Síðan er ég með 7" skjá (Black Pearl) með innbyggðu 5,8 GHz diversity viðtæki.

Enn sem komið er hef ég bara prófað þetta í bílskúrnum en ekki á flugi.

Maður verður að hafa í huga að gimbal og græjur þyngja vélina þannig að flugtíminn verður töluvert styttri.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir Böðvar »

Takk Ágúst að fá að fylgjast með. Hef verið að fást við þetta sama á mínum kopta, "GPS-auto-Hovering" og
"GPS-Auto-Go-Home". Lenti í því um daginn að koptinn tók allt í einu á rás á "Auto-Hovering" stillingu. Stillti á "Manuel" og lenti koptanum og sá þá að rauð ljós blikuðu á GPS, sem þýddi slæmt gerfihnatta samband. Hefur þú lent í þessu Ágúst ? Að ekki er 100% hægt að treysta á GPS tæknina.
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir Agust »

Ef þú ert með DJI Phantom þá er mikilvægt að hafa koptann kyrran á jörðinni þar til að ljósið fer að blikka grænu ljósi reglulega. Þetta þarf að gera fyrir hvert flug á bersvæði. Þá er hann búinn að finna öll þau tungl sem þarf.

En, annað slagið er nauðsynlegt að dansa kómpásdansinn. Þegar það er gert er verið að stilla magnetíska kompásinn er komið er fyrir á lendingastellinu. Dansinn er þannig (tónlist óþörf):
1) Slá rofanum efst hægra megin upp-niður...upp-niður ca 7 sinnum þar til gult ljós sílogar.
2) Halda koptanum láréttum fyrir framan bumbuna og snúa sér hægt einn hring. Þá verður ljósið blikkandi grænt (minnir mig).
3) Halda koptanum lóðréttum með ljósið upp. Snúa sér nú einn hring eins og áður, en með koptann lóðrétn. Þá ætti ljósmerkið að láta vita að kvörðun sé lokið (sílogar minnir mig).

Svo þarf að passa upp á að vera með nýjustu útgáfu af stýrikerfi (firmware) í flugheilanum. Það er númer 4.02. Þau sem hafa lægri númer eru gölluð (flyaway).

http://www.dji.com/product/phantom/download
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég gáði nú að því hvort þetta hefði verið gefið út fyrsta apríl. En það virðist satt. DJI ætla að útbúa stýrikerfið með gagnagrunni yfir alla helstu flugvelli svo komið verði í veg fyrir flug í of mikilli nálægð. LIstinn yfir flugvelli inniheldur bæði Keflavíkurvöll og Akureyri en ekki Reykjavík eftir ví sme ég get best greint.
Vonandi telst Akureyrarvöllur til minni valla í gagnagrunninum svo menn þurfi ekki að keyra langt út úr bænum til að þenja vofuna :)


Viðbót: Hehe... það er reyndar öfugt. Bæði Keflavík og Akureyri eru taldir Cat. B vellir með bara eins kílómetra radíus. Hann er miðjaður á flugstöðina í KEF svo hann nær varla út á braut :D http://www.dji.com/fly-safe/category-mc
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir Agust »

Þeir hafa væntanlega verið í sambandi við Dag og fengið fréttir af því að það er nánast búið að leggja niður Reykjavíkurflugvöll.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: DIJ Phantom settist á borðið mitt í dag

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Það má treysta ansi vel á vinina hans Gunna Binna að koma með ódýra útgáfu af vinsælum græjum.
Takið eftir hvaða stýringu þeir nota. Slær DJI margfalt í nothæfni.

http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... _Fly_.html
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara