Síða 2 af 6

Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6

Póstað: 8. Maí. 2006 13:45:00
eftir Þórir T
Frábært að fá svona detaila um þetta, endilega haltu áfram að leyfa okkur að fylgjast með..

mbk
Tóti

Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6

Póstað: 10. Maí. 2006 22:11:53
eftir Messarinn
Sælir allir
Næst hjá mér er að smíða start-system á RCV120 mótorinn með tannhjólum og reim og staðsetja það þannig að ég starti á sama stað og á orginalinum.

Mynd

Þarna sést vel hvar startsveifin stendur útúr hliðinni á Bf109. (Þetta er Bf109 G6 W.Nr15999 I./Jg52 á Anapa flugvelli 1943 )
Messerschmittinn var aldrei með rafstarti vegna þess að ekki var pláss fyrir hann fyrir skotfæra boxinu sem var rétt aftan við mótorinn.
Þegar Messarinn var settur í gang þá var flugmaðurinn í cockpitinum að gera klárt og flugvirkin tók á start sveifinni þar til svinghjólið í startaranum náði um 20.000 rpm þá ýtti flugmaðurin á start hnappinn og startarinn kúplaðist á sveifarásinn og mótorinn hóstaði nokkra hringi. Ef rétt var farið að öllu fyrir startið þá var mjög auðvelt að koma honum í gang.

Mynd
Þetta er greinilega F typa, það sést á að olíu kælirinn stendur mjög lítið niður fyrir pönnuna og svo vantar litlu loft kæli opin á hliðunum
fyrir ofan og framan pústið

Mynd
Þetta system sem ég smíðaði er í tveimur hlutum og er reimin þar á milli.

Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6

Póstað: 10. Maí. 2006 22:18:05
eftir Messarinn
Mynd
Hérna eru svo allir hlutirnir í eitt stk startunit

Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6

Póstað: 10. Maí. 2006 22:31:31
eftir Messarinn
Mynd
Hérna er svo mótorhlutinn. Á reima tannhjólinu er lega sem aðeins getur snúist í aðra áttina og þá snýst þetta system ekki með mótornum
þegar hann er í gangi.

Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6

Póstað: 10. Maí. 2006 22:40:21
eftir Messarinn
Mynd
Hér er svo startara hlutinn inní skrokknum. Reimatannhjólið hérna er á sleða sem strekkir reimina.

Meira seinna GH

Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6

Póstað: 11. Maí. 2006 00:59:27
eftir Sverrir
Stórglæsilegt, alltaf gaman að fá að fylgjast með listamanni að verki :)

Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6

Póstað: 11. Maí. 2006 01:24:45
eftir Ingþór
ertu ekki að gi-gi-gi- grííííÍÍÍÍíínast?!?!?!
Þetta er geggjað töff! wow!
*orðlaus*

en þú setur þetta væntanlega ekki í gang með sveif? á að nota savage start-system eða?

Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6

Póstað: 11. Maí. 2006 11:06:49
eftir Messarinn
Ég get líka notað sveif en sem er cool.en þannig snýr maður motornum líklega ekki nógu hratt til að hann fari í gang


Mynd
Hérna er gamli góði startarinn minn sem ég ætla nota bara fyrir þessa flugvél

Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6

Póstað: 11. Maí. 2006 11:08:47
eftir Sverrir
Er ekki nóg pláss þarna til að gíra græjuna upp ;)

Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6

Póstað: 11. Maí. 2006 11:28:07
eftir Þórir T
Þetta er frábært... halda bara áfram að mynda og senda, bíð spenntur!

mbk

Tóti