Síða 3 af 6

Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6

Póstað: 11. Maí. 2006 15:38:43
eftir Messarinn

Það er hægt jú að gíra græjuna upp enn þá þyngist verulega að snúa mótornum og módelið er ekki nógu stórt og þungt
til þess, það myndi bara brotna.
hérna er smá video af þegar ég starta Me109



Uppfærði linkin

Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6

Póstað: 11. Maí. 2006 18:20:44
eftir Þórir T
Þetta Er Algjör Snilld!

Mbk
Tóti

Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6

Póstað: 11. Maí. 2006 22:01:53
eftir Agust
Maður er nú bara orðlaus og alveg gáttaður...

Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6

Póstað: 12. Maí. 2006 08:40:29
eftir Björn G Leifsson
Engir fingur í hættu þarna,,, flott smíði.
Er ekki einhvers konar skrall eða kúpplíng á þessu svo reimatengið sé ekki alltaf að snúast með þegar mótorinn gengur? Annars mundi það væntanlega stela orku og þurfa einhvers konar smursýstem... ekki satt?

Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6

Póstað: 12. Maí. 2006 08:49:34
eftir Messarinn
Sælir
jú það er kúpling á mótornum og start systemið snýst ekki með mótornum
Mynd

Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6

Póstað: 13. Maí. 2006 12:06:06
eftir Björn G Leifsson
Mig grunaði að þetta væri úthugsað :)
Eins og sagt er:
"...á heimsmælikvarða..." eða með öðrum orðum: ferlega flott...

Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6

Póstað: 13. Maí. 2006 22:23:18
eftir Birgir
Wowaaa,,, þvílík smíð, frábært að hafa svona smíðameistara í sportinu.
Ég verð bara að segja eins og hinir,, ég er alveg orðlaus.

Það verður virkilega spennandi að sjá hana fljúga þessa.

Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6

Póstað: 16. Maí. 2006 12:24:10
eftir Messarinn
Takk fyrir góðar viðtökur frá ykkur félagar

Svo ég haldi nú áfram að sýna ykkur pælingar mínar og smíði, þá er nú hjóla stellið á þessari vél enn eitt vandamálið.
Þar sem vængirnir eru svo þunnir þá getur maður nú ekki fundið allmennilega hjólbarða og stell undir hana svo maður verður að smíða það.

Svona er hjólastellið á Bf109 G6 það vantar þó þvermunstrið á dekkin á þessari mynd,
enn það var nauðsynlegt til að ná bremsugripi í grasið í flugtaki og lendingu.
Mynd

ég meina svona þvermunstur
Mynd


ég byrjaði á að hanna og smíða felgurnar sem eru í tveimur pörtum sem skrúfast saman og klemma hjólbarðann á felgurnar
Mynd

Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6

Póstað: 16. Maí. 2006 12:35:05
eftir Messarinn
Hérna sér maður aftan á felguna þar sem hún er fest á hjólastell frá Springair USA
Mynd

Mér datt það snjallræði í hug að steypa bara dekk úr gúmmíi í móti og gera tilraun með það
Mynd

ég á margar teikningar með málsettningum af Orginalinum og fékk þannig mál á alla hluti í 1/5 scala
hérna er svo dekkið komið á
Mynd


Enn nú er ég hættur við að steypa dekkin úr gúmmíi því það
kom svo í lós að þó að ég væri með loft í þeim þá voru þau alltof þung þannig að næst er að finna
Rubberfrauð efni til að hella í mótið.

Meira seinna

Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6

Póstað: 16. Maí. 2006 13:19:19
eftir Ingþór
ma-ma-ma-ma-mar ba veit ekki hvernig á að orða þetta.... je dúdde mía... hvað mig langar í svona fræsara :D jáhh og kunnátu og tíma til að búa svona til... geggjað!

Flott hvernig þú kemur lofti inní dekkið.... en hvað varð gúmmíð þungt?