Fokker D-XXI smíði

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Gaui
Póstar: 3642
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Fokker D-XXI smíði

Póstur eftir Gaui »

Mummi er búinn að láta sér dreyma um ákveðna flugvél í fjölda ára. Fokker D-XXI. Fyrir þó nokkrum árum keypti hann teikningu og útskurð og í kvöld kom hann með þetta í skúrinn.
Mynd

Árni og ég vorum að reyna að aðstoða Mumma við að skilja teikningarnar:
Mynd

En þar sem Mummi ætlar að smíða módelið, þá þarf hann að leggjast af miklum þunga yfir teikningarnar til að finna út hvað þarf að gera og hvernig.
Mynd

Við setjum frekari upplýsingar um þessa smíði hér, en ég geri ráð fyrir að Mumminn vilji sjálfur segja frá ýmsu í sambandi við þetta módel.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Fokker D-XXI smíði

Póstur eftir Árni H »

Svo mikill fögnuður ríkti við afhjúpun þessarar viðbótar í Fokkerflotann að Gaui hljóp í að laga til og eftirlitshundurinn náðist á mynd við að stela kexi. Hvorutveggja er sjaldgæft myndefni... :)
Mynd
Mynd
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 904
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Fokker D-XXI smíði

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Mynd Hún er ansi flott ;) Eða er það ekki þessi sem er í kassanum?
Kv.
Gústi
Passamynd
jons
Póstar: 185
Skráður: 1. Sep. 2008 18:08:41

Re: Fokker D-XXI smíði

Póstur eftir jons »

Mikið rétt, ég er að taka fyrstu skrefin í nýrri vél. Því miður Ágúst, þetta er ekki alveg rétt mynd hjá þér. Mín er sko bara D.XXI, ekki D.XXIII, svo ef ég vil happy ending á þessari smíð þarf ég að redda því sjálfur ;)

Fyrir valinu varð eins og áður hefur komið fram Fokker D.XXI, hönnuð 1935 fyrir hollenska flugherinn. Hún var einnig þó nokkuð notuð í Finnlandi og aðeins víðar. Hún reyndist ágætlega, en þótti eðlilega úrelt þegar hún mætti nýrri og betri vélum svo sem Bf 109.

Ég ákvað að kaupa teikningarnar frá Jerry Bates haustið 2008 með framtíðarsmíði í huga. Ég hitti alveg snilldarvel á fall íslensku krónunnar og visa rukkunin kom að sjálfsögðu inn þegar dollarinn var í sínum hæstu hæðum, þannig að ég er að öllum líkindum að smíða eftir einni dýrustu teikningu Íslandsögunnar ;)

Módelið verður í 20% skala. Ég keypti short kit frá Bob Holman sem lítur afskaplega vel út, amk við fyrstu sýn. Ég er svo sem ekki 100% ákveðinn ennþá, en ég býst fastlega við að smíða eftir eintaki sem er til á hollensku flugsafni og sjá má hér fyrir neðan. Hún hefur þá kosti að til eru margar góðar ljósmyndir og er að mínu mati ofsalega flott með þetta litaglaða kamúflas.

Mynd

Annars er lítið sem ekkert meitlað í stein með hana. Ég á Zenoah G38 sem ég reikna með að nota, en hann á að duga. Mig langar reyndar til að uppfæra í aðeins öflugri mótor, sé til með það.

Þetta er svo lesefnið þessa dagana:

Mynd

Þangað til næst,
Mummi
Jón Stefánsson
Passamynd
Patróni
Póstar: 327
Skráður: 21. Jan. 2009 23:32:18

Re: Fokker D-XXI smíði

Póstur eftir Patróni »

glæsilegt
Gísli Einar Sverrisson.MSV Patreksfirði
Hef ekki enn séð endirinn á þessari flugdellu.
Passamynd
jons
Póstar: 185
Skráður: 1. Sep. 2008 18:08:41

Re: Fokker D-XXI smíði

Póstur eftir jons »

Samsetning er hafin!

Ég ákvað að byrja á afturvængnum, hann er auðveldur og nógu lítill til að maður sjái fljótlega árangur. Ég byrjaði á að draga upp teikningarnar á gegnsæjan teiknipappír, því teikningarnar eru stórar og klunnalegar og smíðaborðið þröngt.

Mynd

Síðan hófst ég handa við að líma. Það var nú ekki mikill árangur þetta kvöld, en þetta er byrjun. Short kittið sem ég keypti lofar mjög góðu. Ég hef, í fyrri vélum, smíðað rif og annað sjálfur hingað til, en um leið og ég fór að handfjatla leiserskornu rifin í afturvængnum hugsaði ég með mér að það yrði erfitt að fara út í heimagerð rif aftur :)

Mynd

Meira síðar.
Jón Stefánsson
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Fokker D-XXI smíði

Póstur eftir Jónas J »

Lítur vel út og verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér ;)
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Fokker D-XXI smíði

Póstur eftir Sverrir »

Lofar góðu, verður gaman að sjá þessa!

[quote=jons]...en um leið og ég fór að handfjatla leiserskornu rifin í afturvængnum hugsaði ég með mér að það yrði erfitt að fara út í heimagerð rif aftur[/quote]
Nú er bara að skemmta sér við að teikna rif og aðra hluti á CAD formi og láta skera út fyrir sig! :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
jons
Póstar: 185
Skráður: 1. Sep. 2008 18:08:41

Re: Fokker D-XXI smíði

Póstur eftir jons »

Takk takk.

[quote=Sverrir]Nú er bara að skemmta sér við að teikna rif og aðra hluti á CAD formi og láta skera út fyrir sig! :)[/quote]

Já, það er alveg hárrétt. Það er meira að segja verið að (eða búið að?) opna aðstöðu í VMA fyrir almenning að láta leiserskera fyrir sig. Ef það kostar ekki frumburðinn þá á ég klárlega eftir að nota mér það :)
Jón Stefánsson
Passamynd
jons
Póstar: 185
Skráður: 1. Sep. 2008 18:08:41

Re: Fokker D-XXI smíði

Póstur eftir jons »

Smá uppfærsla.

Þetta mjakast áfram. Ég ákvað að bæta við auka stuðningi við lamirnar á afturvængnum.
Mynd


Síðan klæddi ég aðra hliðina á afturvængnum.
Mynd


Mig vantar svo meiri balsa til að klára að klæða. Á teikningunni er afturvængurinn og stélkamburinn balsaklætt, en á orginalnum var þetta dúkklætt. Ég ákvað að fylgja teikningunum og feika sauma og annað. Það dugar fyrir það level af nákvæmni sem ég stefni að.


Hinir hundtryggu aðstoðarmenn láta sig að sjálfsögðu ekki vanta. Verst er að þeir hafa tilhneigingu til að naga í sundur það sem maður missir í gólfið.
Mynd

Mynd
Jón Stefánsson
Svara