Manfred á norðurland

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Gaui
Póstar: 3639
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Manfred á norðurland

Póstur eftir Gaui »

Ég er að stja saman Fokker DR.1 og er búinn að mála hana í litum Manfreds von Richthofen, Rauða Barónsins. Nú vantar mig að fá Manfred sjálfan í flugmannssætið.

Ég kíkti við í Tower Hobbies og fékk eintak af einum Williams bróður í sömu stærð og módelið:

Mynd

Ég ætla að reyna að láta þenna Williams bróður líta út svipað og von Richthofen á þessari mynd:

Mynd

Hér sést hvað maður fær þegar maður kaupir svona bróður: tvo höfuðhelminga, fram- og afturbúk niður undir axlir, gogglur og lauslegar leiðbeiningar.

Mynd

Steypan á þessum hlutum eru ekkert sérlega flott og því þarf að pússa hjlutana sem falla saman til að hægt sé að líma þá. Það er best gert með því að leggja smá sandpappír á borðið og renna hlutunum fram og aftur þar til þeir snertast sæmilega vel.

Mynd

Þá er hægt að líma þá saman með módellími. Teygjurnar eru svona tannréttingateygjur, sem eru óvenjulega sterkar og alveg nákvæmlega af réttri stærð fyrir þetta verkefni.

Mynd

Undir öxlunum er smá vankantur og hann þarf að slétta:

Mynd

Það er aftur gert á sandpappírnum og nú er pússað þar til vankanturinn losnar frá. Þá er neðri brún Manfreds orðin slétt

Mynd

Mynd

Meira síðar.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3639
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Manfred á norðurland

Póstur eftir Gaui »

Þá er komið að því að pússa og skera, laga og breyta. Hér eru nokkur þeirra áhalda sem ég nota við þetta: hnífur (beittur), þjöl, prik með sandpappír á, sandpappírinn sem áður var notaður (ekki á myndinni).

Mynd

Athugið að ef hausinn væri fastur á búknum, þá myndi ég saga hann af núna. Þessi kall er settur þannig upp að hægt væri að láta höfuðið hreyfast með fjarstýringunni, en ég ætla ekki að gera það. Það endar með því að ég lími hausinn fastan, en læt hann snúa aðeins út á hlið. Þess vegna þarf að losa hann af ef hann er mótaður fastur.

Hér er búið að pússa allt í burtu af hausnum sem ekki á að vera þar og pússa niður það sem á að vera slétt.

Mynd

Og hér er ég búinn að skera burt það sem ég vil ekki hafa á búknum. Mér sýnist á myndinni hér efst að von Richthofen, eins og margir aðrir, hafi ekki notað axlabelti. Það kom sér oft frekar illa fyrir þessa menn. Manni blöskrar stundum hversu illa varðir þeir voru. Þess vegna er ég búinn að skera beltin burt. Best er að skera lítið í einu og frekar hefla smá flísar en að skera heilu stykkin í burtu. Nýtt og ónotað blað í hnífnum hjálpar mikið. Athugið að það er alveg eðlilegt að það opnist göt á skrokknum: ég nota P38 til að fylla þau á eftir.

Mynd

Hér eru böndin komin á flughjálminn. Ég klippti þau út úr frekar þykkum pappír og límdi þau niður með sekúndulími. Módellím virkar eiginlega ekki á pappír.

Mynd

Ég blandaði smá slummu af P38, setti það í gatið á skrokknum og skóflaði smá hrúgu framan við kragann. Þegar P38 er um það bil að byrja að harðna þá er hægt að tálga það eins og mjúkan ost.

Mynd

Meira síðar.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3639
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Manfred á norðurland

Póstur eftir Gaui »

Hérna er ég búinn að setja P38 á hausinn og blanda pappírsböndunum við restina af flughjálminum. Svo er bara að pússa þetta saman.

Mynd

Hér er kominn trefill ...

Mynd

... og núna er kominn kraginn vinstra megin. Ég tálgaði hann vandlega til á meðan efnið var að harðna. Aftur, nú þarf bara að pússa svolítið.

Mynd

Meira síðar

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3639
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Manfred á norðurland

Póstur eftir Gaui »

Nú þarf að fara að mála Manfred. Til þess þarf eitthvað til að halda í og vegna þess að það er enginn botn í þessum kalli, þá þarf að búa hann til. Ég nota smá létt-krossvið og bút af harðviði.

Mynd

Botninn er síðan límdur í með sekúndulími og þá er hægt að bora og skrúfa stóra skrúfu í sem ég get haldið í eða notað klemmu á.

Mynd

Og hér er ég búinn að sprauta eina litla umferð af fylligrunni sem ég ætla síðan að pússa niður til að fá slétt og fínt yfirborð.

Mynd

Meira síðar.


:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Guðjón Hauks
Póstar: 76
Skráður: 22. Ágú. 2010 14:39:53

Re: Manfred á norðurland

Póstur eftir Guðjón Hauks »

Glæsilegt ,,,,Bíð spentur eftir framhaldi ,,,,
Passamynd
Gaui
Póstar: 3639
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Manfred á norðurland

Póstur eftir Gaui »

Þegar grunnurinn er orðinn harður (nútíma grunnar harðna mjög hratt), þá er komið að því að pússa. Ég nota 400 pappír og bleyti hann til að fá jafna og góða áferð. Að lokum lítur Manfred svona út (dálítið skellóttur)

Mynd

Þá þarf að grunna aftur til að fá góðan grunn til að mála á. Ég nota svart núna, því að það gefur (ótrúlegt, en satt) bestu byrjunina á alla málninguna sem á eftir að koma á hann.

Mynd

Nú þarf ég bara að grafa upp málninguna mína. Ég nota allt sem ég held að komi að gagni, módelmálningu, olíuliti, akríl og vatnsmálningu. Eins og John Lennon sagði: "Whatever gets you through the night!"

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Manfred á norðurland

Póstur eftir Árni H »

Nú - verður hann ekki svarthvítur eins og á myndinni? Einfalt og þægilegt... :D
Passamynd
Gaui
Póstar: 3639
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Manfred á norðurland

Póstur eftir Gaui »

Þá er það litunin:

Hér er búið að mála húðlit (Revell no 35) í andlitið og maka Burnt Umber á það sem á að vera úr leðri. Trefillinn á að vera blár og fyrsta umferð af bláum er komin á hann. Þessir litir eru olíulitir eins og listamenn nota.

Mynd

Þess má geta, áður en menn falla í stafi af aðdáun, að þessi aðferð er fengin að láni hjá þeim snillingum á Aces of Iron og hægt er að nálgast nákvæmar leiðbeiningar um hvernig á að gera þetta hjá þeim.

Enívei, þá er næsta skref að blanda saman gult, rautt og brennda umbru og fá út þann lit sem á að vera á leðrinu. Hann er síðan þurrmálaður yfir umbruna sem var sett áður (hún er ekki þurr, því það tekur nokkra daga fyrir olíumálningu að þorna -- ár jafnvel). Með því að þurrmála (ekki hafa allt of mikið af málningu í penslinum), má fá svona skemmtilega áferð þar sem engin áferð er.

Mynd

Meira seinna, því nú er það andlitið sem er næst á dagskrá.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3639
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Manfred á norðurland

Póstur eftir Gaui »

Grunnurinn að andlitinu er Burnt Sienna olíulitur. Maður smyr honum vel á og gætir þess að hann fari ofan í allar misfellur, línur og strik.

Mynd

Næsta verk á dagskrá er að nota pensla þurra pennsla til að þurrka í burtu eins mikið af þessum lit og vill fara. Ekki má nota terpentínu, heldur þurrar maður yfir andlitið með penslinum og nuddar honum svo í tusku eða pappír til að hreinsa hann.

Mynd

Þegar maður hefur náð mestallri málningunni í burtu sitja skuggar og línur eftir og byrja að gefa andlitinu karakter.

Mynd

Meira síðar.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Manfred á norðurland

Póstur eftir Messarinn »

Flott Gaui
Ég bíð og bíð og bíð eftir framhaldinu
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Svara