Manfred á norðurland

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Gaui
Póstar: 3639
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Manfred á norðurland

Póstur eftir Gaui »

Jæja Gummi, nú getru þú slakað á: hér kemur framhaldið.

Manni er dálítið dökkur eins og er, svo nú er sullað smá Cadmium Yellow olíumálningu á hann og hún látin taka sig smá (í klukkutíma eða svo).

Mynd

Þegar þessi sletta er aðeins búin að taka sig, þá er þurr pensill notaður til að dreyfa úr henni. Utkoman verður ljósari svæði sem eru hærra uppi en hin dekkri: skuggar í andlitinu. Ef Manni væri stærri, þá myndi ég gera þetta aftur með hvítum lit á hæstu hæði og hryggi, en mér sýnist að þetta sé nóg hér.

Mynd

Næst er það skegg og drulla. Þessum mönnum óx grön, mörgum hverjum, og yfir þá þeyttist endalaus úði af olíu og sóti frá mótorunum sem voru fyrir framan þá, svo að það er ekki úr vegi að sýna svoleiðis. Svæðið í kringum augun var yfirleitt nokkuð hreint vegna þess að þeir voru alltaf með gleraugu, akkúrat til þess að fá ekki olíu og drullu í augun.

Svartri olíumálningu er sullað á kjamma og undir nefið. Nú er um að gera að sýna sjálfsstjórn og alls ekki setja of mikið.

Mynd

Aftur er þurr pensill notaður til að dreyfa úr þessu.

Mynd

Nú er komið að blóðinu. Rauður olíulitur er settur á kynnar og neðri vör. EKKI SETJA RAUTT Á EFRI VÖRINA!!! Það lítur bara út eins og hann sé með varalit.

Mynd

Þessum rauða lit er síðan dreyft mjög vel með þurrum pensli.

Mynd

Þá er andlitið að mestu búið og næst eru það augun.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3639
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Manfred á norðurland

Póstur eftir Gaui »

Augu á köllum eins og Manna eru vandaverk og hér er mjög auðvelt að klúðra því ágæta verki sem komið er með því að gera úr kallinum fulgahræðu með skjaldkirtilsjúkdóm.

Mynd

Það eru líka nokkur óvænt skref sem við þurfum að taka til að fá góðan augnsvip á kallinn okkar.

Það fyrsta sem við gerum er að velja eða blanda góðan rauðbrúnan lit (og nú nota ég módelmálningu það sem eftir er og eingöngu matta) og mála alveg yfir augun ásamt augnahvörmunum fyrir neðan þau. Athugaðu að þetta þarf líka að dekka tárakirtlana næst nefinu. Þetta gefur okkur smá rauðan lit í bakgrunn og hvarmarnir verða ágætlega blóðhlaupnir.

Mynd

Nú er settur smá svartur litur á augnalokin þar sem augnhárin eru hvað þéttust. Til að þetta verði ekki of mikið eins og þétt blýantsstrik, þá er gott að nota smá bréfþurrku til að létta á litnum smá.

Mynd

Þá er komið að hvítunum í augunum og það má ALLS EKKI NOTA HVÍTT !!! Hvítur litur er allt of skær og það verður að slá aðeins á hann með svörtum. Þetta er, semsagt, mjög ljós grár litur.

Mynd

Nú þarf vandlega að staðsetja augasteinana, sérstaklega ef augun eru mikið opin. Ef þeir eru ekki rétt staðsettir, þá lítur út fyrir að kallinn okkar sér alvarlega rangeygur. Ég nota hér lítinn tússpenna (0.9mm) til að setja punkta á hvíturnar þar sem mér sýnist að augasteinninn skuli vera.

Mynd

Nú mála ég augasteininn svartan. Allan. Ekki bara steininn sjálfan, heldur lithimnuna líka.

Mynd

Þá er komið að því að velja augnlit. Ég fékk mér fallega bláan lit, en það er hægt að hafa grænan og brúnan líka, eða jafnvel gráan. Þessi litur er málaður þannig að svarti grunnurinn hverfi ekki alveg, heldur sjáist örlítið rönd af honum sitt hvoru megin við. Þetta gefur auganu smá útlínur og gefur sterkari andstæðu á milli hvítunnar og augnlitsins. Það gefur augasteininum líka smá form og vídd.

Mynd

Og þá er það augasteinninn sjálfur, glæri parturinn sem sýnist vera svartur. Hann er málaður með svartri málningu. Aðal mistökin hér er að gera hann of lítinn. Best er að láta þennan svarta blett ná á milli augnaloks og hvarma. Þá er öruggt að kallinn okkar líti ekki út eins og eiturlyfjasjúklingur sem er nýbúinn að fá fix.

Mynd

Síðasta atriðið er að setja lítinn hvítan blett hægra eða vinstra megin við báða augasteina. Best er að nota tannstöngul eða hnífsodd til að gera þetta en ekki pensil. Þetta, aftur, gefur dýpt og lítur út eins og sólin (eða annar ljósgjafi) endurspeglist í augum sem eru máluð með mattri málningu.

Mynd

Hérna er svo í lokin mynd af hausnum hans Manna eins og hann kemur til með að sjást, langt í burtu í dagsbirtu. Þá renna allir litir, blettir og annað saman í eina heild.

Mynd

Næst: samsetning og innsetning.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Manfred á norðurland

Póstur eftir Messarinn »

Þetta er flott Gaui :)
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
jons
Póstar: 185
Skráður: 1. Sep. 2008 18:08:41

Re: Manfred á norðurland

Póstur eftir jons »

Feitur lækur á þetta, eins og sagt er á fésinu.
Jón Stefánsson
Passamynd
Gaui
Póstar: 3639
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Manfred á norðurland

Póstur eftir Gaui »

Þá er komið að því að setja Manna saman, festa hann á plötu og stilla honum í flugvélina.

Mynd

Til að hausinn festist almennilega við búkinn þá skrapaði ég innan úr bollanum og pússaði hálsinn vandlega til að límið geti brætt plast við plast. Malning á það til að koma í veg fyrir almennilega festingu.

Mynd

Límið sem ég nota er auðvita módellím. Manni er gerður úr styrene plasti eins og hvert annað plastmódel og lím fyrir þau límir hann sérlega vel.

Mynd

Ég notaði sæmilega mikið af lími, en þó ekki svo mikið að það sullaðist uppúr. Ég lét Manna líka horfa aðeins til vinstri. Ef hann er að horfa beint áfram, þá hverfur allt sem heitir "raunveruleiki", sem ég var að reyna að ná með málningunni.

Mynd

Næst var að skrúfa Manna niður á krossviðarpall. Ég gerði hann svo að ég get spennt hann inn í skrokkinnn og náð honum út aftur til að komast að móttakaranum.

Mynd

Og ég lét Manna líka snúa öxlunum aðeins til vinstri, svo það lítur út fyrir að hann sé að kíkja út úr flugvélinni.

Mynd

Hér er Manni kominn á sinn stað í Fokker Dr1.

Mynd

Ef einhver hefur áhuga, þá er meira bling á módelinu. Hér er mótorinn, búinn til úr plastmódeli sem fæst frá Williams Bræðrum.

Mynd

Og hér eru tvær Spandau vélbyssur í vinnslu.

Mynd

Verði ykkur að góðu.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Guðjón Hauks
Póstar: 76
Skráður: 22. Ágú. 2010 14:39:53

Re: Manfred á norðurland

Póstur eftir Guðjón Hauks »

Já ?? Glæsilegt
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Manfred á norðurland

Póstur eftir Sverrir »

Manfred mun sóma sér vel með barónum á Grísará!
Icelandic Volcano Yeti
Svara