Bleriot XI

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Birgir Edwald
Póstar: 10
Skráður: 16. Nóv. 2014 20:52:49

Re: Bleriot XI

Póstur eftir Birgir Edwald »

Sælir

Ég hef verið að dunda mér undanfarið við að smíða Bleriot XI eftir teikningu David Boddington "Boddo" sem ég keypti á netinu. Hægt er að sjá framvinduna á vefnum hjá mér http://flugmodel.weebly.com

Boddo dó áður en hann lauk við teikninguna (um það má lesa á netinu) svo sumt er ekki alveg útfært. Ég hef líka leyft mér að breyta einu og öðru til samræmis við gamlar myndir sem ég hef fundið (á netinu :-)) af vélinni sem Luis Bleriot flaug yfir Ermasundið á sínum tíma.

Nú þegar módelið er farið að taka á sig mynd renna á mig tvær grímur. Í fyrst lagi vegna þess að ég ákvað að nota SC30FS mótor sem e.t.v. er ekki mjög kraftmikill. (Reyndar var blævængshreyfillinn í upphaflegu vélinni það ekki heldur) og hins vegar, vegna þess að mér sýnist að ég þurfi að hengja hálfan annan helling framan á hana til að ná jafnvæginu nokkuð góðu.

Módelið er með 60" vænghaf.

Er einhver sem gæti leiðbeint mér með ráð um þetta?



Kveðja,
B.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bleriot XI

Póstur eftir Sverrir »

Stórglæsilegt! :cool:

Það er nú ekki óþekkt með svona stuttan framenda að talsvert þurfi af ballest til að ná jafnvægi. Það eru nokkrir smíðaþræðir á http://www.rcscalebuilder.com með stærri vélum, gætir prófað að heyra í mönnum þar.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Birgir Edwald
Póstar: 10
Skráður: 16. Nóv. 2014 20:52:49

Re: Bleriot XI

Póstur eftir Birgir Edwald »

Takk Sverrir

Ég fann upplýsandi þráð á rcgroups. com
http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=340113

Eins og staðan er núna er CG í 48% án vængja og klæðningar. Það þarf að komast framar en kannski ekki eins langt og ég óttaðist.

B.
Passamynd
Birgir Edwald
Póstar: 10
Skráður: 16. Nóv. 2014 20:52:49

Re: Bleriot XI

Póstur eftir Birgir Edwald »

Nú er Blerio XI módelið fullgert og ég frumflaug því á þriðjudaginn var.

Eins og við var að búast var afl mótorsins í minna lagi en er líklega bara í skala. CG er 12 cm frá frambrún vængja sem er nokkru aftar en D. Boddington leggur til en virðist þó sleppa. Hæðarstýrið losnaði í frumfluginu og skekktist aðeins sem var ekki til að hjálpa við lendingu.

Flugtakið, sem var lendingunni fremra, má sjá á meðfylgjandi vídeói.

https://www.youtube.com/watch?v=qtRvFGEUVGQ



B.
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Bleriot XI

Póstur eftir einarak »

Flott vél, til lukku með frumflugið
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bleriot XI

Póstur eftir Sverrir »

Til hamingju! :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Birgir Edwald
Póstar: 10
Skráður: 16. Nóv. 2014 20:52:49

Re: Bleriot XI

Póstur eftir Birgir Edwald »

Í kvöld er rok og rigning og fátt annað að gera en að rifja upp viðfangsefni sumarsins.

Á vefnum mínum http://flugmodel.weebly.com hef ég sett inn ýmislegt um módelin mín og þar má finna lýsingu á fyrstu flugtilraunum Bleriot XI módelsins:

============
Fyrstu flugtakstilraunirnar voru gerðar sumarið 2016.  Að mörgu var að hyggja og margt gat farið úrskeiðis. 

Í fyrsta lagi var engin trygging fyrir því að mótorinn, SC30FS fjórgengisglóðarmótor, væri nægilega öflugur til að draga 2.630 gr módelið á loft.  Þessi mótor var valinn í stað PAW 29, dísel mótors sem Boddo hafði gert ráð fyrir í módelinu.  Ástæðan fyrir valinu var fyrst og fremst að hann hefur svipað sprengirými og PAW 29, var álíka stór og þungur, auk þess sem útlitið er ekki mjög frábrugðið ANZANI mótornum sem Luis Bleriot notaði 1909.

Við smíðina hafði reynst nokkur vandi að koma þyngdarpunktinum nægilega framarlega.  Boddo hafði merkt á teikninguna að jafnvægispunkturinn skyldi vera um 10 cm aftan við frambrún vængjarins.  Vegna þess hve framarlega vængur Bleriot flugvélarinnar er hafði þetta reynst þrautin þyngri.  Með því að bæta 600 gr af blýi fremst á módelið tókst að koma þyngdarpunktinum um 11 cm frá vængbrún.  Til að koma þyngdarpunktinum fram um 1 cm til viðbótar hefði þurft að bæta um 200 gr. af blýi fremst í módelið.  Líklega er slíkt ekki ákjósanlegt vegna takmarkaðs afls hreyfilsins en þó var 100 gr. bætt við ballestina.

Í fyrstu tilraun til flugtaks kom í ljós að talsvert vantaði á að módelið næði nægilegum hraða á flugbautinni svo mögulegt væri að koma því á loft.  Ýmsum hugmyndum var vellt upp á þeim erlenda spjallþræði sem mest hafði verið notaður við smíðina.  E.t.v. þyrfti betri flugvöll en grasvöllinn á Eyrarbakka. Kannski mætti nota sverari hjól eða jafnvel að setja þyrfti stærri mótor í módelið.  Áður en til þess kæmi var þó gripið til þess ráðs að prófa mismunandi skrúfur á hreyflinum og slá völlinn enn betur en áður hafði verið gert.

Mismunandi skrúfur voru prófaðar með því að festa módelið við teygju og mæla togið um leið og optiskur tachometer var notaður til að mæla snúningshraða.  Í ljós kom að 10x4 skrúfa gaf mest tog og með henni náði mótorinn 9.500 snúningum á mínútu.  Þá var ákveðið í ljósi umsagna reyndra módelsmiða á spjallþráðum að láta 600 gr í ballest duga þó svo að það leiddi til þess að þyngdarpunktur módelsins væri nokkru aftar en hönnuðurinn Boddo hafði mælt með.

9. ágúst 2016 tókst loks að koma módelinu á loft.  Í fyrsta fluginu reyndist vandinn vera að auka flughæð og frekar þurfti að beita hæðarstýri upp en niður. Flogið var í einn hring um völlinn og komið strax inn til lendingar sem var ekki falleg en þó tókst að lenda módelinu án skemmda. 

Eftir lendingu kom í ljós að hæðarstýrisfletir höfðu losnað á öxli sínum og snúist.  Því var ekkert að marka hvernig hæðarstýri hafði verið beitt í fluginu og mestar líkur á að það hafi ekki snúið eins og talið var.

Eftir lagfæringar var aftur farið af stað.  Eftir því sem tilraununum fjölgaði og reynslan jókst gekk betur og betur. Eitt af því sem lærðist var að ekki var ástæða til að nota hæðarstýrið til að halda afturhluta módelsins á brautinni í flugtaki.  Það hafði verið gert til að auðvelda stýringu á braut og einnig til að koma í veg fyrir nefsteypihættu.  Í raun er hvoru tveggja óþarfi.  Sé hæðarstýrið haft í hlutlausri stöðu nær módelið fljótt réttri flugstöðu, eykur hraða auðveldar og lætur vel að stjórn.  Þegar nægum hraða er náð er auðvelt að lyfta módelinu á loft með smávegis togi í hæðarstýrispinnann.  Þegar á loft er komið er afar mikilvægt að stefna módelinu beint upp í vindinn uns nægjanlegri flughæð er náð.  Ef vikið er undan vindi er hætta á að innri vængurinn missi lyftikraft og módelið steypist til jarðar.

Nokkrar harðar „lendingar“ áttu sér stað í fyrstu tilraununum og að lokum losnaði burðarvirki hjólastellsins sundur á límingunum. Venjulegt trélím dugar augljóslega ekki svo endurlímt var með epoxy-lími.  E.t.v. var það þó heppilegt því ekki er víst að módelið hefði þolað átökin ef límingar hefðu ekki losnað.

Smátt og smátt tilkeyrðist mótorinn eftir því sem tilraunirnar urðu fleiri og um leið var hægt að herða blöndungsnálina og auka kraftinn.

Þegar sumri lauk má heita að módelið sé tilbúið til flugs og næsta stig sé þjálfun flugmannsins.  Hún verður því að bíða næsta vors.

=================
kveðja
B.
Svara