Cessna 140 - TF-ÁST

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Cessna 140 - TF-ÁST

Póstur eftir Gaui »

Þá er að raða neðri hluta skrokksins saman. Efri hlutinn er staðsettur á frauðplast skorðum og svo er byrjað á að setja neðri rifin á sína staði. Rör fyrir stýrivírana eru sett í í leiðinni.

Mynd

Rif og festingar fyrir hjólastell eru ansi öflug úr 6mm krossviði. Þetta er límt í með grimmsterku epoxý lími.

Mynd

Plata fyrir hjólastellið er svo límd á sinn stað.

Mynd

Nú er hægt að byrja að planka skrokkinn og ég byrjaði á nefinu. Það er hægt að setja heilar plötur til að byrja með og það mun auðvitað draga mikið úr pússivinnunni.

Mynd

Hérna eu svo komnar plötur og plankar aftur eftir hliðunum. En nú er eins gott að slaka smá á og athuga hvort ekki þarf eitthvað að koma á undan.

Mynd

Hér er ég búinn að líma inn bjálka sem halda servóplötu fyrir hæðar- og hliðarstýri. Ég þarf líka að búa til aðal hjólastellið áður en ég planka meira.

Mynd

Ég þarf líka að setja afturstellið á sinn stað, en það er í pöntun frá Ameríkunni. Eins gott að loka ekki öllu fyrr en það er komið.

Mynd

Á meðan ég bíð eftir hjólastellunum þá er ýmislegt annað sem þarf að gera. Skoðum það næst.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Cessna 140 - TF-ÁST

Póstur eftir Gaui »

Hjólastellið:

Aðal hjólastellið er auðvitað smíðað úr Volvó stuðara. Ég átti um 1/4 af stuðara eftir og teiknaði leggina á hann. Því miður gat ég ekki haft þetta í einu lagi, en ég geri bara ráðstafanir vegna þess þegar ég festi stellin í.

Mynd

Eftir óskemmtilega vinnu með slípirokk (og allar líkamsvarnir sem ég á) eru komnir tveir grófir leggir:

Mynd

Af einhverjum ástæðum, sem innflytjendur Volvó vita einir, er innra byrðið á álstuðaranum húðað með þykku lagi af ryðvörn.

Mynd

Besta aðferðin við að ná ryðvörninni af er að skrapa hana með ál afskurði (til að rispa sem minnst) og nota svo fituhreinsi til að skola Tectylinu af.

Mynd

Hér er ég svo búinn að máta leggina í skrokkinn.

Mynd

Nú þarf ég bara að fara með þessa leggi og teikningu af skrokknum á málmiðnbrautina í VMA og fá Hörð brautarstjóra til að hjálpa mér að beygja þá. Þetta er svo þykkt að það er engin leið fyrir mig að gera það í skrúfstykkinu hér í skúrnum.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Cessna 140 - TF-ÁST

Póstur eftir Gaui »

Það er komið dálítið langur tími síðan ég setti inn nýjustu færslu hér og margt hefur gerst. Ég reyni að mjólka þetta inn í jólafríinu og verð kannski búinn að ná sjálfum mér upp úr áramótum.

Ég ákvað að setja saman vélarhlífina og gera hana einnota, þ.e. ekki búa til frumgerð og mót til að taka afsteypu. Fyrsta skrefið var að raða saman afturhlutanum, nokkrum stoðum og framhringnum. Bláu vinklarnir halda þessu í réttri stöðu þangað til hliðarnar koma á.

Mynd

Hér er ég svo byrjaður að planka hlífina. Til að fá stærri límflöt setti ég 3mm balsa undir fremsta hringinn, enda er hann bara 1,5mm á þykkt. Ég setti líka heila plötu ofan á hlífina miðja og hún hjálpar til að taka af allar hliðarhreyfingar á meðan ég klæði restina. Hlífin á líka að húsa frá að neðan og þar þurfti ég að setja smá balsa til að taka við klæðningunni.

Mynd

Hér er svo búið að planka allan hringinn.

Mynd

Til að fá slétta fleti er gott að nota Red Devil One Time Spackling, enda er það svakalega létt og pússast einstaklega þægilega.

Mynd

Nefið er þykk balsaplata sem ég límdi saman í tveim lögum af því ég átti ekki eina nógu þykka. Gott er að hafa þetta úr mjúkum balsa, vegna þess að það þarf að tálga þetta helling til, bæði innan og utan. Gott er að líma svona plötur með freyðilími vegna þess að það er ekki eins seigt að skera það og trélím.

Mynd

Hér er ég búinn að hefla lag á nefið. Gott er að hafa stóran bolla af tei við höndina til að skola niður balsarykinu þegar svona verk eru í gangi.

Mynd

Útlitið á nefinu er teiknað inn og síðan er kubburinn heflaður í rétt lag. Hér er gott að skoða teikninguna vel og jafnvel myndir af frumgerðinni svo vélarhlífin verði sannfærandi.

Mynd

Og eftir að hafa heflað og pússað frá mér allt við er farið að koma mynd á vélarhlífina.

Mynd

Næsta skref er að smella nefinu af aftur (vonandi var það ekki límt of vel) og tálga innan úr því. Það má fara mikið innanúr, því það vantar alveg örugglega pláss fyrir mótorinn og hljóðkútinn.

Mynd

Það síðasta sem gerðist var að ég límdi nefið á aftur (almennilega í þetta sinn) og setti svo lag af glerfíber dúk á hlífina. Eftir tvær umferðir af epoxý kvoðu er ég hér búinn að sprauta grunn á glerið og er að safna kjarki (og sandpappír) til að pússa þetta.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara