Viðgerð á trefjaskrokk svifflugu

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Viðgerð á trefjaskrokk svifflugu

Póstur eftir Sverrir »

Eftir að hafa komið harkalega niður í Draugahlíðunum þá var ekki eftir neinu að bíða með að hefja viðgerð á Strega skrokknum eftir hnjaskið sem hún varð fyrir í Danmörku í vor.

Spelkurnar stóðu fyrir sínu í sumar.
Mynd

Servóbakkinn kubbaðist í sundur í Draugahlíðunum, svo ég smíðaði innlegg í hann.
Mynd

Eftir að hafa tyllt skrokknum saman með sýrulími þá vafði ég kolefnaþráðum í sárið og út frá því, það var límt á sinn stað og leyft að taka sig.
Mynd

Síðan var glertrefjadúkur límdur yfir sárið og út á óbrotna hluta af skrokknum.
Mynd

Hér sést betur hvernig glertrefjadúkurinn var lagður.
Mynd

Svo var sparslað, grunnað og pússað þangað til undirlagði var orðið sæmilega gott(ekki lokamynd).
Mynd

Svo koma að spennandi hlut í ferlinu, kolefna/trefjasokkur var settur yfir viðgerðina, bleyttur í epoxy og sérstakur húðaður herpihólkur settur yfir allt saman. Ég vanáætlaði aðeins hvað hann myndi dragast saman á lengdina og því sést sokkurinn kíkja undan hólknum við vængrótina.
Mynd

Hér er búið að fjarlægja hólkinn, alls ekki slæmt og hefði mátt stoppa hér eftir aðra umferð af epoxy.
Mynd

Önnur umferð af epoxy hefði kallað fram meiri glans en einnig fyllt upp í örsmáar holur eins og má sjá vinstra megin á myndinni.
Mynd

Epoxy-ið komið á.
Mynd

Svo var bara að pússa og grunna.
Mynd

Og skella gula litnum sem ég átti til yfir allt saman, munar ekki miklu á milli þeirra.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Viðgerð á trefjaskrokk svifflugu

Póstur eftir einarak »

carbon sokkurinn er snilld, hvar verslaðiru þetta?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Viðgerð á trefjaskrokk svifflugu

Póstur eftir Sverrir »

http://sollercomposites.com en ég hugsa að þær vefverslanir sem séu í þessum bransa séu flestar með eitthvað svipað.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: Viðgerð á trefjaskrokk svifflugu

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Þetta er frabært ad sja,
eru þessir holkar til i ymsum viddum og þarf ad hita þessar mottur
kv
Einar Pall
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Viðgerð á trefjaskrokk svifflugu

Póstur eftir Sverrir »

Hólkarnir eru til frá 0.25" og upp í 10.1" hjá Soller, motturnar eru bara eins og hver annar trefjadúkur og þurfa bara sitt epoxy.
Icelandic Volcano Yeti
Svara