Grumman Goose á Akureyri

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Gaui
Póstar: 3643
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grumman Goose á Akureyri

Póstur eftir Gaui »

Í Nóvember síðastliðnum kom hugmynd frá Hollvinafélagi Flugsafns Íslands að FMFA tæki sig saman og setti saman módel af Grumman Goose flugvél Flugfélags Íslands, sem kom hingað til lands fljótlega eftir stríð.

Mynd

Með þessari hugmynd fylgdi teikning af módeli sem var bæði lítið, flókið í smíði og rangt í útliti. Við fórum því á stúfana og leituðum að hentugu módeli og fundum um síðir módel hannað af Bart Lammerse og hann vísaði á fyrirtæki í Hollandi sem laser-sker módel og selur til útlanda, http://www.rc-europe.eu/. Þeir eru með nokkuð úrval, og þar á meðal Catalínuna hans Sturlu.

Við slógum til og pöntuðum eintak af Grumman Goose með 2 metra vænghaf, u.þ.b. 1/7 skali. Greiðsla átti sér stað 8. desember.

Nú leið og beið og það tók greinilega langan tíma að skera efnið í þetta módel, en það datt loks inn um dyrnar á föstudag 24. febrúar.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3643
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grumman Goose á Akureyri

Póstur eftir Gaui »

Allir lysthafendur voru nú boðaðir í Slippinn á laugardag til að kíkja í kassann. Vegna þess hve fyrirvarinn var stuttur komu fáir, en það á vafalaust eftir að breytast.

Mynd

Lokið var rifð af og í ljós kom þétt pakkaður kassi af balsa, krossviði, aukahlutum og laserskurði sem nær til Keflavíkur og til baka.

Mynd
Mynd
Mynd

Og Hollendingurinn virðist hafa misst eitthvað af töflunum sínum í kassann líka :)

Mynd

Nú fer í hönd undirbúningstími. Leiðbeiningarnar eru eingöngu myndrænar og það fylgir engin teikning sem slík. Stykkin verða nú losuð úr brettunum í röð og reglu, sett í poka og viðeigandi leiðbeiningar settar með. Síðan verður verkum skipt á milli allra þeirra sem vilja taka þátt í smíðinni. Smíðadagar verða laugardagsmorgnar frá 10 til 12 (eða lengur) og aðrar lausar stundir sem gefast.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Grumman Goose á Akureyri

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Spennandi! Við ætlumst auðvitað til að fá reglulegar skýrslur, með myndum!
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3643
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grumman Goose á Akureyri

Póstur eftir Gaui »

Hérna er mynd af brettunum með laser skornum pörtum í módelið.

Mynd

Ég er að fara í gegnum leiðbeiningarnar, finna þá hluti sem eiga við um hverja síðu, losa þá af borðunum og setja þá í poka, einn poka fyrir hvern part leiðbeininganna. Það er nokkuð ljóst að ekki er mögulegt að láta hlutina vera á borðunum, því þá endar það með því að helmigur þeirra losnar af af sjálfu sér og það verður hrúga af módelhlutum í kassanum sem enginn veit hvað á að gera við.

Hérna eru allir pokarnir tilbúnir. Við byrjum að setja þetta módel saman á morgun, laugardag.

Mynd

Þeir sem vilja taka þátt eru velkomnir: það er nóg að gera fyrir alla sem vilja gera eitthvað.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3643
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grumman Goose á Akureyri

Póstur eftir Gaui »

Fyrsti vinnudagurinn í smíði á Grumman Goose. Það mættu nokkrir kallar í Slippinn og tóku til hendinni:

Þorsteinn sér um stélstýrin
Mynd

Sveinbjörn setur tippaflotin saman
Mynd

Box fyrir uppdraganleg hjolastell
Mynd

Rödderinn að fá á sig mynd
Mynd

Og vængflotin
Mynd

Bendi og Þorsteinn spöggulera hvernig þetta dettur saman
Mynd

Siggi sér um afturskrokkinn
Mynd

Guðmundur bjó til beygjutól fyrir hjólastellið og hér er það í notkun
Mynd

Hér er einn af fjórum göflum í stellið tilbúinn. Hinir þrír fylgdu fljótt á eftir.
Mynd

Hér er smá vídeó af því hvernig þetta beygjutól vinnur:


:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3643
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grumman Goose á Akureyri

Póstur eftir Gaui »

Fimmtudagurinn var góður:

Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3643
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grumman Goose á Akureyri

Póstur eftir Gaui »

Laugardagur en betri:

Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3643
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grumman Goose á Akureyri

Póstur eftir Gaui »

Enn er brallað:

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Grumman Goose á Akureyri

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Verið að sjúga gluggarúður?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3643
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grumman Goose á Akureyri

Póstur eftir Gaui »

Sjúga, eins og þú segir, Björn, gluggarúður. Mikið nákvæmnisverk.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara