Grunau Baby í 1/3

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3643
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Gaui »

Hún kemur með á Patró.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3643
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Gaui »

Nú er ég búinn að sprauta glæru á alla fluguna og hallastýrin komin á báða vængina.

Mynd

Nú vantar bara að balgvanísera (líklega nokkuð magn af blýi í nefið !!!) og svo ... fljúga ?

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3643
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Gaui »

Fálkinn var settur saman í gærkveldi og hann tók góðan part af skúrnum:

Mynd

Rauða örin bendir á vigt sem ég notaði til að finna út þyngdina á módelinu /7,6 kg) og síðan til að toga nefið niður þar til vélin sat rétt á jafnvægispunktinum. Þá kom í ljós að ég þarf að setja 1,9 kg af þyngd í nefið á henni.

Það er þessi klumpur:

Mynd

Með þetta í nefinu er módelið 9,5 kíló, eða 500 grömmum þyngri en hönnuðurinn tekur fram á teikningunni. Vænghleðslan verður þá 66 gr/dm2, sem ætti ekki að vera slæmt fyrir svifflugu af þessari gerð.

Nú er bara að finna aðferð til að festa þetta allt í nefið. Mig langar helst að kaupa dúnk af höglum og láta þau forma sig innan í nefið. Sjáum til.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hlýtur að vera þægilegast og öruggast að steypa högl í epoxiklump sem passar.

[quote=Gaui]...Mig langar helst að kaupa dúnk af höglum...[/quote]

Mér dettur nú í hug að haglaskotaverksmiðjan íslenska gæti útvegað "blýhögl í lausu":

Þeir eru:

Hlað ehf

Haukamýri 4, 640 Húsavík

Sími: 464 1009 Fax: 464 2309
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3643
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Gaui »

Verður skoðað, en þangað til ætlar viss Grænvetningur að athuga hvort hann á ekki eitthvað dót sem er komið fram yfir síðasta söludag.

Epoxýklumpurinn er það sem heillar mig mest. Ef hann steyptur í plæastpoka, þá er hann laus og má taka af honum eða bæta við hann eftir þörfum. Svo má bara halda honum í með frönskum.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3643
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Gaui »

Síðustu handtökin: Ég færði togkróks-servóið til svo ég hefði gott pláss fyurir blýið. Þá gat ég límt niður 4mm krossviðargólf með frönskum rennilásum sem halda blýinu (vonandi) á sínum stað -- því miður, engin mynd af því.

Flugmaðurinn (Fritz Schauerte) er kominn á sinn stað í flugmannssætinu. Hann er stór og ég þurfti aðeins að þröngva honum niður, svo ég var ekkert að festa hann sérstaklega. Ef hann sýnir einhverja tilburði til að koma sér út, þá set ég einhverja festingu á hann.

Mynd


Mummi benti mér á að það væri svosem engin sérstök þörf á því að bolta vænginn kyrfilega á skrokkinn: það væri nóg að renna einhverjum teinum í götin og halda þeim í á einfaldan hátt. Þá tók ég nokkra M5 bolta með sléttan legg og boraði 2mm göt í þá á réttum stöðum. Svo stytti ég þá eftir þörfum. Nú er nóg að renna þessum boltum í og setja splitti í litlu götin til að festa vænginn á.

Mynd

Ég þarf ekki einu sinni að beygja splittið, því þegar vængirnir eru á og lokið komið á milli þeirra, þá getur splittið ekki dottið úr.

Næst: Frumflug --- ef það hættir að snjóa :(

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Steinþór
Póstar: 199
Skráður: 25. Mar. 2010 23:11:51

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Steinþór »

Rosalega er þetta flott,allt í skala það verður gaman að sjá þessa og ka8 á Patró og á Melunum í sumar
kv Steini litli málari
Passamynd
Gaui
Póstar: 3643
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Gaui »

Mér datt í hug á tímabili að það væri hugsanlega hægta að fljúga frumflugið á Sumardaginn Fyrsta, en þar sem þetta er útsýnið út um framdyrnar hjá mér, þá hætti ég við.

Mynd

Já, það snjóar!

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Messarinn »

Flottur Gaui
já það er varla hægt að segja gleðilegt sumar :(

Láttu mig vita með örr litlum fyrirvara og ég skal draga baby-ið á loft fyrir þig :)
P.S. get snúið myndavélinni við og tekið upp dráttinn ;)
Mynd
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3643
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Gaui »

Takk Gummi -- ég læt þig vita.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara