Grunau Baby í 1/3

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Ja það eru ekki alltaf rettir litir a skjanum, en þetta litur mjög vel ut hja þer
kv
Einar
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Gaui »

Takk fyrir það. Það tekur tímann sinn að sprauta þetta ferlíki með litlum Badger og svo setja glært yfir, en vonandi tekst það fyrir lok næsta mánaðar.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Gaui »

Ég var búinn að skera til skjólglugga á hlerann, svo nú þakti ég hann með límbandi innan og utan og setti tvöfalda rönd af límbandi neðst að utan. Svo límdi ég gluggann á hlerann með þar til gerðu Canopy Glue:

Mynd

Glerið verður sett í hringlaga gluggana eftir að málningin er komin á.

Ég setti tvöfalt lag af límbandi á hlerann fyrir framan gluggann. Síðan blandaði ég smá P-38 fylliefni og jóðlaði því á milli límbandanna til að búa til festiramma fyrir gluggann:

Mynd

Það er auðvelt að fá rétta lögun á fyllinguna með því að strjúka hana með blautum fingri sem maður dýfir í bolla af vatni. Það er líka auðvelt að tálga fylliefnið ef maður bara gerir það á meðan það er að harðna. Það er eins og að tálga mjúkan ost ef maður hittir á það eftir að það stífnar upp, en áður en það verður grjót hart.

Áður er fylliefnið varð að grjóti reif ég tvöföldu límræmurnar upp til að fá brúnirnar á rammanum. Það er ekki sniðugt að bíða með það þangað til fylliefnið verður hart.

Mynd

Ég renndi með tiltölulega fínum sanpappír á fylliefnið til að slétta það enn frekar og svo setti ég nokkur lím-hnoð á það til að skreyta það smá.

Mynd

Næst: blása smá málningu á hlerann.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Gaui »

Mig langaði ekki að maska fyrir alla stafina á flugunni til að sprauta þeim á, svo ég fékk Geimstofuna hér á Akkureyri til að skera á úr plasti. Ég teiknaði upp í InkScape það sem ég vildi fá og exportaði síðan öll skjalform sem mér datt í hug að þeir gætu notað. Þeir völdu það sem þeir vildu og hér er allt dótið komið:

Mynd

Ég byrjaði á að líma á skrokkinn, nafnið Fálki á nefið, númerið á hliðarnar og merki Edmund Schneider á stélpóstinn.

Því miður réði skurðarvélin ekki við stafinn G í merkinu, svo ég verð að mála hann í höndum. Kannski tek ég alla stafina af og mála þá í höndum líka.

Mynd

Það tók dágóðan tíma að staðsetja númerið á vænginn. Stafirnir eru risastórir, 33 sm á hæð. Og þeir eiga að passa á milli hallastýranna.

Mynd

Löng ræma af límbandi, sem ég strekkti aftan á vængbrúnina gaf mér staðsetninguna fyrir stafina. Síðan festi ég þá niður með bútum af límbandi. Þegar allt er komið á sinn stað, þá er hægt að taka bakið af fyrsta stafnum (það er skynsamlegt að vinna bara með einn staf í einu þegar þeir eru svona stórir).

Mynd

Stafurinn er síðan lagður niður mjög varlega og allt loftið (vonandi) skafið í burtu með gömlu krítarkorti, sem límir stafinn endanlega niður. Þeir drengir á Geimstofunni mæltu ekki með sápuvatns aðferðinni, svo ég lét það vera og gerði þetta allt þurrt.

Mynd

Nú má fjarlægja bréfið sem heldur stöfunum. Þetta er farið að líta vel út.

Mynd

Og að lokum, þá er vængurinn að verða tilbúinn. Þetta tók mig næstum heilan klukkutíma, því ég vildi ekki skemma stafina.

Mynd

Næstu vikurnar ætla ég að sprauta Babyinn (Fálkann) með glærri málningu. Litaland er byrjað að flytja inn nýja tegund af málningu, Gold Acrylic. Þar er hægt að fá glært sprey sem er algerlega glært og ekki alveg glansandi þó það standi Gloss á dollunni -- bara rétt nóg til að henta á dópaða svifflugu. Máningin þornar á nokkrum mínútum og er sveigjanleg þegar hún er þurr (ég prófaði á ræmu af Solartexi).

Mynd

Það er ekkert lok, en hringurinn í kringum stútinn sýnir litinn í dollunni.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Flott hja þer Guðjon
það verður gaman að sja þessa a Melunum i sumar
kv
Einar pall
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Messarinn »

Já hún verður alltaf flottari og flottari hjá þér ;)
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Gaui »

Takk fyrir félagar.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
jons
Póstar: 185
Skráður: 1. Sep. 2008 18:08:41

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir jons »

Hérna er mynd af Árna að rannsaka Grunau Baby afar náið. Minnstu munaði að úr yrði stórslys, þar sem hann ákvað að leika Emil litla í Kattholti og festi höfuðið inni í módelinu. Með mikilli lagni náðum við að smokra honum út úr vélinni með særða höku og sært stolt. Í einhverju fýlukasti vildi hann ómögulega stinga höfðinu aftur ofan í þannig að ég gæti tekið videó af þessu. Kannski næst.

Mynd

Á seinni myndinni sést Gaui í páskauppstillingunni sinni, nýbúinn að festa hallastýri á vænginn. Hann er svooona stór!

Mynd
Jón Stefánsson
Passamynd
JVP
Póstar: 46
Skráður: 25. Júl. 2008 23:27:37

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir JVP »

Þettað er algjörlega frábært hjá þér Guðjón.
Kv. JVP
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Grefilli flott, hlakka til að sjá hana í eigin persónu.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara