Grunau Baby í 1/3

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Messarinn »


Gaui endilega að skrifa um Grunau Baby þetta er svo flott módel.

Sverrir þú verður að grafa meira upp um Ögnina hver veit nema að ég smíði hana og noti OS IL300 mótor í hana :)

Ps Gauji áttu "Walk around" myndir af Ögninni? það er sem mig minnir það.....

Kv GH Flugwerk
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Sverrir »

Þú ert að leita langt yfir skammt, mæli með viðræðum við Baróninn ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir kip »

Já Gummi, mig minnir að Baróninn hafi sagt mér að hann hafi myndað örnina í bak og fyrir eða mig rámar eitthvað í þá áttina
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Gaui »

Ég á nokkrar myndir af henni, ekki allar jafn slæmar.

Mynd

Mig hefur lengi dreymt um að smíða módel að þessari flugvél í 1/3 til 1/2 skala fyrir 50 til 100 cc mótor. Það sem mig hefur hingað til vantað eru nokkur lykil mál, sem ég hef ekki treyst mér til að taka af ljósmyndunum.

Mér skilst að það sé búið að hala vélina niður úr loftinu á Leifsstöð, en enginn virðist vita hvar hún er niðurkomin. Nú er bara um að gera að ára að því öllum rófum að fá þessa mikilvægu vél á safnið hér fyrir norðan!
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Gaui »

Jæja, förum að smíða.

Ég skar öll rif og þil út úr balsakrossviðnum sem ég fékk frá CNC Modelbautechnik í Þýskalandi. Hérna er ég búinn að raða þeim öllum saman. Takið eftir laserskornum stálfittingsinum sem ég fékk líka:

Mynd

Ég ákvað að byrja á stélinu, aðallega vegna þess að ég treysi mér ekki til að brjóta ekki 3mm balsakrossviðarkjarnann í stélið. Hann er næstum metri á breidd (lengd?) og kom hingað til lands á milli tveggja frauðplastplatna.

Ég negldi krossviðarkjarnann á smíðaborðið, klippti hausana af nöglunum og rak svo naglana niður þar til þeir flúttuðu við krossviðinn.

Mynd

Svo límdi ég allan balsann sem sýndur er á teikningunum:

Mynd

Ég sneri stélinu við og límdi balsa líka hinum megin:

Mynd

Hérna er stélið eftir að ég pússaði það og formaði frambrúnina eins og sýnt er á teikningunum. Ég boraði líka götin fyrir festiboltana í miðjunni og stífurnar. Ég ákvað að nota Robar Hinge Point lamir á skala stöðum.

Mynd

Nú er ég í smá vanda því ég get ekki ákveðið hvort ég að að sameina hæðarstýrin í miðjunni (eins og á frummyndinni) og nota einhvers konar horn í miðjunni til að hreyfa þau eða hvort ég á að hafa þau sjálfstæð og nota tvær stýristangir. Ég sendi Rüdiger Götz tölvupóst með fyrirspurn um þetta en hann er ekki búinn að svara mér.

Þangað til ákvað ég að byrja á skroknum. Það fyrsta sem maður þarf að gera er að búa til 10x10mm langbita úr 10x5mm furulistum. Þar sem furulistarnir eru bara metri á lengd, þá þarf að líma þá saman. Ég útbjó smá græju á tifsögina til að geta sagað sama fláann á alla listana:

Mynd

Síðan valdi ég saman tvo og tvo lista sem virtust vera nokkurn vegin eins og lagaði til fláann á þeim til að fá þá nákvæmlega eins.

Mynd

Ég límdi þá svo saman með hvítu trélími (CA lím virðist ekki líma svona feitan við og furan er) og festi þá á breiða 10mm stálplötu með þvingum til að fá þá alveg beina:

Mynd

Svo setti ég endana á listunum í fötu fulla af vatni og lét þá standa þar í fjóra tíma áður en ég beygði þá í rétt form. Hér er fyrri efri langbitinn í límingu á sniðmáti sem ég bjó til. Það þarf að beygja þennan bita mjög mikið og það virtist auðveldara með sniðmátinu:

Mynd

Hér er fyrri neðri bitinn formaður ofaná teikningunni með nöglum:

Mynd

Ég verð lengi að búa bitana til því að ég get bara gert tvo í einu og ég þarf að búa til fimm. það tekur minnst sólarhring fyrir þá að þorna. Sjáumst síðar.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Gaui »

Jæja, ég verð að byrja með smá játningu. Ég veit að það er ekki í týsku að játa á sig alls konar heimskupör, en ég ætla samt að gera það. Langbitarnir í skrokkinn sem ég límdi saman úr 5x10mm furu og fékk út 10x10mm bita var alger vitleysa. Ég hefði átt að líma saman 5x5mm furulista og fá þannig út 5x10mm langbita . Ég setti röngu bitana á góðan stað og pantaði nýja uppskeru af 5x5mm listum, sem ég hafði ekki pantað nóg af áður, og 5x10mm listum sem ég á að nota í vængbitana. Það mætti ætla af þessum heimskulegu mistökum að ég hafi ekki verið að smíða flugmódel frá árinu 1979.

Jæja, fyrst það er ekki hægt að halda áfram með skrokkinn, þá ákvað ég að kíkja á hliðarstýrið. Hérna eru aðal hlutar þess og samsetningin að byrja:

Mynd

Hlutarnir sem eru CNC fræstir út passa mjög vel saman og hliðarstýrið varð mjög raunverulegt. Til að auka við raunveruleikann ákvað ég að búa til eftirlíkingu af horninu á stýrinu. Í fyrra fékk ég að gjöf smíðateikningar af Grunau Baby í fullri stærð (sem eru sko allt annað en í fullri stærð) og ég notaði þær til að búa til horn úr prentplötuefni:

Mynd

Hérna er hliðarstýrið svotil tilbúið með allar styrktarplötur úr 0,8mm krossviði límdar á. Það eina sem vantar er stýrishornið og krossviðurinn í hringum það. Þið takið hugsanlega eftir að ég setti styrktarplötur eftir því sem er sýnt á stóru teikningunum, ekki eins og sýnt er á módelteikningunum:

Mynd

Það síðasta sem ég gerði í dag var að líma stýrishornið í með Hysol. Það er lengi að harðna svo ég get ekki gert neitt annað þangað til á morgun.

Mynd

Sjáumst í næstu viku.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Gaui »

Nú höldum við áfram. Loksins.

Ég er farinn að ná árangri með skrokkinn. Ég bjó til nýja langbita úr 5x5mmm furur fyrir hann og um leið setti ég saman T stóla sem þarf til að stilla skrokknum saman:

Mynd

T-stólarnir eru settir á miðlínu með réttu millibili fyrir skrokkrifin. Ég strikaði þessar línur á smíðaborðið og skrúfaði síðan tvo litla vinkla í borðið fyrir hvert T. Svo stillti ég stólana á sína staði og límdi þá vioð vinklana með Zappi.

Mynd

Hvert skrokkrif er sett á sinn stól og haldið þar með klemmum. Stélsætið er einnig sett saman úr viðeigandi skrokkrifjum ásamt vængmiðjunni úr stykkjum 5 og 6.

Mynd

Þegar allt er komið á sinn stað er hægt að líma efri langbitann í.

Mynd

Sjáumst síðar.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Sverrir »

Ég var einmitt að velta því fyrir mér afhverju þvottaklemmurnar væru búnar í öllum búðum sem ég hef farið í upp á síðkastið :D

Lofar góðu, verður gaman að líta við hjá þér næst þegar ég verð á ferðinni :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
teddi
Póstar: 25
Skráður: 3. Nóv. 2006 22:37:38

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir teddi »

ég var á rölti á flugsafni í sinsheim í þýskalandi um helgina og rakst einmitt á þessa Grunau Baby hangandi uppí lofti..

Mynd
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Gaui »

Mér gekk mjög vel með skrokkinn í vikunni.

Ég setti 5x5mm furulista á hrygginn og framhlutann fram á nefið.

Mynd

Síðan þurfti ég að auka límflötinn fyrir krossviðarklæðninguna á ofanverðum skrokknum og hryggnum. Þetta gerði ég með því að líma 5x5mm balsalista þar sem límingin þarf að vera betri. Hér er vængsætið:

Mynd

og afturhluti skrokksins:

Mynd

Hér er skrokkurinn eftir að búið er að pússa balsann niður í það lag sem skrokkurinn kallar á. Það er óneitanlega komið verulegt Baby-útlit á þetta.

Mynd

Krossviðarklæðningin er næst. Hún er fyrst sett á lúguna á flugmannsklefanum og nefinu þar fyrir framan. Langbitarnir þar eru beygðir í þá lögun sem þarf og þessi bogi dytti af ef lúgan væri tekin úr áður en krossviðurinn er kominn á. Ég byrjaði á lúgunni:

Mynd

og hér er lúgan og nefið klædd báðum megin. Ég klæði ofaná seinna. Ég hef aldrei klætt módel með krossviði áður og það kom mér á óvart hversu auðvelt það er, ef maður bara tekur smá parta í einu. Ég nota líka bara hvítt trélím.

Mynd

Næst klæddi ég hægra megin á hrygginn:

Mynd

og eftir að límið þornaði pússaði ég hrigginn niður og límdi klæðninguna hinum megin. Hér þurfti ég að nota trefjalímband til að halda krossviðnum niðri:

Mynd

Til að skoða límingarnar innanfrá og ganga úr skugga um að þær væru eins og til er ætlast, notaði ég lítin spegil:

Mynd

Núna gat ég skorið lúguna frá skrokkunum og búið til læsingu fyrir hana. Læsingin er innaná lúgunni. Lúgan er fest með tveim 5mm koparrörum að aftan.

Mynd

Seinna meir lími ég ofaná lúguna og sker úr fyrir flugmanninum. Þá fer miðjuramminn nær alveg í burtu. Ég set balsa innan við úrskurðinn og það verða hringlaga gluggar á hliðunum eins og sést á þessari gömlu ljósmynd:

Mynd

Þangað til – hafið það gott.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara