Respect F3F og eRespect

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10828
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Respect F3F og eRespect

Póstur eftir Sverrir »

Nú eru að verða tvö ár síðan fyrsta Respect módelið kom heim með mér frá Danmörku og síðan þá hafa nokkrar bæst í hópinn en þær hafa aldrei fengið sér þráð, fyrr en nú.

Eftir að hafa skoðað sviffluguna hjá mér ákvað Guðjón að fá sér eina og rafmagnsskrokk að auki og þar sem ég ætlaði líka að fá mér rafmagnsskrokk þá tók því ekki að taka ekki annan svifflugsskrokk með í kassanum. Það sem fylgir hér á eftir er því samsetning á þessum „tveimur“ módelum.

Servó *
- MKS HV6100 í stél
- KST DS225MG HV í væng

Rafhlaða
- Panasonic LiIon 18500

Aflkerfi
- TenShock EZ-1520/10T 4270KV mótor
- Micro Edition 5:1 plánetugírbox
- Hacker X70 SB pro hraðastillir
- 16x8 Freudenthaler CFK spaði
- 1800/2000 mAh 3S/4S LiPo rafhlaða

Annað
- Zepsus 7A segulrofi

* Servóin eru „high voltage“ svo ekki þarf spennulækkara á LiIon rafhlöðuna.

eCalc var notað til að fá smá hugmynd um aflkerfið sem fyrirhugað var.
Mynd
Mynd

Plánetugírbox framan á mótornum í hlutföllunum 5:1.
Mynd

Hér gerast töfrarnir!
Mynd

Eldveggurinn kominn á sinn stað, 37mm í þvermáli.
Mynd

Hér sést allt aflkerfið fyrir utan rafhlöðu.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10828
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Respect F3F og eRespect

Póstur eftir Sverrir »

Kjölbiti fyrir rafhlöðu, móttakara, dráttarkrók og aðra íhluti.
Mynd

Servóin sitja fyrir aftan væng.
Mynd

Búið að ganga frá stjórnteinum og servóum.
Mynd

Í sviffluguskrokknum eru servóin fyrir framan væng.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10828
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Respect F3F og eRespect

Póstur eftir Sverrir »

Svo þarf að koma servóum í vænginn, viljum ekki lím á ytra byrði vængsins.
Mynd

Þar til gerður rammi fyrir servóið með legu sem styður við arminn.
Mynd

Svo smá plast undir svo servóið verði ekki varanlegur hluti af vængnum!
Mynd

Svo er bara að bíða eftir að límið þorni og passa að servóarmurinn sé 90° á lamalínuna.
Mynd

Svo þarf að tengja vængservóin við móttakarann, notum 6 pinna MPX tengi í það.
Mynd

Voila!
Mynd

Snúrur í skrokkana.
Mynd

Það verður alltaf smá afgangur.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10828
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Respect F3F og eRespect

Póstur eftir Sverrir »

Svo er bara að finna jafnvægispunktinn áður en gengið er endanlega frá staðsetningunni á íhlutunum. Í mótorskrokknum þarf ekki að bæta við neinni auka vigt.
Mynd

Sviffluguskrokkurinn þarf aftur á móti talsverða vigt í nefið
Mynd

Mynd

Hér er búið að steypa vigtina í blý. Álpappír var vafið utan um nefið á módelinu, límband skellt utan um það, hersingin sett í sand, módelið fjarlægt og blý brætt ofan í álpappírinn. Svo var blýið snyrt til og tekið niður í rétta þyngd.
Mynd

Ég hef notað 18650 LiIon rafhlöður í RX pakkana en núna er ég að fara yfir í 18500 LiIon sem eru 15 mm styttri og með um 900 mah minni rýmd, 2000 í stað 2900.
Mynd

Allt komið á sinn stað.
Mynd

Helstu þyngdir í grömmum:

Mótor útgáfan
982 = Skrokkur (með LiPo)
1510 = Vængir
2492 heildarþyngd

Svifflugan
733 = Skrokkur (með LiIon)
1510 = Vængir
2243 heildarþyngd

Svo er hægt að þyngja þær um 1740 grömm með ballest.
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
Árni H
Póstar: 1490
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Respect F3F og eRespect

Póstur eftir Árni H »

Verður ekki erfitt að flúga með þessa grænu sandkassafötu á nefinu :D
Til hamingju með flotta vél (vélar), það verður gaman að sjá hana fljúga!

Svara