Síða 2 af 2

Re: T1 jet frá T-one models

Póstað: 29. Mar. 2020 23:34:18
eftir lulli
Ýmislegt dund á skrítnum corona tímum.
Þar sem þessi vél kemur í staðin fyrir Furura , þá er til samanburðar tækjaplatan á þessari á góðri leið með að verða þétt setnari en og miklu ríkulegri (lesist um leið rándýr ) þar sem 15 rásir verða í notkun en ekki 11 eins og var í gömlu
Nav.ljósakerfi, curtis demon giro- smoke - hjólalúga. Powerbox til að keyra þetta allt saman af öryggi. Turbina hefur ĺka verið uppfærð með telwmetri sem ma. mælir eyðsluna og segir þá til um eldsneytisforðann um borð á rauntíma.
Fullt af servosnúrum komnar á áfangastað, nokkrar eru þó enn á leiðinni
Fullt af servosnúrum komnar á áfangastað, nokkrar eru þó enn á leiðinni
Resizer_15855228788661.jpg (222.92 KiB) Skoðað 2540 sinnum
Kúluliðir í báða enda á rudder og hæðastýri
Kúluliðir í báða enda á rudder og hæðastýri
Resizer_15855228788660.jpg (228.78 KiB) Skoðað 2540 sinnum

Re: T1 jet frá T-one models

Póstað: 30. Mar. 2020 11:04:51
eftir Ágúst Borgþórsson
Flott Lúlli. Núna er tíminn til að gera klárt fyrir sumarið.

Re: T1 jet frá T-one models

Póstað: 30. Mar. 2020 15:32:55
eftir Sverrir
Geggjað hjá kallinum! 8-)

Re: T1 jet frá T-one models

Póstað: 23. Júl. 2020 22:26:46
eftir lulli
Eins og sjá má á síðustu færslu var þónokkur radió-uppsetning og að lendingu var svo reykkerfið virkjað. Til að minka áhættuna á íkveikju endaði ég með því að smíða minn eigin spíss úr eyr sem nær 1" aftur fyrir þotuna, en forhitar reykolíuna á leiðinni það er hvort sem er líkara fullskala að það sé bil á milli reyks og þotu.
Þotan sem sagt kláraðist að sjálfsögðu, og er flogin 2 flug og er hin skemmtilegasta.
Ég vil þakka Sverri fyrir Flottar myndir og óeigingjarna aðstoð við þotudeildina ,Þetta er dýrt dót og vel þegið að hafa fjögur augu á þessu heldur en bara tvö þegar svon þota er sett af stað í sína fyrstu ferð.
Ljósmyndir : Sverrir G.

Re: T1 jet frá T-one models

Póstað: 26. Júl. 2020 13:02:15
eftir Árni H
Flott þota - til hamingju með hana!

Re: T1 jet frá T-one models

Póstað: 26. Júl. 2020 19:06:09
eftir lulli
Takk fyrir það Árni. ✈