Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Gaui »

Ég er önnum kafinn þessa daga að setja festirörin í vængina. Mér tókst að fara langt með efri vænginn um daginn. Ég er ekki búinn að líma rörin í, en vængurinn virðist bara nokkuð stór þegar hann er settur svona saman:

Mynd

Meira um þessa aðgerð seinna.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Gaui »

Enn í stélinu, og nú eru það stífurnar undir því. Þær eru tvær og eru nokkuð efnismiklar vegna þess að það var ekki hægt að setja stífur eða bönd ofan frá. Ég bjó til tiltar spangir úr stáli sem ég skrúfaði á stélflötinn og undir skrokkinn og svo sagaði ég niður 10x10 mm harðvið til að setja á milli þeirra:

Mynd

Síðan gerði ég raufar í harðviðar listana sem spangirnar gátu runnið í:

Mynd

Síðan voru stífurnar gróflega formaðar og að lokum límdar með tveggja þátta lími sem límir stál (JB Weld).

Mynd

Þetta ætti að halda.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Gaui »

Ýmislegt:

Álrörin komin í skrokkinn og efri vængmiðjuna. Það er mikilvægt að fara varlega með svona þunn álrör og alls ekki þröngva þeim neitt sem þau vilja ekki fara. Ef það er gert, þá bara bogna þau og örlítil sveigja kemur í veg fyrir að koltrefjarörin passi í. Þú mátt spyrja mig hvernig ég veit þetta.

Mynd
Mynd

Nokkrir meðlimir Þristavinafélagsins komu til að gera Þristinn kláran. Þeir ætla að fljúga honum suður til Reykjavíkur svo hann geti tekið á móti þristunum sem eru á leið til Englands og Frakklands á D-Day hátíðina.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Mér skilst það sé ekki oft sem Gaui yfirgefi Eyjafjörðinn, en í dag var Gaujalaust í höfuðstað Norðurlandsins :(

Mynd

Mér sýnist þetta bara gangi vel :)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Gaui »

Það er dálítið langt síðan ég setti inn myndir og upplýsingar hér og því ekki úr vegi að bæta úr því núna. Hér eru nokkrar myndir af því sem gerðist í júní.

Ég teiknaði upp hjólastellið svo hægt væri að smíða það og fann svo til allt það efni sem þurfti til að raða því saman.
Mynd

Bendi var fenginn til að sjóða stellið saman, bæði vegna þess að hann á græjur sem þarf til þess og hann kann að nota þær. Eftirlitið er samt alltaf á staðnum.
Mynd

Bendi notaði bæði silfursuðu og rafsuðu.
Mynd

Seinna meir settist Mummi með stellið og fullt af sandpappír og hreinsaði upp allt gjall sem hann fann.
Mynd

Á Jónsmessunni var flugdagur í safninu og þá var módelinu stillt upp með vængina og stélið á. Ég setti mótorinn líka framaná, límdi gerfimótorinn á með límbandi og vélarhlífina á. Tommi lánaði okkur spaða sem passar (hann var ekki kominn þegar þessi mynd var tekin) og þá fór að verða ljóst hversu ógurlega stórt þetta módel er. Eitt sem kom skemmtilega á óvart er að, eins og það er núna, þá er módelið nefþungt! Ég þurfti að binda það niður að aftan til það húrraði ekki á nefið fram af borðinu.
Mynd

Þá er komið að því að festa vængina á. Ég límdi 6mm krossviðarstykki á rifin þar sem stífurnar eiga að koma.
Mynd

Festingar fyrir stífurnar verða svona stálplötur, 20mm á breidd og 1mm á þykkt. Ég sagaði svo rauf í stífurnar sem gengur upp á plöturnar.
Mynd

Ég boraði tvö göt á stálplöturnar og síðan í gegnum rifin. Svo festi ég stálplöturnar með M3 boltum og nælon róm. Ég límdi 2mm léttkrossvið á rifin í kringum stálplöturnar.
Mynd

Ég notaði handfræsara (Proxxon) til að gera rifur í stálfittings sem fylgdi með í kittinu og þetta setti ég svo upp á stálplöturnar eftir að hafa beygt vírafestingarnar í rétta átt.
Mynd

Svo kom stífan upp á stálplötuna ...
Mynd

... og M3 bolti í gegn til að halda henni. Nú vantar bara að rúnna stífurnar og setja kopar rör upp á endann, sem síðan festist við vírafittingsinn.
Mynd

Hérna er þá vinstri vængurinn búinn að fá allar sínar stífur og bíður bara eftir víraverkinu.
Mynd

Það er stundum gott að vera á flugsafni að smíða, því þá getur maður notað safngripina í kringum sig sem frálagsborð.
Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
stebbisam
Póstar: 178
Skráður: 24. Feb. 2018 18:55:20

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir stebbisam »

Gaman að fylgjast með fyrir okkur sem erum bara með þumalfingur. Þetta verður listaverk, allavega stórt lista-verk :)
Barasta
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Gaui »

Allar flugvélar þurfa flugmann og við ákváðum að nota flugmann frá Aces of Iron.

Mynd

Þessi kall er að vísu ekkert líkur Cesil Faber:

Mynd

En Mummi fór höndum um hann og gerði hann eins líkan Cecil og mögulegt var.

Mynd

Það sem þurfti aðallega að gera var að skafa af honum flughjálminn, setja sixpensara í staðinn og búa til eyru. Það er að sjá sem Mumma hafi bara tekist vel upp.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara