Síða 1 af 4

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstað: 19. Des. 2018 18:18:50
eftir Gaui
Velkomin í Flugsafn Íslands.

Mynd

Nú er komið í hús í Flugsafni Íslands kit frá Arizona Models í Bandaríkjunum 1/3 skala smíðasett af Avro 504K, fyrstu flugvélinni sem flaug á Íslandi:

Mynd

Ég ætla að smíða þetta módel fyrir Flugsafnið og það á síðan að verða til sýnir á safninu og fljúga þar þegar tilefni er til.

Hér er Gestur Einar Jónasson, safnstjóri, að draga kassana með smíðasettinu inn á gólf.

Mynd

Og hér mun ég síðan reyna að koma mér fyrir:

Mynd

Ég hlakka mikið til að setja þetta saman og ég ætla að reyna að setja myndir af þessu hér inn þegar ég man eftir að taka myndir.

:cool:

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstað: 19. Des. 2018 20:25:10
eftir lulli
Geggjað verkefni þarna og í frekar skemmtilegu umhverfi!
Kv. að sunnan

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstað: 19. Des. 2018 20:28:23
eftir Björn G Leifsson
Verður útibú frá Smíðará sett upp til að grísa þetta á safninu? :)

Hlakka mikið til að fá að fylgjast með!

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstað: 19. Des. 2018 22:17:34
eftir Gaui
Já, drengir, verkefnið er geggjað og það verður útibú frá Smíðará. Hlakka til að komast í gang.

:cool:

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstað: 19. Des. 2018 22:43:39
eftir Sverrir
Nú er eins gott að láta hendur standa fram úr ermum, ekki að það hafi verið mikið vandamál hingað til! ;)

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstað: 20. Des. 2018 12:54:27
eftir Gaui
Nota bara ermalausan bol sem er merktur Fréttavefnum.

:cool:

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstað: 22. Des. 2018 15:40:21
eftir Árni H
Það verður sannarlega gaman að fylgjast með þessu en mér finnst að safnið ætti líka að fá sér eina svona og fljúga henni inn á milli vélanna á safninu :D


Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstað: 22. Des. 2018 17:48:57
eftir Gaui
Smá frétt úr Flugsafninu:

Ég var í nokkra tíma að fara í gegnum smíðasettið og finna alla hluti sem því fylgja. Hér er yfirlitsmynd yfir aðstöðuna. Sjá má viðarstaflana upp við braggavegginn. Þar fyrir ofan negldi ég teikninguna af módelinu svo fólk gæti séð hvað þetta er í raun stórt.

Mynd

Hér svo bunkinn af rifjum sem eiga eftir að fara í fjögur vængsett. Þetta er allmikill hraukur. (Bæ ðö vei, bara til að gefa smá hugmynd um stærð: hvert rif er 50sm langt og 5sm hátt.)

Mynd

En nú segi ég bara GLEÐILEG JÓL héðan úr safninu. Ég bæti við áramótunum seinna, því ég á eftir að pósta að minnsta kosti einu sinni á milli J og N.

Mynd

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstað: 23. Des. 2018 21:51:21
eftir Agust
Í hvaða mælikvarða er vélin hans Jakobs? Hvar ætli hún sé?

Mynd

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstað: 23. Des. 2018 22:57:17
eftir Sverrir
1:4 skala, síðast þegar ég vissi þá var hún hjá Flugmálastjórn í flugturninum í Reykjavík. Spurning hvort hún hafi farið yfir til Isavia þegar sú breyting var gerð.