Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Gaui »

Mér skilst að Isavia hafi hana og, samkvæmt því sem ég hef heyrt, noti hana á ýmsum tillidögum.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Gaui »

Þá er komið að því að draga upp límbrúsann. Ég skar 1/16" balsaborð í ræmur, bleytti þá í hveravatni og límdi saman til að fá útlínur hliðarstýris og stéls. Ég setti líka fjórar 0,4mm krossviðsræmur á milli til að fá styrk í hliðarstýrið:

Mynd

Hérna er hliðarstýrið. Myndin lætur ekki nægilega í ljós hvað þetta er hrikalega stórt, en stórt er það.

Mynd

Og hérna eru endarnir fyrir stélflötinn og hæðarstýrið. Ég sker þetta í sundur þegar ég byrja að raða stélinu saman, því ég á ekki smíðabretti nægilega stórt til að taka allt stélið.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Gaui »

Í dag voru útlínur stélsins þurrar og þá var komið að því að fylla upp í þær. Hér er hliðarstýrið:

Mynd

Hér sést að ég er búinn að rúnna þann hluta sem tekur við lömunum og gera göt fyrir Robart lamir:

Mynd

Og hér er stélflöturinn (það vantar ennþá miðjuna):

Mynd

Við fösuðum saman miðjubitann og rifin, svo þetta ætti að vera ansi sterkt og stöðugt. Miðjan á eftir að koma og festipunktar fyrir stífurnar.

Mynd

Sigurður Jóhannesson hjálpaði mér mikið í dag og fær hann kærar þakkir fyrir.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Gaui »

Síðasta hönd löggð á hliðarstýrið. Allt er nú komið á hann sem þarf, og nú er bara að pússa og forma (jei!).

Mynd

Á meðan vann Siggi að stélfletinum. Hann setti miðju í hann og það eru komnir festipunktar fyrir stífurnar. Fargið sem við erum að nota eru fjórir stimplar úr Douglas DC-3: geri aðrir betur.

Mynd

Hér erum við að velta fyrir okkur hvað þarf að gera til að setja saman miðjuna fyrir efri vænginn. Þetta verður skemmtileg smíði, en hún verður að bíða nýs árs.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Gaui »

Nokkrar myndir til að minna á smíði í Flugsafni.

Hér er hæðarstýrið tilbúið að öðru leiti en að ég þarf að pússa það til og mjókka smávegis út að aftan (þó ekki eins mikið og ætla mætti). Festipunktarnir eru annars vegar fyrir stýrishornin og hins vegar fyrir vír sem liggur úr hornunum aftur í stýrið til að stífa það aðeins af.

Mynd

Hér er vængmiðjan fyrir efri vænginn nánast tilbúin. Það á bara eftir að ákveða hvernig vængurinn smokrast uppá miðjuna, en það fylgdu með festingar úr astáli til að skrúfa hann fastan. Þetta farg er sink-kuppar utanaf skipum, sem koma í veg fyrir að hrúðurkarlar festi sig á skrokkinn. Ég held þetta hafi verið notað til að jafnvægisstilla flugvél, því þetta er fjandanum þyngra.

Mynd

Vængirnir eru hér að byrja sitt líf. Þetta eru vængbitarnir, sem eru límdir saman úr tveim þykkum spýtum. Þeir eru rúmlega 180 sem á lengd. Til að styrkja líminguna set ég 0,4mm krossvið báðum megin.

Mynd

Og hér er svo að lokum mynd tekin fyrir utan Flugsafnið um hádgisbil 2. janúar 2019.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Gaui »

Fyrsti vængurinn er langt kominn. Ég byrjaði á því að setja bitana upp á skorður og síðan raða ég rifjunum á þá. Ég er með teikninguna undir, en læt strik á bitunum ráða. Einnig nota ég vinkil mikið til að rifin sitji rétt.

Mynd

Þegar öll rifin eru komin á, þá lítur þetta svona út. Frambrúnin og afturbrúnin halda líka við.

Mynd

Rótarrifið fær sérstaka umönnun: skátífur og fyllingu yfir í næsta rif til að þetta skekkist síður á flugi. Það er alveg líklegt að ég setji innfyllingu alla leiðina, en fyrst um sinn ætti þetta að duga.

Mynd

Aftari vængbitinn nær auðvitað ekki alla leið upp að efri brún rifjanna, svo að þar sem hallastýrin eru þarf að líma balsakubb sem fer aðeins upp fyrir rifin.

Mynd

Og rifið við hallastýrið fær sína eigin skástífu til að halda í það. Það er ekki gott ef þetta rif fær að hreyfast: það gæti hindrað hallastýrið.

Mynd

Hér eru það rifjaræmurnar sem fara á. Balsinn er nógu stökkur til að ég þarf oftast að kremja hann þar sem hann liggur yfir rifin fremst svo hann brotni ekki.

Mynd

Hér svo vængurinn nokkurn veginn tilbúinn að ofan. Ég er að velta fyrir mér að setja skástífur inní hann til að gera hann stífari. Í fyrirmyndinni var vængurinn krosstífaður með vír, en ég held að það væri of mikil vinna. Kannski bara grillteinar eða eitthvað svoleiðis. Ég ætla að sjá hvað er til í Nettó.

Mynd

Vængendinn þarf að fylgja yfirborði vængsins samkvæmt þriggja-hliða teikningu sem ég á. Það verður þá næsta verk.

Mynd

Flugvirkjar eru að læra sitt fag í safninu um þessar mundir og hér er Helgi, annar kennarinn þeirra að benda þeim á einhver athygisverð atriði á vængnum á Fokker F27, beint fyrir ofan höfuðið á mér.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Gaui »

Áður en ég sný vængnum við, þá set ég krossböndin í hana. Ég fann nokkra 3x3mm furulista sem ég gat notað. Þetta algerlega stífir vænginn af og gerir hann nothæfan.

Mynd

Það er búið að setja vinnupalla undir Fokker vænginn og flugvirkjanemarnir eru að vinna í hallastýrinu. Ég vona bara að þeir detti hinum megin ef þeir þurfa endilega að detta.

Mynd

Hérna er ég búinn að snúa vængnum við og setja rifjaræmur á hann að neðan. Það eru all margar slíkar ræmur.

Mynd

Hér er svo næsti vængur kominn af stað. Það eru fjórir svona, tveir hægri og tveri vinstri, svo það er ekki líklegt að ég setji inn miklu fleiri vængjamyndir fyrr en þeir eru allir tilbúnir.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Sverrir »

Lofar góðu! Eru menn byrjaðir að prenta hausinn á Cecil?

[quote=Gaui]Það er búið að setja vinnupalla undir Fokker vænginn og flugvirkjanemarnir eru að vinna í hallastýrinu. Ég vona bara að þeir detti hinum megin ef þeir þurfa endilega að detta.[/quote]
Jáhá, spurning hvort það hafi alveg gleymst að fara yfir vinnuvernd í náminu? :O
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Gaui »

Þú mátt koma og taka djobbið út. Vertu samt góður við krakkana: þetta eru bestu skinn.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Póstur eftir Sverrir »

Ég læt aðra hæfari um það. ;)

Það eru leiðbeinendur þeirra sem eiga að vita betur og kenna þeim vinnubrögðin.
Icelandic Volcano Yeti
Svara