Bellanca Decathlon "XXL"

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir Gaui »

Þröstur bað mig um að hjálpa sér að setja saman tvær Bellanca Decathlon "XXL" frá þýska framleiðandanum Exclusive Modellbau (http://www.emhw.de/). Mér datt í hug að það væri gamanm að lesa um þessa smíði hér.

Módelið er hannað af Harald Weierhäuser og hér eru tölulegar upplýsingar:
• Hlutfall: 1:2,95
• Vænghaf: 338 cm
• Stélhaf:110 cm
• Hæð: 74 cm
• Lengd: 242 cm
• Þyngd: frá 16 kg
• Mótor 100 - 120 ccm

Þröstur kom með annað kittið í skúrinn til mín og við byrjuðum að skoða það:

Mynd

Árni Hrólfur, sem var gestkomandi á Grísará byrjaði á því að kíkja aðeins í vélarhlífina, sem er risa stór:

Mynd

Enda passaði hún algerlega yfir höfuðið á honum:

Mynd

Þetta kitt er sérlega yfirgripsmikið, eins og vaninn er hjá Þjóðverjum. Það er hellingur af góðum viði, öll rif og formerar eru CNC skorin úr léttkrossviði og það fylgir með allur viður sem þarf til að smíða módelið. Það er stór fylgihlutapakki með, dekk, spinner, glerfíber vélarhlíf og mælaborð og plastið fyrir gluggana, skýr teikning og þykkur leiðbeiningabæklingur, sem því miður er á þýsku (þess vegna bað Þröstur mig að hjálpa sér). Að auki var í kassanum geisladiskur með fjölda mynda og kvikmynda af frumsmíðinni.

Mynd

Smíðin byrjar á því að maður sagar út úr léttkrossviðsplötunum þá hluta sem nota á í stélið:

Mynd

Síðan eru aðrir hlutir fundnir til. Sem betur fer er allur viðurinn í stélið í einum merktum poka:

Mynd

Stélið er flatt, svo það er auðvelt að bara negla 3mm krossviðinn niður á borð og líma svo allan viðinn við, fyrst öðrum megin og síðan hinum megin:

Stélkambur og hliðarstýri:

Mynd

Stélflötur og hæðarstýri:

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir Sverrir »

Lofar góðu, verður gaman að fylgjast með þessari :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir einarak »

Ávalt flottir! Hvaða hreyfill er hugsaður undir cowlinguna?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir Sverrir »

DA150.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Maður á nú bara eitt orð til:

VÁ!
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir einarak »

ein spurn, er engin hætta á að listarnir klofni með öllum þessum nöglum?
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir Gaui »

[quote=einarak]ein spurn, er engin hætta á að listarnir klofni með öllum þessum nöglum?[/quote]
Það er til gamalt smíðatrix sem felst í því að berja á oddinn á naglanum áður en maður neglir hann í viðinn. Þá rífur naglinn sig í gegnum spítuna og kremur viðinn á leið sinni í gegn. Ef oddurinn er hvass, þá fer hann á milli trefjanna og þá klofnar út frá honum um leið.

Svo reynir maður að nota minnstu nagla sem eru fáanlegir ;)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir Messarinn »

OOOO mæ gooood

Ma ma maður er bara stunned eins og maðurinn sagði um árið......

Kristján Ólafsson
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir kip »

Þetta verður aldeilis almagnaður andskoti AAA.
Líklega er þetta akkurat kittið sem ég ætti að setja saman, mig langar svo í stóra fallega Decathlon.
Veit einhver hvað það kostar?
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir Gaui »

Þröstur veit það, en þú þarft ekki að setja þetta saman, við ætlum að taka tvær í einu.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara