30% Tiger Moth

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

[quote=Björn G Leifsson]Hva.. er svona leiðinlegt veður á Akureyri að maður bara húkir inni og föndrar?'[/quote]
Það er akkúrat það -- veðrið er búið að vera alveg hræðilegt undanfarið, svo maður bara „föndrar“ eins og þú segir. En það virðist ætla að verða gott veður á helginni.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Grettir kann nú betri aðferð:
Mynd
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Já, en hann smíðar ekki flugmódel ;)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Skrokkurinn er svona um það bil að skríða saman.

Næst lá fyrir að setja rótarrifin á neðri vængnum á á meðan maður hefur enn sæmilegan aðgang að gaddarónum sem þarf að nota. Þar sem ég ætla að nota hjólastell frá Toni Clark þurfti ég að breikka svolítið bilið á milli fremri festinganna:

Mynd

Og hér er rótarrifið komið á skrokkinn. Ef áfallshornið er ekki alveg rétt get ég einfaldlega búið til nýjar aftari festingar og haft þær lengri eða styttri eftir atvikum:

Mynd

Á meðan ég hafði enn sæmilega óhindraðan aðgang að innri kimum skrokksins ákvað ég að setja stýrisarminn fyrir hliðarstýrið á sinn stað. Samkvæmt leiðbeiningunum er armurinn gerður úr tveim lögum af 1/32“ krossviði og koltrefjum, en ég ákvað að nota frekar prentplötuefni sem er álíka þykkt og sérlega sterkt. Ég hef notað þetta efni í ýmislegt. Ef armurinn verður og sveigjanlegur, þá get ég alltaf límt á hann hryggi til að stífa hann af.. Snúningspunkturinn er búinn til úr krossviði:

Mynd

Þegar ég setti þetta saman var armurinn frekar valtur, svo ég tók plasthring úr boxi af CD diskum og límdi hann ofaná krossviðinn. Hringurinn var akkúrat með sama radíus og krossviðarplatan og nákvæmlega af þeirri þykkt sem ég þurfti. Nú er armurinn stöðugur:

Mynd

Þá var komið að bakinu. Þetta er algerlega hefðbundin smíð með rifjum og langböndum:

Mynd

Þar sem það eru engar tvöfaldar sveigjur, þá bleytti ég bara balsaborð og vafði þeim á sinn stað þar til þau voru þurr. Síðan var einfalt mál að skera þau til svo þau pössuðu og líma á sinn stað. Síðan var öðrum bútum og strengjum bætt við:

Mynd

Vélarhlífin er sett saman á staðnum framan á módelinu. Ég bjó til þykkan hring úr krossviði og límdi nefhringinn lauslega á hann með 2mm búta á milli. Þetta skrúfaði ég svo framan á mótorinn. Síðan var örðum hlutum hlífarinnar bætt við þar til kominn var samsetning sem fest er á fjórum stöðum. Garry Allen er greinilega mjög hrifinn af því að smíða úr viði, því hann notar hvergi plast eða glerfíber þar sem hægt er að búa til það sama úr tré. Hér er ég búinn að bleyta skinnið ofan á vélarhlífina og vefja því um staðinn þar sem það verður seinna límt:

Mynd

Og hér eru hliðarnar á vélarhlífina. Þær eru gerðar úr 1/32“ krossviði með tvöfaldar styrkingar úr sama efni til að fá út bogana aftaná. Lamirnar eru ódýrar lamir úr Býkó:

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Ég sá þessa merkingu á nokkrum stöðum á teikningunni og var að velta fyrir mér hvað þetta væri, svo ég skellti mér í tölvuna og fletti þessu upp í Google (gúglaði).

Mynd

Ég fékk upp margar skemmtilegar síður sem hafa líkast til ekkert með flugmódel að gera, en komst að endingu að því að þetta er líklega stytting á orðunum „Sheet Metal Screw“.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Förum í stélið.

Stélflöturinn, kamburinn og stýrin eru öll sett saman ofan á teikningunni með rifjum sem er skorið uppí fyrir balsann sem myndar útlínurnar. Með þessu fæst sterk og stöðug bygging:

Mynd

Endarnir á stélfletinum eru frekar þunnir, svo til að gera þá stífa á maður að setja 1/8“ (3,2mm) furu sem límist í endann og gengur í gegnum tvö rif. Ég átti ekki slíka furu, svo ég setti bara krossvið í staðinn. Ég held að þannig verði endarnir jafnvel stífari en með furunni, en gætu orðið dálítið þyngri í staðinn..

Til að gera stélflötinn enn stífari er frambrúnin samlímd úr fjórum ræmum af 1/8“ balsa. Ég er hrifinn af þannig samsetningum vegna þess að frambrúnin verður óhemju sterk og ef þetta er gert rétt, þá getur hún ekki kastað sér.

Mynd

Hér er allur stélflöturinn með hæðarstýrin tilbúin undir loka pússningu. De Havilland vissi nákvæmlega hvernig átti að draga fallegustu línurnar!

Mynd

Hér er stélflöturinn og hliðarstýrið. Til að gera þetta stífara átti maður að setja 1/16“ (1,5mm) furu sem þverræmur (cap strips) á rifin. Enn vantaði mig slíka furu, svo ég notaði bara krossvið í staðinn. Hliðarstýrið er mjög stíft og kemur ekki til með að bogna, svo ég vona að skiptin hafi verið til bóta. Aftur gæti verið smá þyngdaraukning.

Mynd

Gary Allen, hönnuður módelsins, hafði samband við mig í gegnum RC Scale Builder (http://www.rcscalebuilder.com) og benti mér á að það sé gap á milli stélflatar og stélkambs á stóru útgáfunni. Til að sýna þetta ætla ég að líma smávegis balsa ofan á neðsta rifið og síðan taka neðan af því með Dremel pússtromlunni minni. Ég vona að það hafi ekki áhrif á styrk kambsins.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Það er greinilega ekkert að batna tíðarfarið þarna fyrir norðan :)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Meira um vélarhlífina.

Það á að byggja nefið á vélarhlífinni upp með balsakubbum og síðan pússa þá niður í rétt form, en ég ákvað að nota frauðplast sem ég síðan tek í burtu aftur. Ég límdi því fjóra frauðplastkubba á bak við nefhringinn með frauðlími. Síðan skar ég þá nokkurn vegin í rétt form með hníf. Athugið að ég er hér að nota bleikt frauðplast sem er miklu þéttara en það hvíta og er hægt að skera til og pússa. Ég fékk heila plötu af þessu í Húsó fyrir mörgum árum og er að nota upp restarnar núna:

Mynd

Næst formaði ég frauðið með gömlum raspi sem ég keypti fyrir fjölda ára. Hann hefur aldrei unnið neitt á tré, en er góður á frauðið. Þetta er heilt sett af alls konar litlum röspum sem voru til í Tómó á síðustu öld.:

Mynd

Síðan pússaði ég plastið með grófum sandpappír og smurði fylliefni á það til að gera það slétt. Ég pússaði líka restina af vélarhlífinni til að geta sett glerfíberinn á og teiknaði útlínur allra opa framan á henni:

Mynd

Síðan setti ég glerfíberinn á. Ég byrjaði á því að setja mjög þunnan glerfíber yfir frauðplastið og svo klæddi ég alla hlífina með 50gr. fíber og epoxy kvoðu (Z-poxy Finishing Resin) sem ég þynnti með rauðspritti til að geta penslað hana á. Þetta er farið að líta sæmileg út.

Mynd

Þegar kvoðan hefur harðnað losa ég frauðið út með asetóni og set eitt eða tvö lög af þykkum glerfíber innan í til að gera nefið sterkt.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
maggikri
Póstar: 5881
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir maggikri »

Gaui hvar færðu bleikt frauðplast?
kv
MK
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Gaui]...nota bleikt frauðplast sem er miklu þéttara en það hvíta og er hægt að skera til og pússa. Ég fékk heila plötu af þessu í Húsó fyrir mörgum árum og er að nota upp restarnar núna:[/quote]
:)
Icelandic Volcano Yeti
Svara