30% Tiger Moth

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Árni H
Póstar: 1586
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Árni H »

Flott mælaborð!
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Valgeir »

flott módel Gaui og smáatriðin ótrúleg
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Smá framfarir með Tigerinn:

Rammarnir fyrir framrúðurnar komu til skornir úr 0,8mm krossviði og það eina sem ég þurfti að gera var að skera í þá til að hliðar-rúðurnar væru til hliðar. Síðan setti ég til beygt ál á hornin til að styrkja rammana og til að þeir dyttu ekki í sundur. Svo límdi ég þetta lauslega á skrokkinn:

Mynd

Til að festa rammana almennilega, og fá einhvers-konar gluggafestingar niður á skrokkinn, þá límdi ég nokkur lög af límbandi þrjá millimetra frá römmunum.

Mynd

Svo blandaði ég upp slummu af P38 og smurði á rammana og niður á skrokkinn:

Mynd

Þegar ég var búinn að pússa þetta niður leit það svona út:

Mynd

Ég fór í gær og sótti málninguna mína niður í Litaland. Þeir voru búnir að blanda fyrir mig fullt af málningu og sögðust vera búnir að skrá alla bresku litina, svo ef einhvern vantar málningu, þá er nóg að hringja í þá. Þetta virðist vera hellingur fyrir svona lítið módel:

Mynd

Ég gat ekki beðið með að sletta smá málningu á módelið svo ég gróf upp gömlu góðu sprautukönnuna mína:

Mynd

og sullaði tveim umferðum af gulu á stífurnar:

Mynd

Ég held að ég þurfi að setja minnst fjórar umferðir af gulu til að fá almennilega þekju
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1586
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Árni H »

Það er eins og þú sért að fara að mála gjörvalla Grísará en ekki eitt flugmódel :)
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Messarinn »

Jáásææælll

sprautaðir þú ekki hvítan grunn fyrst manni?

kv
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Grunnurinn er Silfur. Mér datt í hug að setja hvítt fyrst, en þá hefði ég bara þurft eina umferð af hvítu og þrjár af gulu. Eins gott að setja bara fjórar af gulu.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Guðjón »

mig er faið að klæja í augun að sjá þessa vél fullkláraða
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Þú ert ekki einn um það að klæja, en eins og allir vita, þá klæjar á öðrum stöðum hér fyrir norðan :cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Guðjón
Það verður gaman þegar hún flýgur -- maður fær alveg extra spennuskot að sjá nýtt módel fara á loft. En ég held það verði hugsanlega ekki fyrr en í haust. Kannski á flugdaginn okkar, en ég lofa engu.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

[quote=Guðjón]geturu sett inn mynd ...hvert þú ert kominn og kannki gert pínu lista yfir það sem er eftir? :D[/quote]
Mynd kemur eftir helgina.

Það sem eftir er að gera:
- sprauta - ég er byrjaður á gula litnum og þar sem gulur þekur afskaplega illa (hefði kannski átt að klæða með gulu) þá þarf hann fjórar til sex umferðir. Það fer afskaplega lítið í hverri umferð, svo þetta verður ekki neitt hættulegt. Síðan koma tveir grænir litir og tveir brúnir.

- mála inaní og setja mælaborð á sinn stað

- sprauta með glæru ( kanski ?)

- kaupa flugmenn, mála þá og setja þá á sinn stað (kannski bara einn ?)

- kaupa hallastýrisservó og setja þau í

- líma öll stýri á

- búa til hljóðkút

- fá rafhlöður og setja í

- Jafnvægisstilla

Þetta er ekki tæmandi listi. Það er ótrúlegt hvað svona vill hlaðast upp.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara