30% Tiger Moth

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Mér datt í hug að ykkur þætti fróðlegt að vita at ég skellti öllum hlutum módelsins á vigtina og samanlagt vegur hún núna án balgvaníseringar um 12 kíló, eða 24 pund eins og sagði í leiðbeiningunum.

Ég er alveg ánægður með það - allt undir 15 kílóum er frábært í módeli af þessari stærð.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Páll Ágúst
Póstar: 646
Skráður: 2. Maí. 2009 05:00:00

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Páll Ágúst »

Flott :D
Lífið er í loftinu
Þytur á Facebook
Flickr-ið
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 925
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Við bíðum spenntir eftir Ljósanótt og það verður góður bónus að fá að berja þetta listaverk augum :D
Kv.
Gústi
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Góðar fréttir og slæmar fréttir af Grísará.

Fyrst góðar fréttir. Tigerinn ballanserar algerlega á punktinum án þess að setja gramm af
ballest. Hér er mynd af henni hangandi á ballanspunktinum með nefið örlítið niður:

Mynd

Vigtin segir 12,48 kíló. Það er þyngd sem ég get alveg þolað.

Og þá eru það slæmu fréttirnar. Ég er ekkert mikið fyrir það að segja frá eigin heimskupörum og vitleysu, en ef það getur komið í veg fyrir að einhver annar geri svona heilalausa ... ja, þig vitið hvað ég á við, þá er niðurlægingin þess virði.

Ég var búinn að setja vængina á og var að reyna að setja rörin á milli flug- og lendingarvíranna, en gat ekki skilið hvernig rörasamsetningin sem sýnd er á teikningunni átti að passa má milli víranna. Þá, allt í einu, sló það mig: Ég hafði sett festipunktana fyrir fyrir lendingarvírana undir fremri bitann á efri vængnum, en ekki þann aftari :(

Mynd

Ég skil ekki hvernig ég gerði þessa vitleysu – nei, það er ekki rétt, ég veit það vel: ég bara ruddist áfram og gerði það sem ég hélt að væri rétt í stað þess að lesa teikningarnar og leiðbeiningarnar vandlega og síðan gera þetta rétt.

Nú verð ég að fresta jómfrúarfluginu í nokkra daga, kannski heila viku, á meðan ég bý til nýja festingu og set hana á aftari vængbitann án þess að skemma allan vænginn.

Ég læt ykkur vita hvernig ég geri það, en í kvöld ætla ég að velta mér upp úr sjálfsásökunum og sjálfvorkunn.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Messarinn »

Þetta er allt í lagi Gaui minn þetta sannar bara það að þú ert sannur Íslendingur, og eins og allir vita þá eru teikningar og leiðbeiningar alltaf lesnar þegar í ógöngur er komið. svo er bara skíta veður framundan hvort eð er.
Horrido
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ekki gott að lesa teikningar á hvolfi.

Spurningin er svo hver var á hvolfi, teikningin eða lesarinn :D:D:D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
maggikri
Póstar: 5878
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir maggikri »

Það verður gaman að sjá þessa á ljósanæturflugkomu FMS í september.
kv
MK
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Árni H »

Mynd
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Þetta kemur, hægt, en örugglega.

Ég bjó til nýjar festingar fyrir vírana úr koparplötum:

Mynd

Gerði göt í fallegu klæðninguna mína til að festa þær í:

Mynd

og skrúfaði þær á sinn stað:

Mynd

Hér eru svo vængirnir komnir á með vírana á réttum stað:

Mynd

Ég get ekki tekið gömlu festingarnar af, en líklega saga ég bara af þeim svo þær sjáist ekki.

Nú gat ég búið til rörafestinguna á vírana:

Mynd

Þar sem allir vírarnir voru nú komnir í rétta lengd, þá setti ég gengjulím á alla festipunkta og herti rærnar á þeim. Til að koma í veg fyrir að tengin opnist langaði mig að prófa herpihólka, svo ég skar niður um 3 mm búta í það, en þá datt mér í hug að það væri sniðugt að láta hólkana halda rónum í leiðinni. Ég klippti niður um 3 sm lengjur af hólkunum og setti þá uppá vírendana:

Mynd

Hitabyssan var síðan notuð til að herpa hólkana. Nú halda þeir tengjunum lokuðum, koma í veg fyrir að róinm geti hreyfst og líta bara nokkuð kúl út:

Mynd

Ég bjó til haldara fyrir vænginn svo þeir færu ekki á flakk þegar ég tek þá af. Þessir haldarar eru úr balsa og frönskum rennilás og virka bara ágætlega. Nú get ég farið með vængina eins og 2kg ferðatöskur:

Mynd

Nú vantar mig bara að gera eitthvað með hornin á hallastýris servóunum til að ég fái hreyfingar upp á +2 og -1 tommu. Líklega þarf ég að búa til framlengingar á armana. Svo er bara að fljúga.

Sjáumst á Ljósanótt (vonandi)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Tigerinn er í flughæfu standi.

Ég skoðaði uppsetningu hallastýrisservóanna vandlega, stækkaði raufarnar sem armarnir leika í, skekkti hornin á servóunum og fékk þannig eina tommu niður og tvær tommur upp sem Mr Allen mælti fyrir um.

Mynd

Nú vantar mig bara gott veður í nokkrar mínútur.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara