Surtur hinn nýi var mátaður í flugstjórnarklefann á Ercoupe.

Óli er langt kominn með Stikkinn sinn.

Mummi maskar vélarhlíf og býr undir sprautun.

Undirritaður vann í strokkum og tókst auðvitað að líma einn rækilega við puttana.


Surtur eftirlitshundur, sem yfirleitt er hrifnastur af spöðum frá Just Engines, lagði til atlögu við spaða frá MENZ í vöntun á spöðum frá Jústa. Er svo komið að Grísará að farið er að fóðra hundana á spöðum?

Kv,
Árni H