Úti er blámóða eins og almættið sé að fljúga með of ríkan glóðarhausmótor
Þá er best að halda sig innivið og smíða. Hérna eru nokkrar símamyndir frá undanförnum dögum:
Hvað getur farið úrskeiðis þegar Gaui kveikir saman hjólastell? Hátæknislökkvibúnaður kom í fyrir stórtjón!
Stélið á Fokkernum stífað af. Stífurnar virka klunnalegar á myndunum en eru það ekki í raun.
Gert við hilluskemmdir á Me109, sem liggur í salti til betri tíma. Leutnant Gottfried Weiroster fær að hvíla sig enn um sinn í stólnum sínum góða áður en hann fer í loftið undir minni stjórn.
Veðrun á skalavél skoðuð í réttu ljósi. Felumálningin er svo góð að það þarf að leita að vængnum á myndinni en hundurinn er hins vegar í 1:1 og sennilega stærsti hundur landsins!
Eldsneytisflösku rak á fjörur Eyjafjarðar eitt kvöldið
Orrustan um Bretland í undirbúningi - hér er hugað að landvörnum.
Það er sem sagt nóg að gerast þótt rólegt sé á fréttavefnum í augnablikinu!
Kv,
Árni H