Módelbúðin að loka!!!

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
HjorturG
Póstar: 188
Skráður: 15. Apr. 2005 17:01:03

Re: Módelbúðin að loka!!!

Póstur eftir HjorturG »

Ætlaði bara að minna alla á að búðin er að fara að loka og í kvöld er síðast sénsinn að gera góð kaup á svokölluðu "prúttkvöldi". Mæli bara með að allir skelli sér í módelbúðina að birgja sig upp fyrir veturinn!!!
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Módelbúðin að loka!!!

Póstur eftir Sverrir »

Mundu bara hvað stóð í póstinum :)

[quote]...lokar í núverandi mynd...[/quote]
Hmmm, hvað meinarðu með svokölluðu "prúttkvöldi", ertu efins um prúttleika kvöldsins :P

Sjáumst í kvöld gamli minn
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Módelbúðin að loka!!!

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Æ það verður nú smá eftirsjá í Malarhöfðanum.
Sjáið þið okkur kíkja við í Tómó og sötra Hreinol-kaffi með japönsku hænsnafóðri (og kaupa nokkrar skrúfur bara til að réttlæta það að hafa farið að heiman til að skiptast á blaðri við hina vitleysingana)?

Svo er spurning hvar á að ná í kút af MacGregors VSOP og nýtt kerti þegar maður uppgötvar á síðustu stundu að það er sól á spákortinu aldrei þessu vant?
Maður verður bara aðkoma sér upp eigin lager.

Verður fróðlegt að sjá hvað tekur við af "núverandi mynd".

Einhverjar hugmyndir um stað að hittast á? (fyrir utan náttúrulega hina ágætu formlegu félagsfundi)
Opið hús í flugvélaverksmiðjunum (bílskúrunum) til skiptis???
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Módelbúðin að loka!!!

Póstur eftir Agust »

Hvaða myndir er Sverrir að tala um?


Núverandi mynd? Er von á framtíðarmynd eða framhaldsmynd?

Verða ekki verslanirnar í Árborg og Akureyri opnar áfram í núverandi mynd?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Módelbúðin að loka!!!

Póstur eftir Sverrir »

Myndirnar úr fréttatilkynningunni ;)

Jón mun útdeila VSOP og nýju kerti.
Árborg var útibú frá Malarhöfða og munu þeir vera með VSOP og kerti, sjá neðar á þessum þræði.
Með búðina á Akureyri hef ég ekkert heyrt enda eru það aðrir aðilar.

Modex mun verða rekinn sem póstverslun með aðsetur í höfuðborg Norðurlands.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Módelbúðin að loka!!!

Póstur eftir Agust »

Hvar mun verða hægt að kaupa flugmódel eldsneyti í framtíðinni?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Módelbúðin að loka!!!

Póstur eftir Sverrir »

Jón mun sjá um sölu á eldsneyti og kertum hér á höfuðborgarsvæðinu.
Þórir mun einnig vera með eldsneyti og kerti í Árborg, sjá neðar á þessum þræði.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Módelbúðin að loka!!!

Póstur eftir Agust »

Takk fyrir. Mér var ekki farið að standa á sama :/

Ef til vill hef ég misst af einhverri formlegri fréttatilkynningu.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Módelbúðin að loka!!!

Póstur eftir Sverrir »

Það er ekki kominn formleg tilkynning um póstverslunina, í póstinum sem var sendur v/ prúttsölunnar stóð

[quote]ModelExpress lokar í núverandi mynd þann 29.ágúst[/quote]
Geri ráð fyrir að formleg tilkynning komi á næstu dögum.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Módelbúðin að loka!!!

Póstur eftir Þórir T »

Smá innlegg, í versluninni í Árborg, nánar tiltekið á Selfossi, mun áfram verða hægt að nálgast eldsneyti og kerti, líkt og í borg óttans (reykjavík)
Gott að vita ef menn eiga leið hjá og eru eldsneytis tæpir / lausir. 892-3957

mbk
Tóti
Svara